Sólin Sólin Rís 09:09 • sest 17:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 07:57 • Sest 16:36 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:46 • Síðdegis: 17:54 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:54 • Síðdegis: 24:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:09 • sest 17:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 07:57 • Sest 16:36 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:46 • Síðdegis: 17:54 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:54 • Síðdegis: 24:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig virkar kosningakerfið á Íslandi?

Þorkell Helgason

Hér er fyrri hluta lengri spurningar frá Úlfari svarað. Þetta er fyrsta svarið af þremur um kosningakerfið. Spurningin öll hljóðaði svona:

Hvernig virkar kosningakerfið á Íslandi, hvað þurfa flokkar mikla kosningu til að koma manni á þing o.s.frv.?

Lykilatriðin í fyrirkomulagi kosninga til Alþingis eru þessi:
  • Þingmenn eru 63. Þessi tala hefur verið óbreytt frá því í kosningunum 1987.
  • Landinu er skipt upp í sex kjördæmi og í hverju þeirra eru kosnir 8 til 13 þingmenn. Fámennustu kjördæmin fá hlutfallslega fleiri þingmenn en þau fjölmennari og er þar allt að helmingsmunur á.
  • Boðnir eru fram listar sem verða að vera með tvöfalt fleiri nöfnum en kjósa skal í kjördæminu. Nöfnum á listunum skal vera raðað og hljóta þá frambjóðendur hvers lista að öðru óbreyttu sætin í þeirri sömu röð.
  • Kjósendur merkja við lista, en geta líka haft nokkur en takmörkuð áhrif á hverjir frambjóðenda listans ná kjöri.
  • Við úthlutun þingsæta er það meginmarkmið að ná sem mestum hlutfallslegum jöfnuði milli flokka hvort sem er í einstökum kjördæmum en þó umfram allt á landsvísu. Hafi til dæmis listi fengið 20% fylgi í tíu manna kjördæmi er stefnt að því að hann hljóti 2 sæti kjördæmisins, hvorki færri né fleiri. Og sé sá flokkur sem að listanum stendur með sama fylgi, 20%, á landinu öllu er ætlunin að flokkurinn nái 12 eða 13 af þingsætunum 63.

Þessum þáttum kosningakerfisins verður nú lýst nánar. Lýsingin byggir á ákvæðum gildandi kosningalaga frá lokum síðustu aldar, lög nr. 24/2000, sem aftur hvíla á stjórnarskrárbreytingu árinu áður. Til skýringar verður stuðst við úrslit kosninga til Alþingis 29. október 2016.

Kjördæmaskipan

Kjördæmi á Íslandi eru nú sex og skal við kosningar sem verða haldnar 28. október 2017 kjósa 8 upp í 13 þingmenn í hverju þeirra. Alls eru þetta 63 þingsæti. Þingsætin eru af tvennum toga, kjördæmissæti og jöfnunarsæti. Nánar tiltekið eru skipting sætanna eins og lesa má í 1. töflu, samanber líka landakortið:

Þingsæti 2013, 2016 og 2017

Kjördæmi
Kjördæmissæti
Jöfnunarsæti
Þingsæti alls
Norðvestur
7
1
8
Norðaustur
9
1
10
Suður
9
1
10
Suðvestur
11
2
13
Reykjavík suður
9
2
11
Reykjavík norður
9
2
11
Landið allt
54
9
63

Tafla 1: Sýnir tölu kjördæmis- og jöfnunarsæta í hverju kjördæmi en á kortinu hér fyrir neðan má sjá í grófum dráttum landfræðilega skiptingu kjördæmanna.

Landfræðileg skipting kjördæma.

Í kosningalögunum er kveðið á um að kjördæmissæti geta færst að nokkru leyti á milli kjördæma. Þannig hafa tvö sæti verið færð frá Norðvesturkjördæmi til þess í suðvestri á gildistíma laganna. Um þetta má lesa meira í svari við spurningunni Hvað þarf listi mikið fylgi til að hljóta sæti í alþingiskosningum?

Flokkar bjóða fram lista í einstökum kjördæmum, flestir í öllum en ekki er gerð krafa um það. Kjósendur merkja við einn og aðeins einn lista í því kjördæmi sem þeir hafa lögheimili.

