Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er fiðrildi samsett orð og hvaðan kemur það?

JGÞ

Fiðrildi er viðskeytt orð, þar sem seinni liðurinn er viðskeytið -ildi. Orðið er notað um ættbálk skordýra sem nefnist á latínu Lepidoptera en það þýðir hreisturvængjur og vísar til þess að hár á vængjum hafa umbreyst í hreistur. Elsta norræna mynd orðsins er líklega fifildri.

Í Íslenskri orðsifjabók segir að orðið myndað af stofni sagnorðsins falda og er þar líklega verið að vísa til samanbrotinn vængja fiðrilda.



Viðskeytið -ildi er ekki algengt en orð sem eru mynduð með því merkja til dæmis ílát eða eitthvað sem er óvenjulegt að lögun, afskræmt eða kreppt. Því mætti segja að orðið fiðrildi sé hálfgerð tvítekning, fyrri liðurinn vísar til samanbrotinna vængjanna og sá seinni til vængja sem eru krepptir saman. Það á að vísu vel við, því fiðrildi hafa tvö pör vængja.

Önnur orð með viðskeytinu -ildi í eru til dæmis; þunnildi, þykkildi, rifrildi, mígildi, gímildi og skrípildi. Þess má einnig geta að orðið ildi eitt og sér er íslenskt nýyrði fyrir súrefni en þá er orðið myndað eftir orðinu eldur en ekki viðskeytinu. Líklega er orðið myndað með hliðsjón af danska orðinu fyrir súrefni sem er ilt.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

30.1.2009

Síðast uppfært

19.5.2024

Spyrjandi

Þröstur S. Eiðsson

Tilvísun

JGÞ. „Er fiðrildi samsett orð og hvaðan kemur það?“ Vísindavefurinn, 30. janúar 2009, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=51235.

JGÞ. (2009, 30. janúar). Er fiðrildi samsett orð og hvaðan kemur það? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=51235

JGÞ. „Er fiðrildi samsett orð og hvaðan kemur það?“ Vísindavefurinn. 30. jan. 2009. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=51235>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er fiðrildi samsett orð og hvaðan kemur það?
Fiðrildi er viðskeytt orð, þar sem seinni liðurinn er viðskeytið -ildi. Orðið er notað um ættbálk skordýra sem nefnist á latínu Lepidoptera en það þýðir hreisturvængjur og vísar til þess að hár á vængjum hafa umbreyst í hreistur. Elsta norræna mynd orðsins er líklega fifildri.

Í Íslenskri orðsifjabók segir að orðið myndað af stofni sagnorðsins falda og er þar líklega verið að vísa til samanbrotinn vængja fiðrilda.



Viðskeytið -ildi er ekki algengt en orð sem eru mynduð með því merkja til dæmis ílát eða eitthvað sem er óvenjulegt að lögun, afskræmt eða kreppt. Því mætti segja að orðið fiðrildi sé hálfgerð tvítekning, fyrri liðurinn vísar til samanbrotinna vængjanna og sá seinni til vængja sem eru krepptir saman. Það á að vísu vel við, því fiðrildi hafa tvö pör vængja.

Önnur orð með viðskeytinu -ildi í eru til dæmis; þunnildi, þykkildi, rifrildi, mígildi, gímildi og skrípildi. Þess má einnig geta að orðið ildi eitt og sér er íslenskt nýyrði fyrir súrefni en þá er orðið myndað eftir orðinu eldur en ekki viðskeytinu. Líklega er orðið myndað með hliðsjón af danska orðinu fyrir súrefni sem er ilt.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:...