Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvort varð færeyska eða íslenska til á undan?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Færeyjar eiga það sameiginlegt með Íslandi að norskir menn settust þar að á landnámsöld og síðan hafa eyjarnar verið byggðar. Upphaflega hefur sama mál verið talað bæði á Íslandi og í Færeyjum. Það var mál landnámsmannanna sem flestir komu frá vestanverðum Noregi, en einhverjir einnig frá Danmörku og Svíþjóð. Gera má ráð fyrir að landnámsmenn hafi flutt með sér írska þræla til Færeyja eins og til Íslands.



Íslenska og færeyska þróuðust og tóku breytingum eftir því sem aldir liðu eins og við var að búast og er ekki hægt að segja að annað málið sé eldra en hitt. Bæði teljast þau til norðurgermanskra mála og innan þess málaflokks til vesturnorrænna mála.

Færeysk málfræði er svipuð íslenskri málfræði en framburður og orðaforði er skyldari vesturnorsku en íslensku. Mun minna er til af varðveittum fornum heimildum um færeysku en íslensku og því erfiðara að sýna þróunarsöguna með dæmum.

Á Vísindavefnum eru fleiri svör um skyld efni eftir sama höfund, til dæmis:

Mynd: Kortagrunnur frá The University of Texas at Austin: Perry-Castañeda Library - Map Collection, íslenskað af EDS.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

25.10.2006

Spyrjandi

Rut Rúnarsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvort varð færeyska eða íslenska til á undan?“ Vísindavefurinn, 25. október 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6334.

Guðrún Kvaran. (2006, 25. október). Hvort varð færeyska eða íslenska til á undan? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6334

Guðrún Kvaran. „Hvort varð færeyska eða íslenska til á undan?“ Vísindavefurinn. 25. okt. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6334>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvort varð færeyska eða íslenska til á undan?
Færeyjar eiga það sameiginlegt með Íslandi að norskir menn settust þar að á landnámsöld og síðan hafa eyjarnar verið byggðar. Upphaflega hefur sama mál verið talað bæði á Íslandi og í Færeyjum. Það var mál landnámsmannanna sem flestir komu frá vestanverðum Noregi, en einhverjir einnig frá Danmörku og Svíþjóð. Gera má ráð fyrir að landnámsmenn hafi flutt með sér írska þræla til Færeyja eins og til Íslands.



Íslenska og færeyska þróuðust og tóku breytingum eftir því sem aldir liðu eins og við var að búast og er ekki hægt að segja að annað málið sé eldra en hitt. Bæði teljast þau til norðurgermanskra mála og innan þess málaflokks til vesturnorrænna mála.

Færeysk málfræði er svipuð íslenskri málfræði en framburður og orðaforði er skyldari vesturnorsku en íslensku. Mun minna er til af varðveittum fornum heimildum um færeysku en íslensku og því erfiðara að sýna þróunarsöguna með dæmum.

Á Vísindavefnum eru fleiri svör um skyld efni eftir sama höfund, til dæmis:

Mynd: Kortagrunnur frá The University of Texas at Austin: Perry-Castañeda Library - Map Collection, íslenskað af EDS.

...