Úthlutun þingsæta fer fram í þremur meginskrefum þar sem eitt tekur við af öðru:
  • Úthlutun kjördæmissætanna 54, innan hvers kjördæmis.
  • Skipting jöfnunarsæta á milli flokkana eftir landsfylgi.
  • Ráðstöfun jöfnunarsætanna til lista viðkomandi flokka.

Þessum skrefum verður nú lýst hverju fyrir sig og nánar skýrð með vísun til úrslita kosninganna 2016.

Úthlutun kjördæmissæta

Kjördæmissætunum er hér á landi úthlutað með aðferð sem oftast er eignuð nítjándu aldar Belganum Victor d'Hondt (1841-1901). Ýmsar aðrar aðferðir til hlutfallslegar úthlutunar tíðkast, til dæmis á hinum Norðurlöndunum.[1] Samkvæmt aðferð d'Hondts er búin til runa fyrir hvern lista sem fundin er þannig að fyrst kemur atkvæðatala listans deilt með 1 (það er að segja atkvæðatalan óbreytt), þá deilt með 2, síðan með 3 og svo framvegis, allt þar til að síðast er deilt með tölu kjördæmissæta ef þarf. Nefnum þessar útkomutölur atkvæði í sæti listans, eða til hægðarauka sætistölur.

Fundnar skulu hæstu sætistölurnar í þessum talnarunum í heild sinni, jafnmargar og tala kjördæmissætanna. Þeir listar sem eiga þessar tölur fá þingsæti út á hverja þeirra og það í stærðarröð sætistalnanna. Dæmi um þessa útreikninga er að finna í 2. töflu.

Tafla 2: Sýnir í efstu línu atkvæðatölur og síðan atkvæði á einstök sæti lista, sætistölur þeirra. Kjördæmissætin eru hér sjö og svara til sjö hæstu sætistalnanna, en stærðarröð þeirra er sýnd innan sviga. Til dæmis er lægsta sætistalan af þessum sjö 1650, raunar 1650 1/3. Hún er hjá D-listanum og gefur honum þriðja sæti sitt, það sjöunda í kjördæminu. Taflan er einfölduð þar sem einungis er sýnd næsta sætistalan á eftir hverri þeirra sem leiðir til úthlutunar. Aðrar tölur skipta ekki máli. Tvær neðstu talnalínur töflunnar koma við sögu síðar.

Þess má geta að allt sem hér hefur verið sagt um úthlutun kjördæmissæta á eins við þegar sætum er úthlutað til sveitarstjórna, samanber lög nr. 5/1998 .

Skipting jöfnunarsæta

Þegar kjördæmissætunum hefur verið úthlutað þarf fyrst að gæta að því hvaða flokkar, eða stjórnmálasamtök eins og þeir heita í kosningalögunum, komast yfir þröskuld sem settur er. Það er skilyrði til að eiga þátttökurétt á jöfnunarsætum að hafa fengið að minnsta kosti 5% af gildum atkvæðum á landinu öllu, eins og segir í 1. mgr. 108. gr. kosningalaganna. Skiptir þá engu máli hvort listi hefur þegar hlotið kjördæmissæti eða ekki, en það var aftur á móti skilyrði alla tíð fram að síðustu aldamótum.

Þegar þeir flokkar hafa verið fjarlægðir sem ekki ná þessum þröskuldi er farið eins að með landið allt og um einstök kjördæmi, nema hvað nú er ekki byrjað frá byrjun heldur haldið áfram að reikna sætistölur frá þeim sætum sem hver flokkur hefur þegar fengið í heild í kjördæmunum. Þessar sérstöku sætistölur eru kallaðar landstölur í kosningalögunum og verður það nafn notað hér. Þetta skýrist best með raunverulegu dæmi sem aftur er sótt í þingkosningarnar 2016 og sýnt er í 3. töflu.

