Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getur verið að Íslendingum hafi þótt Baskar (Vasco) svo duglegir að það sé skýringin á orðinu vaskir menn?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Ég hef stundum velt fyrir mér lýsingarorðinu "vaskur" (sbr. vaskir menn). Getur verið að hér sé átt við Baska (Vasco). Er hugsanlegt að Íslendingum hafi þótt Baskarnir duglegir veiðimenn og að orðið hafi þannig orðið til?

Ég tel ekki líkur á að lýsingarorðið vaskur ‘röskur, hraustur’ tengist Böskum. Það þekkist í íslensku og færeysku en ekki í þessari mynd í öðrum norðurgermönskum málum.

Vaskir baskneskir bændur að vinnu.

Ásgeir Blöndal Magnússon (1989: 1098, 1110) telur það skylt vakur ‘árvakur, snarráður’ og sama telur Jan de Vries (1962: 640, 648); -s-ið væri þá viðskeyti við stofninn vak- sem nýttur er í norður- og vesturgermönskum málum. Undir þetta er tekið í öðrum orðabókum, sem ég sló upp í, og hygg ég þetta líklega skýringu og hef ekki aðra betri.

Heimildir:

  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
  • Vries, Jan de. 1962. Isländisches eyymologisches Wörterbuch. 1962. E.J.Brill, Leiden.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

17.4.2018

Spyrjandi

Sveinn Rúnar Traustason

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Getur verið að Íslendingum hafi þótt Baskar (Vasco) svo duglegir að það sé skýringin á orðinu vaskir menn?“ Vísindavefurinn, 17. apríl 2018, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=74816.

Guðrún Kvaran. (2018, 17. apríl). Getur verið að Íslendingum hafi þótt Baskar (Vasco) svo duglegir að það sé skýringin á orðinu vaskir menn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=74816

Guðrún Kvaran. „Getur verið að Íslendingum hafi þótt Baskar (Vasco) svo duglegir að það sé skýringin á orðinu vaskir menn?“ Vísindavefurinn. 17. apr. 2018. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=74816>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getur verið að Íslendingum hafi þótt Baskar (Vasco) svo duglegir að það sé skýringin á orðinu vaskir menn?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Ég hef stundum velt fyrir mér lýsingarorðinu "vaskur" (sbr. vaskir menn). Getur verið að hér sé átt við Baska (Vasco). Er hugsanlegt að Íslendingum hafi þótt Baskarnir duglegir veiðimenn og að orðið hafi þannig orðið til?

Ég tel ekki líkur á að lýsingarorðið vaskur ‘röskur, hraustur’ tengist Böskum. Það þekkist í íslensku og færeysku en ekki í þessari mynd í öðrum norðurgermönskum málum.

Vaskir baskneskir bændur að vinnu.

Ásgeir Blöndal Magnússon (1989: 1098, 1110) telur það skylt vakur ‘árvakur, snarráður’ og sama telur Jan de Vries (1962: 640, 648); -s-ið væri þá viðskeyti við stofninn vak- sem nýttur er í norður- og vesturgermönskum málum. Undir þetta er tekið í öðrum orðabókum, sem ég sló upp í, og hygg ég þetta líklega skýringu og hef ekki aðra betri.

Heimildir:

  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
  • Vries, Jan de. 1962. Isländisches eyymologisches Wörterbuch. 1962. E.J.Brill, Leiden.

Mynd:

...