Allt frá miðöldum munu Austurfjallamenn hafa farið með fjárrekstra stystu leiðina milli Goðalands og heimabyggðar, um Hrútafellsheiði, Drangshlíðarheiði og slakkann milli Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls. Meginreksturinn að sumri með fráfærulömb og eitthvað af geldfé var oftast um 11. sumarhelgina, en þó réðst rekstrardagur jafnan af veðri. ... Leiðin inn eftir hraununum - sem svo nefndust - var vörðuð, en illa var þó vörðum haldið við í seinni tíð. Numið var staðar til hvíldar á Fimmvörðuhálsi. Þar voru fimm vörður þétt saman til að átta sig á í dimmviðri. Þrjár vörður voru á Þrívörðuskeri sem stóð upp úr jökulhjarninu nokkru innar. Lægðin innan við Fimmvörðuháls var öll í jökli á þessum tíma, en fáein sker ráku kollinn upp úr honum norðaustur af hálsinum.Þessi kafli, "Eystri rekstrarleiðin", er á bls. 223-225 í bók Þórðar.
Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Hvers konar steintegund kæmi upp ef Eyjafjallajökull skyldi gjósa og hvernig gos eru tengd þeirri steintegund? eftir Sigurð Steinþórsson
- Hvers vegna er suðurströnd Íslands sandströnd eða sandeyrar frá Djúpavogi að Þorlákshöfn? eftir Sigurð Steinþórsson
- Af hverju heitir Þórsmörk þessu nafni? eftir Svavar Sigmundsson
Ég veit að ég hef einhvers staðar lesið skýringu á nafninu Fimmvörðuháls. Getur þú bent mér á hvar þá skýringu er að finna eða sent mér stutt svar um merkingu og tilurð þessa örnefnis?