Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er sagt mansal en ekki mannsal?

Guðrún Kvaran

Fyrri liður orðsins mansal er man og merkir ‘ófrjáls manneskja (karl eða kona), ambátt; mær’. Síðari liðurinn -sal er hvorugkynsorð dregið af sögninni að selja og merkir ‘sala’. Það þekkist í fornu máli en er ekki lengur notað ósamsett. Elstu dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru frá fyrri hluta 19. aldar og sama er að segja um þau dæmi sem koma fram á timarit.is. Þar má af textanum ráða að átt sé við sölu á ófrjálsu fólki, körlum og konum. Nú á dögum er mansal mest notað um sölu á konum til kynlífsþrælkunar.

Fyrri liður orðsins mansal er man og merkir ‘ófrjáls manneskja (karl eða kona), ambátt; mær’.

Engin dæmi fann ég í Ritmálssafninu um mannsal en allmörg á timarit.is, allt frá 1844 til 2010. Það virðist notað alveg eins og mansal enda er orðið maður bæði notað um karla og konur.

Mynd:

  • Flickr. Stone Town Slave Trade 5. Eigandi myndarinnar er Son of Groucho. Birt undir CC BY 2.0-leyfi Creative Commons. (Sótt 2.4.2019).
  • Höfundur

    Guðrún Kvaran

    prófessor

    Útgáfudagur

    3.5.2019

    Spyrjandi

    Ragnheiður Björg Harðardóttir, Halldóra Traustadóttir, Börkur Hólmgeirsson

    Tilvísun

    Guðrún Kvaran. „Af hverju er sagt mansal en ekki mannsal?“ Vísindavefurinn, 3. maí 2019, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=71834.

    Guðrún Kvaran. (2019, 3. maí). Af hverju er sagt mansal en ekki mannsal? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=71834

    Guðrún Kvaran. „Af hverju er sagt mansal en ekki mannsal?“ Vísindavefurinn. 3. maí. 2019. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=71834>.

    Chicago | APA | MLA

    Senda grein til vinar

    =

    Af hverju er sagt mansal en ekki mannsal?
    Fyrri liður orðsins mansal er man og merkir ‘ófrjáls manneskja (karl eða kona), ambátt; mær’. Síðari liðurinn -sal er hvorugkynsorð dregið af sögninni að selja og merkir ‘sala’. Það þekkist í fornu máli en er ekki lengur notað ósamsett. Elstu dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru frá fyrri hluta 19. aldar og sama er að segja um þau dæmi sem koma fram á timarit.is. Þar má af textanum ráða að átt sé við sölu á ófrjálsu fólki, körlum og konum. Nú á dögum er mansal mest notað um sölu á konum til kynlífsþrælkunar.

    Fyrri liður orðsins mansal er man og merkir ‘ófrjáls manneskja (karl eða kona), ambátt; mær’.

    Engin dæmi fann ég í Ritmálssafninu um mannsal en allmörg á timarit.is, allt frá 1844 til 2010. Það virðist notað alveg eins og mansal enda er orðið maður bæði notað um karla og konur.

    Mynd:

  • Flickr. Stone Town Slave Trade 5. Eigandi myndarinnar er Son of Groucho. Birt undir CC BY 2.0-leyfi Creative Commons. (Sótt 2.4.2019).
  • ...