Viðskeytið -ildi er ekki algengt en orð sem eru mynduð með því merkja til dæmis ílát eða eitthvað sem er óvenjulegt að lögun, afskræmt eða kreppt. Því mætti segja að orðið fiðrildi sé hálfgerð tvítekning, fyrri liðurinn vísar til samanbrotinna vængjanna og sá seinni til vængja sem eru krepptir saman. Það á að vísu vel við, því fiðrildi hafa tvö pör vængja. Önnur orð með viðskeytinu -ildi í eru til dæmis; þunnildi, þykkildi, rifrildi, mígildi, gímildi og skrípildi. Þess má einnig geta að orðið ildi eitt og sér er íslenskt nýyrði fyrir súrefni en þá er orðið myndað eftir orðinu eldur en ekki viðskeytinu. Líklega er orðið myndað með hliðsjón af danska orðinu fyrir súrefni sem er ilt. Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Hvað éta fiðrildi? eftir Gísla Má Gíslason
- Hafa fiðrildi vængi? eftir Gísla Má Gíslason
- Hvað eru til margar fiðrildategundir? eftir MBS
- Ari Páll Kristinsson, Orðmyndun: Um leiðir til að auka íslenskan orðaforða, Íslensk málnefnd, Reykjavík, 2004.
- Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók, Orðabók Háskólans, Reykjavík, 1989.
- Myndin er fengin af vef Námsgagnastofnunar © Oddur Sigurðsson