Tafla 3: Sýnir í fyrstu talnalínu atkvæða hvers flokks samanlagt á landinu og síðan samtölu kjördæmissæta hjá hverjum þeirra. Allt er þetta aðeins fyrir þá flokka sem eiga tilkall til jöfnunarsæta, það er að segja þeirra sem hafa náð að minnsta kosti 5% heildartölu gildra atkvæða á landinu öllu. Þá er lína sem sýnir atkvæði að baki hinna kjördæmakjörnu, það er að segja sætistölu þess síðasta þeirra ef þeir hefðu verið landskjörnir. Til dæmis eru atkvæðin að baki kjördæmissætum Sjálfstæðisflokks (D) $\frac{54992}{21}=$ 2619 (eftir nálgun brotsins til heillar tölu). Þá tekur við sjálf úthlutun jöfnunarsætanna með því að halda áfram að reikna sætistölur í beinu framhaldi af því sem komið er af sætum. Þessar viðbótarsætistölur eru nefndar landstölur. Til dæmis er fyrsta landstalan sem reiknuð er fyrir flokkinn $\frac{54992}{21 + 1}=$ 2500 þar sem fyrsta deilitalan er tala kjördæmissæta 21 að einum viðbættum. Þar sem jöfnunarsætin eru níu eru fundnar níu hæstu landstölurnar í þessum neðri hluta töflunnar og röð þeirra auðkennd innan sviga.

Eins og nafn jöfnunarsætanna bendir til skal þeim ráðstafað „til jöfnunar milli stjórnmálasamtaka þannig að hver samtök fái þingmannatölu í sem fyllstu samræmi við heildaratkvæðatölu sína“ eins og mælt er fyrir í stjórnarskrá. Er þá að vísu litið fram hjá þeim flokkum sem ekki komast yfir 5%-þröskuldinn. Þetta ákvæði kom fyrst inn í stjórnarskrána 1984. Frá þingkosningunum 1987 til og með þeim 2009 dugðu jöfnunarsætin til að ná þessum umbeðna jöfnuði að fullu, það er að segja útkoman var eins og öllum þingsætum væri úthlutað á landsvísu en ekki í einstökum kjördæmum. Síðan hefur þetta ekki náðst, hvorki í kosningunum 2013 né heldur 2016.

Sé rýnt nánar í 3. töflu sést að væri úthlutað 10 jöfnunarsætum, en ekki 9, kæmi það í hlut Vinstri-grænna (V) á grundvelli landstölunnar 2742. Á hinn bóginn eru atkvæði að baki hinum kjördæmakjörnu bæði hjá Framsóknarflokki (B) og Sjálfstæðisflokki (D) lægri, 2724 annars vegar og 2619 hins vegar. Væri sætunum alfarið úthlutað á grundvelli heildaratkvæðatalna hlyti V sitt 11. þingsæti áður en kæmi til úthlutunar 21. sætisins til D, en B myndi þó halda sínum 8 sætum. Það náðist því ekki fullur jöfnuður milli stjórnmálasamtaka í þessum kosningum frekar en í kosningunum 2013, en þá var það Framsóknarflokkurinn (B) sem fékk sæti um of.

Ráðstöfun jöfnunarsætanna til flokkslista

Kálið er ekki sopið þó í ausuna sé komið. Nú er vitað hvað hver flokkur á að fá mörg jöfnunarsæti og fyrir liggur hvaða rými er fyrir þau í hverju kjördæmi, tvö í hverju hinna þriggja höfuðborgarkjördæma en eitt í hverju þeirra á landsbyggðinni. En eftir er að koma þeim til einstakra lista í þessum kjördæmum. Þetta viðfangsefni hefur verið löggjafanum fjötur um fót allt frá því að slík jöfnunarsæti komu til sögunnar 1934, þá undir nafninu uppbótarsæti. Um það viðfangsefni er til merkileg stærðfræði sem ekki verður rakin hér heldur farið yfir ákvæðin í gildandi lögum.[2]

Fyrst er frá því að segja að ráðstöfun jöfnunarsætanna fer fram í þeirri röð sem verður til við skiptingu þeirra á milli flokka, eins og sjá má í 3. töflu. Þar kemur fram að Samfylkingin (S) hlaut fyrsta jöfnunarsætið í kosningunum 2016. Þar með þarf að koma því sæti fyrir í einhverju kjördæmi. Þá segja lögin að finna skuli í hvaða kjördæmi listi flokksins njóti hlutfallslega mests fylgi og þá til næsta sætis á eftir kjördæmissætum listans. Þetta hlutfall reiknast af öllum gildum atkvæðum í kjördæminu og verður hér nefnt sætishlutfall.

