Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan eru orðin rétthentur og örvhentur komin?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðið örvendur þekktist þegar í fornu máli um þann sem notar vinstri hönd meira en þá hægri. Í Flateyjarbók stendur til dæmis „smá verða örvendra manna högg“. Á 16. öld þekkjast myndirnar örvendur, örventur og örvhentur og hefur myndin örvhentur lifað fram á þennan dag. Örvhendur er mun yngri mynd eða frá fyrri hluta 20. aldar. Lýsingarorðið örvhöndugur þekkist frá sjöunda áratug síðustu aldar.

Ýmsar tilraunir hafa verið gerðar til þess að mynda nafnorð yfir fyrirbærið að vera örvhentur. Elsta dæmi í söfnum Orðabókar Háskólans er örvhendni frá því snemma á 19. öld, örvhendi í hvorugkyni þekkist frá lokum 19. aldar en um hálfri öld yngra er örvhendi í kvenkyni. Frá miðri tuttugustu öld eru síðan dæmi um orðin örvhenda og örvhönd.

Lýsingarorðið rétthendur virðist ekki notað í fornu máli um þann sem notar hægri hönd meira en þá vinstri, heldur var það notað í bragfræði um þann bragarhátt sem notar eingöngu aðalhendingar. Bæði rétthentur og rétthendur þekkjast frá 18. öld í þeirri merkingu sem algengust er í dag. Tvö nafnorð, rétthenda og kvenkynsorðið rétthendi, finnast í söfnum Orðabókarinnar, bæði frá miðri 20. öld.

Um uppruna orðsins örventur eða örvhentur eru menn ekki á einu máli. Síðari liðurinn -hentur/hendur er sóttur til nafnorðsins hönd en er líklegast síðari tíma skýring í norrænum málum. Sú kenning hefur komið fram að fyrri liðurinn sé skyldur gotneska orðinu arwjo 'árangurslaust' en líklegri er sú skýring að ör- sé sama viðskeyti og uz- 'úr, burt' í gotnesku (austur-germönsku máli) en í gotnesku er einmitt til sögnin uzwandjan í merkingunni 'snúa burt frá, víkja frá'. Wandjan er sama sögn og venda 'snúa' í íslensku. Örvendur merkti þá 'sá sem snýr burt, snýr öfugt'. Upprunalega er því orðið sett saman úr ör- og -vendur en tengsl við hönd breyta samsetningarliðunum í örv- og -hentur/-hendur.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

1.8.2003

Spyrjandi

Baldur Rafnsson
Ragnar Sigurðarson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan eru orðin rétthentur og örvhentur komin?“ Vísindavefurinn, 1. ágúst 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3632.

Guðrún Kvaran. (2003, 1. ágúst). Hvaðan eru orðin rétthentur og örvhentur komin? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3632

Guðrún Kvaran. „Hvaðan eru orðin rétthentur og örvhentur komin?“ Vísindavefurinn. 1. ágú. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3632>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan eru orðin rétthentur og örvhentur komin?
Orðið örvendur þekktist þegar í fornu máli um þann sem notar vinstri hönd meira en þá hægri. Í Flateyjarbók stendur til dæmis „smá verða örvendra manna högg“. Á 16. öld þekkjast myndirnar örvendur, örventur og örvhentur og hefur myndin örvhentur lifað fram á þennan dag. Örvhendur er mun yngri mynd eða frá fyrri hluta 20. aldar. Lýsingarorðið örvhöndugur þekkist frá sjöunda áratug síðustu aldar.

Ýmsar tilraunir hafa verið gerðar til þess að mynda nafnorð yfir fyrirbærið að vera örvhentur. Elsta dæmi í söfnum Orðabókar Háskólans er örvhendni frá því snemma á 19. öld, örvhendi í hvorugkyni þekkist frá lokum 19. aldar en um hálfri öld yngra er örvhendi í kvenkyni. Frá miðri tuttugustu öld eru síðan dæmi um orðin örvhenda og örvhönd.

Lýsingarorðið rétthendur virðist ekki notað í fornu máli um þann sem notar hægri hönd meira en þá vinstri, heldur var það notað í bragfræði um þann bragarhátt sem notar eingöngu aðalhendingar. Bæði rétthentur og rétthendur þekkjast frá 18. öld í þeirri merkingu sem algengust er í dag. Tvö nafnorð, rétthenda og kvenkynsorðið rétthendi, finnast í söfnum Orðabókarinnar, bæði frá miðri 20. öld.

Um uppruna orðsins örventur eða örvhentur eru menn ekki á einu máli. Síðari liðurinn -hentur/hendur er sóttur til nafnorðsins hönd en er líklegast síðari tíma skýring í norrænum málum. Sú kenning hefur komið fram að fyrri liðurinn sé skyldur gotneska orðinu arwjo 'árangurslaust' en líklegri er sú skýring að ör- sé sama viðskeyti og uz- 'úr, burt' í gotnesku (austur-germönsku máli) en í gotnesku er einmitt til sögnin uzwandjan í merkingunni 'snúa burt frá, víkja frá'. Wandjan er sama sögn og venda 'snúa' í íslensku. Örvendur merkti þá 'sá sem snýr burt, snýr öfugt'. Upprunalega er því orðið sett saman úr ör- og -vendur en tengsl við hönd breyta samsetningarliðunum í örv- og -hentur/-hendur....