Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 44 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort er réttara að tala um baðkar eða baðker?

Orðið ker er gamalt í málinu í merkingunni 'ílát (misstórt)'. Um samsetninguna baðker á Orðabók Háskólans elst dæmi frá síðari hluta 19. aldar (1885). Þegar í fornu máli, til dæmis í Svarfdæla sögu, eru til dæmi um kerlaug í merkingunni 'baðker'. Kar í merkingunni 'ílát' er aftur á móti fremur ungt tökuorð úr d...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju kallast gluggi á skipi kýrauga?

Nafnið er líklega dregið af lögun skipsgluggans. Það hefur þótt minna á hin stóru kringlóttu augu kýrinnar og er notað í dönsku um hið sama, koøje. Kýrauga á skipi minnir á hin stóru augu kýrinnar. Elsta merking orðsins er, lítið ílát, örlítill kaffibolli eða staup. Merkingin er ekki mjög gömul. Elst dæmi, ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Getur lofttæmi lyft loftskipi eins og vetni?

Svarið er já að því leyti að það er vel hægt að hugsa sér að lofttæmt ílát eða loftskip geti lyfst frá jörðu. Hins vegar höfum við prófað að leita að vacuum balloons á veraldarvefnum og niðurstöður þeirrar leitar benda til þess að mönnum hafi ekki tekist að smíða slíkt ílát og muni jafnvel aldrei takast það. Um...

category-iconEfnafræði

Er hægt að kveikja eld með vatni?

Flestir vita að vatn kemur að góði gagni við að slökkva venjulegan eld og því hljómar það fráleitt að vatn geti kveikt eld. En það eru til aðstæður þar sem eldur getur kviknað vegna vatns. Eldur af völdum efnahvarfa við vatn Nokkur efni eru þekkt fyrir að valda eldi ef þau komast í tæri við vatn. Eitt þekkt...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hver er saga krukkunnar og hver fann eiginlega upp krukkur?

Í tímans rás hafa matvæli og vökvar af ýmsu tagi verið geymd og varðveitt í alls kyns ílátum, oftast búnum til úr leir. Krukkurnar sem við þekkjum í dag, sem yfirleitt eru úr gleri með áskrúfuðu málmloki, hafa líkast til þróast frá ákveðinni tegund krukkna, svonefndum albarello-krukkum, sem fyrst voru búnar til í ...

category-iconNæringarfræði

Hvernig kæsir maður skötu?

Vera má að aðferðir séu eitthvað breytilegar á milli manna en í grunninn er skata einfaldlega kæst þannig að börðin eru tekin af, þau sett í ílát og látin standa í einhverjar vikur þar til fiskurinn er tilbúinn. Kæsing er gömul aðferð við verkun matvæla þar sem maturinn er látinn gerjast og byrja að rotna. Á me...

category-iconEfnafræði

Hvað er hreinsað bensín og hver er munurinn á því og venjulegu bensíni?

Jarðolía (einnig nefnd hráolía) er unnin úr jörðinni og inniheldur hún fjölmörg mismunandi vetniskolefni (e. hydrocarbons). Eldsneyti á borð við bensín, flugvélabensín, steinolíu og díselolíu eru meginafurðirnar sem unnar eru úr jarðolíu. Afurðir eins og parafínvax (kertavax), asfalt, smurefni og tjara falla til v...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið byssa?

Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:98) segir um orðið byssa: ‘sérstök tegund skotvopns; †baukur’. Krossinn merkir að um sé að ræða forna merkingu eða gamalt mál. Um uppruna og skyldleika við önnur mál segir Ásgeir að orðið sé skylt færeysku byrsa, nýnorsku bøsse, børse, sænsku bøssa, dön...

category-iconLandafræði

Hvers vegna heitir Öskjuhlíð í Reykjavík þessu nafni?

Öskjuhlíð getur verið gamalt nafn. Hún hefur vafalaust tilheyrt landnámsbænum Vík (Reykjarvík) frá upphafi. Nafnið Víkurholt, sem nefnt er í máldaga Víkur frá 1379 gæti átt við Skólavörðuholt en þó fremur Öskjuhlíð, þar sem segir: "Víkurholt með skóg og selstöðu" (Íslenskt fornbréfasafn III, bls 340). Elín Þór...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er munurinn á gleri og kristalli?

Gler er myndlaust efni þar sem uppröðun efniseindanna (sameindanna) er óregluleg. Þetta efnisform fæst með snöggkælingu á heitum fljótandi efnismassa. Hrafntinna er dæmi um steintegund á glerformi. Gleri má líkja við mjög seigfljótandi vökva. Í kristalli raða efnisagnirnar sér hinsvegar upp í reglulega grind. Þ...

category-iconHugvísindi

Er fiðrildi samsett orð og hvaðan kemur það?

Fiðrildi er viðskeytt orð, þar sem seinni liðurinn er viðskeytið -ildi. Orðið er notað um ættbálk skordýra sem nefnist á latínu Lepidoptera en það þýðir hreisturvængjur og vísar til þess að hár á vængjum hafa umbreyst í hreistur. Elsta norræna mynd orðsins er líklega fifildri. Í Íslenskri orðsifjabók segir að o...

category-iconEfnafræði

Ég missti mæli með kvikasilfri í gólfið og hann brotnaði, hvað á ég að gera?

Kvikasilfur er baneitrað og þess vegna forðast menn að nota það nema nauðsyn beri til. Kvikasilfursgufur eru hættulegar og ef menn brjóta mæli með kvikasilfri er mikilvægt að hreinsa allt kvikasilfrið upp sem fyrst. Við hreinsunina er ráðlegt að hafa góða loftræstingu, opna til dæmis glugga og dyr. Börn ættu ekki ...

category-iconHugvísindi

Af hverju eru fínar tertur og kökur kallaðar hnallþórur?

Stórar og mjög skreyttar tertur eru stundum nefndar hnallþórur eftir persónunni Hnallþóru í bókinni Kristnihald undir Jökli eftir Halldór Laxness. Annað orð yfir kökur af þessu tagi er stríðstertur. Orðið hnallur er haft um barefli, kylfu eða lurk og einnig um tréáhald til að merja hráefni í matargerð. Hnallurinn ...

category-iconNæringarfræði

Hvers vegna breytist rjómi í smjör þegar hann er strokkaður?

Áður var strokkur notaður til að breyta rjóma í smjör. Gamaldags strokkur er hátt og mjótt ílát, vanalega úr viði, sem í er bulla eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan. Bullan er hreyfð upp og niður og snúið í rjómanum þar til þéttur, gulur massi flýtur ofan á vökvanum. Þennan massa köllum við smjör en vökvinn...

category-iconEfnafræði

Hvernig verður plast til?

Í sem stystu máli má svara spurningunni sem svo að plast verði til af manna völdum því plast fyrirfinnst hvergi í náttúrunni. Þegar jarðolía er hreinsuð og unnin myndast ýmsar smáar og hvarfgjarnar gassameindir, en hvarfgjarnar kallast þær sameindir sem hvarfast tiltölulega auðveldlega við aðrar og mynda nýjar ...

Fleiri niðurstöður