Tökum aftur Norðvesturkjördæmi í kosningunum 2016 sem dæmi, sjá 2. töflu. Þar fékk S-listinn 1054 atkvæði en engan mann kjörinn við kjördæmisúthlutunina. Gild atkvæði voru 16760. Sætishlutfall listans var því $\frac{1054}{16760} =$ 6,29%. Þetta er sýnt neðst í 2. töflu, svo og hlutföll annarra lista.

Skyldi þetta hlutfall S-listans vera það hæsta hjá listum Samfylkingarinnar (S) á öllu landinu? Svo er reyndar ekki, sætishlutfallið er hæst í Suðurkjördæmi, 6,39%. Þangað fór því fyrsta jöfnunarsæti Samfylkingarinnar (S), sjá 3. töflu.

En hver hreppti þá þetta eina jöfnunarsæti í Norðvesturkjördæmi? Viti menn, það var þó þrátt fyrir allt S-listinn sem fékk sætið, en ekki fyrr en komið var að úthlutun fjórða jöfnunarsætisins. Sjá má í 2. töflu að þrír listar eru með hærri sætistölu næsta sætis og þar af leiðandi með hærra sætishlutfall en S-listinn. Þetta eru B-listinn með 6,93%, D með 7,39% og V með langhæsta hlutfallið, eða 9,05%. Hví fær enginn þessara lista þetta áttunda sæti kjördæmisins heldur sá listi sem er þó í fjórða sæti þegar kæmi að úthlutun þess sætis á grundvelli úrslitanna í kjördæminu einu?

Svar við þessu er af tvennum toga: Í fyrsta lagi koma hvorki B-listinn né D-listinn til álita, þar sem flokkar þeirra eiga ekki tilkall til jöfnunarsæta. Hvað V-listann varðar, er það svo að hið eina jöfnunarsæti sem flokkur hans, Vinstri-grænir, fær í sinn hlut er það sjöunda í úthlutunarhrinu jöfnunarsæta, eins og lesa má í 3. töflu. Þegar þar er komið sögu er S-listinn þegar búinn að ná sætinu eins og fyrr segir.

Hér sjást glögglega áhrif þess að krafist er jöfnunar milli flokkanna á landsvísu. Það getur leitt til þess að jöfnunarsæti lendir ekki alltaf hjá þeim lista kjördæmis sem virðist best að því kominn.

Til fróðleiks sýnir 4. taflan hvernig úthlutun jöfnunarsætanna til lista í kjördæmunum gekk fyrir sig í heild í kosningunum 2016.

Ráðstöfun jöfnunarsæta 2016

Nr. jöfnunarsætis
Landstölur í stærðarröð
Bókstafur lista
Sætishlutfall lista
Kjördæmi lista
1
5447
S
6,39%
Suður
2
4526
A
7,22%
Reykjavík suður
3
3974
C
6,53%
Norðaustur
4
3631
S
6,29%
Norðvestur
5
3395
A
5,12%
Suðvestur
6
3312
C
6,43%
Suðvestur
7
3017
V
6,97%
Reykjavík norður
8
2839
C
6,36%
Reykjavík suður
9
2747
P
6,35%
Reykjavík norður

Tafla 4: Sýnir úthlutunarhrinu jöfnunarsæta í heild sinni.

Þar með er úthlutun þingsæta til flokka og lista þeirra lokið. Fá þá þeir frambjóðendur, sem eru nægilega ofarlega á listunum, sjálfkrafa þingsæti? Ekki er það tryggt þar sem kjósendur gætu hafa neytt réttar síns til útstrikana í þeim mæli að röð frambjóðenda riðlist. Um þennan þátt er fjallað í svari við spurningunni Hvað þarf til að frambjóðandi nái þingsæti?

