Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 31 svör fundust
Er einhvers staðar á veraldarvefnum að finna skrá yfir íslensk viðskeyti og merkingu þeirra?
Á vefnum mun ekki vera til skrá eins og þú leitar að. En þar má þó finna grein eftir Eirík Rögnvaldsson prófessor frá 1986 með titlinum ,,Nokkur viðskeyti og tíðni þeirra”. Fjallað er um viðskeyti í bók Eiríks Íslensk orðhlutafræði og allrækilega er gerð grein fyrir viðskeytum og notkun þeirra í ritverkinu Ísl...
Hvað er rót nafnorða?
Rót er minnsti orðhluti sem ber orðasafnsmerkingu, það er merkingu sem geymd er í minninu í eins konar orðasafni. Sem dæmi má nefna að í orðunum glaður, glaðlegur, glaðna, glaðvær er rótin glað-. Lýsingarorðið glað-ur er þá myndað af rót ásamt beygingarendingu, glað-legur af rót ásamt viðskeyti, sögnin glað-n-a af...
Hvaða hlutverki gegna þéringar og eru þær til í öllum tungumálum?
Orðið þéring er leitt af sögninni að þéra. Skýringin á sögninni er í Íslenskri orðabók (2002: 1808) þessi:nota þér (og samsvarandi eignarfornafn) ásamt fleirtölu hlutaðeigandi sagnar við einn viðmælanda í stað þú vegna þess að menn þekkjast lítið, í viðurkenningarskyni, eða til viðurkenningar á mismun í aldri, sam...
Af hverju eru orðið konar greint sem nafnorð?
Orðliðurinn -konar í alls konar, annars konar, ýmiss konar, þess konar er upphaflega nafnorð. Í fornu máli var til nafnorðið konur í merkingunni 'ættingi, sonur, afkomandi, sonur', skylt orðinu kyn 'ætt, tegund, kynferði'. Eignarfall orðsins konur var konar og lifir það í fyrrgreindum orðasamböndum sem stirðnað ei...
Af hverju heita vísindi þessu nafni?
Orðið vísindi er leitt af lýsingarorðinu vís í merkingunni ‛vitur, sem hefur þekkingu til að bera’. Síðari liðurinn -indi er viðskeyti einkum notað til að mynda nafnorð af lýsingarorðum, til dæmis sannindi af sannur, heilindi af heill, harðindi af harður, rangindi af rangur. Orðið vísindi er leitt af lýsi...
Hver er merking viðskeytisins -rænn?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hver er merking viðskeytisins -rænn? 'Sem kemur frá landi' eða almennt 'sem kemur við'?Viðskeytið –rænn á sér tvenns konar uppruna og oft er erfitt að greina á milli. Annars vegar á viðskeytið uppruna sinn í áttaheitunum austur, vestur, suður, norður. Um stofnlægt -r- var að r...
Hver er uppruni orðsins kerling eða kelling í íslenskri tungu?
Orðið kerling er til í öllum Norðurlandamálum, færeysku kerling, nýnorsku kjerring, sænskum mállýskum käring, källing, dönsku kælling. Kerling er leitt af nafnorðinu karl með viðskeytinu -ing. Kerling er leitt af nafnorðinu karl með viðskeytinu -ing sem veldur hljóðvarpi þar sem skilyrði eru til. Hér er um ...
Hversu langt er spottakorn?
Engin ákveðin mælieining felst í orðinu spottakorn. Þar er síðari liðurinn –korn smækkunarending sem misst hefur hina eiginlegu merkingu sína og orðið merkir 'stutt vegalengd, stuttur spotti'. Það er eiginlega á mörkum afleiðslu og samsetningar. Í orðunum drengkorn, dúkkorn, kistilkorn, piltkorn og spýtukorn e...
Hvað merkir: Margur verður af aurum api?
Margur verður af aurum api er ljóðlína í Hávamálum sem teljast eitt af Eddukvæðum. Þau voru skrifuð niður á 13. öld en höfðu lifað lengi í munnmælum. Fyrri hluti 75. erindis er þannig: Veita hinn er vætki veit, margur verður af aurum api. veit-a: veit ekki, -a er neitandi viðskeyti vætki: ekkert ap...
Hvaðan eru orðin rétthentur og örvhentur komin?
Orðið örvendur þekktist þegar í fornu máli um þann sem notar vinstri hönd meira en þá hægri. Í Flateyjarbók stendur til dæmis „smá verða örvendra manna högg“. Á 16. öld þekkjast myndirnar örvendur, örventur og örvhentur og hefur myndin örvhentur lifað fram á þennan dag. Örvhendur er mun yngri mynd eða frá fyrri hl...
Hver er uppruni orðsins felmtur eins og í "felmtri sleginn"?
Orðið felmtur kemur þegar fyrir í fornu máli í merkingunni ‘ótti’. Það er með stofnlægu r-i, sem merkir að r helst í gegnum alla beyginguna (þf. felmtur, þgf. felmtri, ef. felmturs), til dæmis að vera felmtri sleginn, eða að ‘verða mjög hræddur’. Nafnorðið er leitt af sögninni felmta, ‘óttast, verða hræddur’, ...
Getur verið að Íslendingum hafi þótt Baskar (Vasco) svo duglegir að það sé skýringin á orðinu vaskir menn?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Ég hef stundum velt fyrir mér lýsingarorðinu "vaskur" (sbr. vaskir menn). Getur verið að hér sé átt við Baska (Vasco). Er hugsanlegt að Íslendingum hafi þótt Baskarnir duglegir veiðimenn og að orðið hafi þannig orðið til? Ég tel ekki líkur á að lýsingarorðið vaskur ‘r...
Hver er uppruni og bygging pólsku?
Pólska er slavneskt mál, nánar tiltekið vesturslavneskt mál. Slavnesk mál tilheyra indóevrópsku málaættinni og eru því skyld germönskum, rómönskum, keltneskum og mörgum fleiri málum. Þau greinast í austur-, vestur- og suðurslavnesk mál. Austurslavnesk eru: rússneska, úkraínska og hvítrússneska. Vesturslav...
Hvaða tungumál í heiminum hefur einföldustu málfræðina?
Þessari spurningu er erfitt að svara. Engar áreiðanlegar tölur eru um fjölda tungumála heimsins og ekki heldur samkomulag um hvernig ákvarða á hvort ákveðið mál er sjálfstætt mál eða mállýska. Fræðimenn eiga enn talsvert langt í land með að rannsaka öll þau mál sem þekkt eru og lýsa þeim og sumum ná þeir aldrei að...
Hvað merkir sögnin að knega?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvað merkir sögnin að knega og hvenær hætti fólk að nota hana? Sögnin að *knega í merkingunni ‘geta, kunna’ virðist ekki koma fyrir í nafnhætti til forna, að minnsta kosti af þeim dæmum að ráða sem birt eru í Ordbog over det norrøne prosasprog. Þau eru sárafá og flest úr la...