Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Goðaland er svæðið þegar komið er að norðanverðu niður af Fimmvörðuhálsi. Það afmarkast af Merkurtungum og Múlatungum í vestri og austri en af Krossá í norðri. Norðan Krossár heitir Þórsmörk en algengt er að það örnefni sé mishaft um Goðaland. Þórsmörk er eingöngu svæðið handan Krossár, tungan sem þar liggur milli Krossár og Markarfljóts. Goðaland er nú einkum þekkt fyrir Bása þar sem ferðafélagið Útivist hefur aðstöðu fyrir ferðamenn.
Krossá og Básar til hægri, en þar er aðstaða Útivistar.
Þórhallur Vilmundarson (Grímnir 1, 1980, bls. 89) stakk upp á því að upphaflega hefði Goðaland heitið *Góðaland vegna góðra beitarskilyrða og bendir á að sama örnefni sé til í grennd við Vífilsstaði í Garðabæ.
Kirkjan á Breiðabólstað í Fljótshlíð var öldum saman eigandi Goðalands en Austur-Eyfellingar höfðu það til nytja og guldu leigu meðal annars í harðfiski. Vetrarbeit var þar talin hæfileg fyrir 30 kindur. (Örnefnaskrá Goðalands eftir Þórð Tómasson, að mestu gerð eftir hdr. Sæmundar Einarssonar, Stóru-Mörk.)
Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:
Þetta svar er hluti af lengri umfjöllun um Fimmvörðuháls og fleiri örnefni á þeim slóðum sem lesa má á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Það er birt hér með góðfúslegu leyfi.
Hallgrímur J. Ámundason. „Hvar er Goðaland í nágrenni Fimmvörðuháls?“ Vísindavefurinn, 8. apríl 2010, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=55908.
Hallgrímur J. Ámundason. (2010, 8. apríl). Hvar er Goðaland í nágrenni Fimmvörðuháls? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=55908
Hallgrímur J. Ámundason. „Hvar er Goðaland í nágrenni Fimmvörðuháls?“ Vísindavefurinn. 8. apr. 2010. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=55908>.