Pólitísk áhrif kosningkerfa

Ef til vill felst undir niðri í spurningunni til Vísindavefsins hver kunni að vera áhrif okkar kosningakerfis á stjórnmálin, flokkamyndun og fleira. Stjórnmálastarf hvers lýðræðisríkis mótast mjög af því kosningakerfi sem notað er. Þar sem alfarið er kosið í einmenningskjördæmum, eins og til dæmis í Bretlandi og Bandaríkjunum, eru að jafnaði tveir sterkir flokkar og aðrir komast vart að. Þessu er öfugt farið þar sem keppt er að því að hver flokkur – að minnsta kosti yfir einhverju lágmarksfylgi – hljóti þingsæti í hlutfalli við atkvæðafylgi sitt. Sem fyrr segir er einmitt þetta lykilatriði í íslenska kosningakerfinu. Nánar er farið út í þessa sálma í svari við spurningunni Hvað þarf listi mikið fylgi til að hljóta sæti í alþingiskosningum?

Mynd:

Tilvísanir:
  1. ^ Nokkrum helstu úthlutunaraðferðum og eiginleikum þeirra er lýst í III. kafla greinar í veftímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla, 10. árg. haust 2014 en greinin ber heitið „Umbætur á ákvæðum um úthlutun þingsæta“. Sjá Umbætur á ákvæðum um úthlutun þingsæta - Helgason - Icelandic Review of Politics & Administration. (Sótt 27.09.2017).
  2. ^ Viðfangsefninu um útdeilingu jöfnunarsæta er nánar lýst í IV. kafla í fyrrnefndri grein í veftímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla.

Höfundur

Þorkell Helgason

prófessor emeritus

Útgáfudagur

12.10.2017

Síðast uppfært

24.10.2017

Spyrjandi

Úlfar Sævarsson

Tilvísun

Þorkell Helgason. „Hvernig virkar kosningakerfið á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 12. október 2017, sótt 31. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=27674.

Þorkell Helgason. (2017, 12. október). Hvernig virkar kosningakerfið á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=27674

Þorkell Helgason. „Hvernig virkar kosningakerfið á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 12. okt. 2017. Vefsíða. 31. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=27674>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig virkar kosningakerfið á Íslandi?
Hér er fyrri hluta lengri spurningar frá Úlfari svarað. Þetta er fyrsta svarið af þremur um kosningakerfið. Spurningin öll hljóðaði svona:

Hvernig virkar kosningakerfið á Íslandi, hvað þurfa flokkar mikla kosningu til að koma manni á þing o.s.frv.?

Lykilatriðin í fyrirkomulagi kosninga til Alþingis eru þessi:
  • Þingmenn eru 63. Þessi tala hefur verið óbreytt frá því í kosningunum 1987.
  • Landinu er skipt upp í sex kjördæmi og í hverju þeirra eru kosnir 8 til 13 þingmenn. Fámennustu kjördæmin fá hlutfallslega fleiri þingmenn en þau fjölmennari og er þar allt að helmingsmunur á.
  • Boðnir eru fram listar sem verða að vera með tvöfalt fleiri nöfnum en kjósa skal í kjördæminu. Nöfnum á listunum skal vera raðað og hljóta þá frambjóðendur hvers lista að öðru óbreyttu sætin í þeirri sömu röð.
  • Kjósendur merkja við lista, en geta líka haft nokkur en takmörkuð áhrif á hverjir frambjóðenda listans ná kjöri.
  • Við úthlutun þingsæta er það meginmarkmið að ná sem mestum hlutfallslegum jöfnuði milli flokka hvort sem er í einstökum kjördæmum en þó umfram allt á landsvísu. Hafi til dæmis listi fengið 20% fylgi í tíu manna kjördæmi er stefnt að því að hann hljóti 2 sæti kjördæmisins, hvorki færri né fleiri. Og sé sá flokkur sem að listanum stendur með sama fylgi, 20%, á landinu öllu er ætlunin að flokkurinn nái 12 eða 13 af þingsætunum 63.

Þessum þáttum kosningakerfisins verður nú lýst nánar. Lýsingin byggir á ákvæðum gildandi kosningalaga frá lokum síðustu aldar, lög nr. 24/2000, sem aftur hvíla á stjórnarskrárbreytingu árinu áður. Til skýringar verður stuðst við úrslit kosninga til Alþingis 29. október 2016.

