Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3527 svör fundust

category-iconLandafræði

Hvar er miðpunktur Íslands?

Líta má á hugtakið miðpunktur á marga vegu. Landfræðilega væri réttast að segja að miðpunktur Íslands sé staðsettur þar sem fjarlægð frá sjó er mest til allra átta. Sá punktur er rétt sunnan Hofsjökuls á um það bil 18,9°V og 64,6°N, eins og sjá má á myndinni og er í 118,3 km fjarlægð frá sjó. Þetta kort sýnir...

category-iconHugvísindi

Hvernig var ævi Jóns lærða Guðmundssonar?

Um Jón lærða er fjallað í tveimur öðrum svörum eftir sama höfund:Hver var Jón lærði Guðmundsson?Hver eru merkustu rit Jóns lærða?Fremst í fyrrnefnda svarinu er sagt frá notkun heimilda og á sú athugasemd einnig við um þetta svar. Mikilvægasta heimild um Jón lærða er ævikvæði hans, Fjölmóður, sem hann setti sa...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða áhrif hafði fútúrismi á tónlist snemma á 20. öld?

Fútúrismi var hreyfing sem mest kvað að í bókmenntum og myndlist á fyrri hluta 20. aldar. Hreyfingin kom bæði fram á Ítalíu og í Rússlandi. Ítalski fútúrisminn einkenndist af mikilli dýrkun á vélum og hraða nútímans en hafði ímugust á fortíðinni. Eitt helsta einkenni fútúrismans voru stefnuyfirlýsingar af ýmsu tag...

category-iconVerkfræði og tækni

Hvernig veit bensíndælan hvenær tankurinn er orðinn fullur?

Bensíndæla, sem einnig er stundum nefnd bensínbyssa, er uppbyggð þannig að þegar togað er í handfang hennar opnast ventill (einnig kallaður loki) inni í handfanginu og bensínið flæðir út um stút byssunnar. Þegar handfanginu er sleppt lokast ventillinn aftur og bensínið hættir að flæða út um stútinn. Bensínið hæ...

category-iconStjórnmálafræði

Hvernig virkar kosningakerfið á Íslandi?

Hér er fyrri hluta lengri spurningar frá Úlfari svarað. Þetta er fyrsta svarið af þremur um kosningakerfið. Spurningin öll hljóðaði svona: Hvernig virkar kosningakerfið á Íslandi, hvað þurfa flokkar mikla kosningu til að koma manni á þing o.s.frv.? Lykilatriðin í fyrirkomulagi kosninga til Alþingis eru þ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eyðileggst þegar rafeindabúnaður verður fyrir rafsegulhöggi?

Það er fyrst og fremst einangrunin sem eyðileggst í rafbúnaði sem verður fyrir spennuhöggi. Einangrun er nauðsynleg til þess að halda spennuhafa hlutum, það er þeim hlutum tækisins sem spenna er á, frá til dæmis umgjörð tækja og búnaði. Þegar einangrunin skemmist myndast leið í gegnum einangrunina fyrir strauminn ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað ræður því hvernig ljós er á litinn? Hvers vegna sjáum við til dæmis ljós í sama lit hvort sem við erum í vatni eða í lofti?

Almennt er litur ljóss tengdur við öldulengd ljóssins. Þetta er ekki skýrasti kostur í stöðunni, eins og spurningin ber með sér, því öldulengd ljóssins breytist með hraða ljóssins, þegar það fer úr einu efni í annað. Öldulengdarbreytingin stjórnast af stærð \(n\) sem kallast brotstuðull efnis og er hlutfall hraða...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er það satt að hrafnar skipti með sér bóndabæjum þegar hart er í ári?

Upprunalega spurningin hljómaði svona: Er vitað hvort það sé satt, að hrafnar skipta með sér bóndabæjum? Íslendingar eiga margar þjóðsögur og frásagnir af hröfnum. Meðal annars herma gamlar sagnir að hrafnar haldi þing að hausti. Það kallast hrafnaþing eða héraðsþing. Í ritinu Grúsk V eftir Árna Óla segir ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða klíðir er átt við þegar einhver er í miðjum klíðum?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni: Hvað er klíð eða klíðir eins og í „ég er í miðjum klíðum“ (við tiltekna athöfn) og tengist það eitthvað klíðinu í hveitiklíði? Orðið klíð merkir ‘vefjarstykki, það sem ofið er í einu stykki’. Orðatiltækið í miðjum klíðum merkir þá að ‘hætta við eitthvað í miðju kafi...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert er kjörlendi elgsins og hvers konar gróðri sækist hann eftir?

Elgurinn (Alces alces) er stærsta tegund hjartarættarinnar (Cervidae). Elgir eru háfættir og hálsstuttir, um 1,5-2,0 metrar á hæð yfir herðakamb og vega oftast í kringum 850 kg. Helsta einkenni þeirra eru mikil og sérstæð horn en það eru aðeins tarfarnir sem skarta þeim. Elgir hafast við í skóglendi á norðlægum sl...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu lítil göt komast hagamýs í gegnum?

Mýs, líkt og rottur, geta verið miklir skaðvaldar í híbýlum fólks, auk þess sem flestum finnst óþægilegt að vita af þeim inni á heimilinu. Það er ekki óalgengt að mýs komi inn í hús hér á landi. Bæði eru það húsamýs (Mus musculus) og hagamýs (Apodemus sylvaticus) og fer að bera meira á þeim þegar kólna tekur í veð...

category-iconLæknisfræði

Er eitthvert samband á milli offitu og alzheimers-sjúkdóms?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Í sjónvarpsþætti sem framleiddur er af BBC, Sannleikurinn um offitu, og sýndur var á RÚV í janúar 2021, heldur prófessor Steve Bloom því fram að ef fólk sem er of feitt léttist, minnki líkur á alzheimers-sjúkdómi. Er eitthvert samband á milli offitu og alzheimers? Lítið samband...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Voru grameðlur í rauninni vondar eða voru þær bara að reyna að lifa af?

Grameðlan (Tyrannosaurus rex) var ekki vond í þeim skilningi sem við leggjum í illsku heldur var hún ráneðla sem leitaði uppi bráð eða hræ sér til viðurværis rétt eins og önnur rándýr sem við þekkjum í dag. Í raun er ekki vitað hvort hún veiddi lifandi bráð eða var fyrst og fremst hrææta en um það má lesa meira í ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Væri hlutur látinn detta um holu sem næði gegnum jörðina, gæti hann komið upp hinum megin? Hvaða massa þyrfti hluturinn að hafa til þess?

Svarið er já: Hlutur sem fellur án núnings niður í ímyndaða holu sem nær gegnum miðju jarðar og upp hinum megin kemur upp þar, snýr síðan við og heldur áfram í einfaldri hreinni sveiflu. Massi hlutarins skiptir ekki máli í þessu. Fyrst skulum við hafa alveg á hreinu að með þeirri tækni sem við búum yfir núna er...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað eru sokkabandsár og duggarabandsár og notaði fólk þessi bönd á einhverju sérstöku tímabili ævinnar?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hverjar eru orðsifjar orðanna sokkabandsár og duggarabandsár? Notaði fólk þessi bönd á einhverju sérstöku tímabili ævinnar? Er einhver munur á orðunum? Nafnorðið sokkabandsár (hk.) merkir ‘bernsku- eða æskuár’ og virðist það býsna gagnsætt, vísar til þess æviskeiðs er ...

Fleiri niðurstöður