Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Orðið ker er gamalt í málinu í merkingunni 'ílát (misstórt)'. Um samsetninguna baðker á Orðabók Háskólans elst dæmi frá síðari hluta 19. aldar (1885). Þegar í fornu máli, til dæmis í Svarfdæla sögu, eru til dæmi um kerlaug í merkingunni 'baðker'.
Kar í merkingunni 'ílát' er aftur á móti fremur ungt tökuorð úr dönsku. Orðabókin á elst dæmi um það frá því snemma á 20. öld. Farið er að nota orðið baðker á síðari hluta 19. aldar en baðkar kemur fyrir í auglýsingum í upphafi þeirrar tuttugustu.
Baðkar er lagað að danska orðinu badekar. Það er baðker að öllum líkindum líka en þar er í síðari samsetningarlið valið gamla orðið ker. Hliðstæð dæmi eru saltker-saltkar og sykurker-sykurkar. Í báðum tilvikum eru samsetningarnar með -ker eldri en þær með -kar. Orðin sykurkar og saltkar eru tökuorð úr dönsku sukkerkar og saltkar frá því um og rétt eftir aldamótin 1900.
Guðrún Kvaran. „Hvort er réttara að tala um baðkar eða baðker?“ Vísindavefurinn, 10. júlí 2001, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1777.
Guðrún Kvaran. (2001, 10. júlí). Hvort er réttara að tala um baðkar eða baðker? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1777
Guðrún Kvaran. „Hvort er réttara að tala um baðkar eða baðker?“ Vísindavefurinn. 10. júl. 2001. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1777>.