Kjördæmaskipan

Kjördæmi á Íslandi eru nú sex og skal við kosningar sem verða haldnar 28. október 2017 kjósa 8 upp í 13 þingmenn í hverju þeirra. Alls eru þetta 63 þingsæti. Þingsætin eru af tvennum toga, kjördæmissæti og jöfnunarsæti. Nánar tiltekið eru skipting sætanna eins og lesa má í 1. töflu, samanber líka landakortið:

Þingsæti 2013, 2016 og 2017

Kjördæmi
Kjördæmissæti
Jöfnunarsæti
Þingsæti alls
Norðvestur
7
1
8
Norðaustur
9
1
10
Suður
9
1
10
Suðvestur
11
2
13
Reykjavík suður
9
2
11
Reykjavík norður
9
2
11
Landið allt
54
9
63

Tafla 1: Sýnir tölu kjördæmis- og jöfnunarsæta í hverju kjördæmi en á kortinu hér fyrir neðan má sjá í grófum dráttum landfræðilega skiptingu kjördæmanna.

Landfræðileg skipting kjördæma.

Í kosningalögunum er kveðið á um að kjördæmissæti geta færst að nokkru leyti á milli kjördæma. Þannig hafa tvö sæti verið færð frá Norðvesturkjördæmi til þess í suðvestri á gildistíma laganna. Um þetta má lesa meira í svari við spurningunni Hvað þarf listi mikið fylgi til að hljóta sæti í alþingiskosningum?

Flokkar bjóða fram lista í einstökum kjördæmum, flestir í öllum en ekki er gerð krafa um það. Kjósendur merkja við einn og aðeins einn lista í því kjördæmi sem þeir hafa lögheimili.

Úthlutun þingsæta fer fram í þremur meginskrefum þar sem eitt tekur við af öðru:
  • Úthlutun kjördæmissætanna 54, innan hvers kjördæmis.
  • Skipting jöfnunarsæta á milli flokkana eftir landsfylgi.
  • Ráðstöfun jöfnunarsætanna til lista viðkomandi flokka.

Þessum skrefum verður nú lýst hverju fyrir sig og nánar skýrð með vísun til úrslita kosninganna 2016.

Úthlutun kjördæmissæta

Kjördæmissætunum er hér á landi úthlutað með aðferð sem oftast er eignuð nítjándu aldar Belganum Victor d'Hondt (1841-1901). Ýmsar aðrar aðferðir til hlutfallslegar úthlutunar tíðkast, til dæmis á hinum Norðurlöndunum.[1] Samkvæmt aðferð d'Hondts er búin til runa fyrir hvern lista sem fundin er þannig að fyrst kemur atkvæðatala listans deilt með 1 (það er að segja atkvæðatalan óbreytt), þá deilt með 2, síðan með 3 og svo framvegis, allt þar til að síðast er deilt með tölu kjördæmissæta ef þarf. Nefnum þessar útkomutölur atkvæði í sæti listans, eða til hægðarauka sætistölur.

Fundnar skulu hæstu sætistölurnar í þessum talnarunum í heild sinni, jafnmargar og tala kjördæmissætanna. Þeir listar sem eiga þessar tölur fá þingsæti út á hverja þeirra og það í stærðarröð sætistalnanna. Dæmi um þessa útreikninga er að finna í 2. töflu.

Tafla 2: Sýnir í efstu línu atkvæðatölur og síðan atkvæði á einstök sæti lista, sætistölur þeirra. Kjördæmissætin eru hér sjö og svara til sjö hæstu sætistalnanna, en stærðarröð þeirra er sýnd innan sviga. Til dæmis er lægsta sætistalan af þessum sjö 1650, raunar 1650 1/3. Hún er hjá D-listanum og gefur honum þriðja sæti sitt, það sjöunda í kjördæminu. Taflan er einfölduð þar sem einungis er sýnd næsta sætistalan á eftir hverri þeirra sem leiðir til úthlutunar. Aðrar tölur skipta ekki máli. Tvær neðstu talnalínur töflunnar koma við sögu síðar.

Þess má geta að allt sem hér hefur verið sagt um úthlutun kjördæmissæta á eins við þegar sætum er úthlutað til sveitarstjórna, samanber lög nr. 5/1998 .

Skipting jöfnunarsæta

Þegar kjördæmissætunum hefur verið úthlutað þarf fyrst að gæta að því hvaða flokkar, eða stjórnmálasamtök eins og þeir heita í kosningalögunum, komast yfir þröskuld sem settur er. Það er skilyrði til að eiga þátttökurétt á jöfnunarsætum að hafa fengið að minnsta kosti 5% af gildum atkvæðum á landinu öllu, eins og segir í 1. mgr. 108. gr. kosningalaganna. Skiptir þá engu máli hvort listi hefur þegar hlotið kjördæmissæti eða ekki, en það var aftur á móti skilyrði alla tíð fram að síðustu aldamótum.

Þegar þeir flokkar hafa verið fjarlægðir sem ekki ná þessum þröskuldi er farið eins að með landið allt og um einstök kjördæmi, nema hvað nú er ekki byrjað frá byrjun heldur haldið áfram að reikna sætistölur frá þeim sætum sem hver flokkur hefur þegar fengið í heild í kjördæmunum. Þessar sérstöku sætistölur eru kallaðar landstölur í kosningalögunum og verður það nafn notað hér. Þetta skýrist best með raunverulegu dæmi sem aftur er sótt í þingkosningarnar 2016 og sýnt er í 3. töflu.

Tafla 3: Sýnir í fyrstu talnalínu atkvæða hvers flokks samanlagt á landinu og síðan samtölu kjördæmissæta hjá hverjum þeirra. Allt er þetta aðeins fyrir þá flokka sem eiga tilkall til jöfnunarsæta, það er að segja þeirra sem hafa náð að minnsta kosti 5% heildartölu gildra atkvæða á landinu öllu. Þá er lína sem sýnir atkvæði að baki hinna kjördæmakjörnu, það er að segja sætistölu þess síðasta þeirra ef þeir hefðu verið landskjörnir. Til dæmis eru atkvæðin að baki kjördæmissætum Sjálfstæðisflokks (D) $\frac{54992}{21}=$ 2619 (eftir nálgun brotsins til heillar tölu). Þá tekur við sjálf úthlutun jöfnunarsætanna með því að halda áfram að reikna sætistölur í beinu framhaldi af því sem komið er af sætum. Þessar viðbótarsætistölur eru nefndar landstölur. Til dæmis er fyrsta landstalan sem reiknuð er fyrir flokkinn $\frac{54992}{21 + 1}=$ 2500 þar sem fyrsta deilitalan er tala kjördæmissæta 21 að einum viðbættum. Þar sem jöfnunarsætin eru níu eru fundnar níu hæstu landstölurnar í þessum neðri hluta töflunnar og röð þeirra auðkennd innan sviga.

Eins og nafn jöfnunarsætanna bendir til skal þeim ráðstafað „til jöfnunar milli stjórnmálasamtaka þannig að hver samtök fái þingmannatölu í sem fyllstu samræmi við heildaratkvæðatölu sína“ eins og mælt er fyrir í stjórnarskrá. Er þá að vísu litið fram hjá þeim flokkum sem ekki komast yfir 5%-þröskuldinn. Þetta ákvæði kom fyrst inn í stjórnarskrána 1984. Frá þingkosningunum 1987 til og með þeim 2009 dugðu jöfnunarsætin til að ná þessum umbeðna jöfnuði að fullu, það er að segja útkoman var eins og öllum þingsætum væri úthlutað á landsvísu en ekki í einstökum kjördæmum. Síðan hefur þetta ekki náðst, hvorki í kosningunum 2013 né heldur 2016.

Sé rýnt nánar í 3. töflu sést að væri úthlutað 10 jöfnunarsætum, en ekki 9, kæmi það í hlut Vinstri-grænna (V) á grundvelli landstölunnar 2742. Á hinn bóginn eru atkvæði að baki hinum kjördæmakjörnu bæði hjá Framsóknarflokki (B) og Sjálfstæðisflokki (D) lægri, 2724 annars vegar og 2619 hins vegar. Væri sætunum alfarið úthlutað á grundvelli heildaratkvæðatalna hlyti V sitt 11. þingsæti áður en kæmi til úthlutunar 21. sætisins til D, en B myndi þó halda sínum 8 sætum. Það náðist því ekki fullur jöfnuður milli stjórnmálasamtaka í þessum kosningum frekar en í kosningunum 2013, en þá var það Framsóknarflokkurinn (B) sem fékk sæti um of.

Ráðstöfun jöfnunarsætanna til flokkslista

Kálið er ekki sopið þó í ausuna sé komið. Nú er vitað hvað hver flokkur á að fá mörg jöfnunarsæti og fyrir liggur hvaða rými er fyrir þau í hverju kjördæmi, tvö í hverju hinna þriggja höfuðborgarkjördæma en eitt í hverju þeirra á landsbyggðinni. En eftir er að koma þeim til einstakra lista í þessum kjördæmum. Þetta viðfangsefni hefur verið löggjafanum fjötur um fót allt frá því að slík jöfnunarsæti komu til sögunnar 1934, þá undir nafninu uppbótarsæti. Um það viðfangsefni er til merkileg stærðfræði sem ekki verður rakin hér heldur farið yfir ákvæðin í gildandi lögum.[2]

Fyrst er frá því að segja að ráðstöfun jöfnunarsætanna fer fram í þeirri röð sem verður til við skiptingu þeirra á milli flokka, eins og sjá má í 3. töflu. Þar kemur fram að Samfylkingin (S) hlaut fyrsta jöfnunarsætið í kosningunum 2016. Þar með þarf að koma því sæti fyrir í einhverju kjördæmi. Þá segja lögin að finna skuli í hvaða kjördæmi listi flokksins njóti hlutfallslega mests fylgi og þá til næsta sætis á eftir kjördæmissætum listans. Þetta hlutfall reiknast af öllum gildum atkvæðum í kjördæminu og verður hér nefnt sætishlutfall.

Tökum aftur Norðvesturkjördæmi í kosningunum 2016 sem dæmi, sjá 2. töflu. Þar fékk S-listinn 1054 atkvæði en engan mann kjörinn við kjördæmisúthlutunina. Gild atkvæði voru 16760. Sætishlutfall listans var því $\frac{1054}{16760} =$ 6,29%. Þetta er sýnt neðst í 2. töflu, svo og hlutföll annarra lista.

Skyldi þetta hlutfall S-listans vera það hæsta hjá listum Samfylkingarinnar (S) á öllu landinu? Svo er reyndar ekki, sætishlutfallið er hæst í Suðurkjördæmi, 6,39%. Þangað fór því fyrsta jöfnunarsæti Samfylkingarinnar (S), sjá 3. töflu.

En hver hreppti þá þetta eina jöfnunarsæti í Norðvesturkjördæmi? Viti menn, það var þó þrátt fyrir allt S-listinn sem fékk sætið, en ekki fyrr en komið var að úthlutun fjórða jöfnunarsætisins. Sjá má í 2. töflu að þrír listar eru með hærri sætistölu næsta sætis og þar af leiðandi með hærra sætishlutfall en S-listinn. Þetta eru B-listinn með 6,93%, D með 7,39% og V með langhæsta hlutfallið, eða 9,05%. Hví fær enginn þessara lista þetta áttunda sæti kjördæmisins heldur sá listi sem er þó í fjórða sæti þegar kæmi að úthlutun þess sætis á grundvelli úrslitanna í kjördæminu einu?

Svar við þessu er af tvennum toga: Í fyrsta lagi koma hvorki B-listinn né D-listinn til álita, þar sem flokkar þeirra eiga ekki tilkall til jöfnunarsæta. Hvað V-listann varðar, er það svo að hið eina jöfnunarsæti sem flokkur hans, Vinstri-grænir, fær í sinn hlut er það sjöunda í úthlutunarhrinu jöfnunarsæta, eins og lesa má í 3. töflu. Þegar þar er komið sögu er S-listinn þegar búinn að ná sætinu eins og fyrr segir.

Hér sjást glögglega áhrif þess að krafist er jöfnunar milli flokkanna á landsvísu. Það getur leitt til þess að jöfnunarsæti lendir ekki alltaf hjá þeim lista kjördæmis sem virðist best að því kominn.

Til fróðleiks sýnir 4. taflan hvernig úthlutun jöfnunarsætanna til lista í kjördæmunum gekk fyrir sig í heild í kosningunum 2016.

Ráðstöfun jöfnunarsæta 2016

Nr. jöfnunarsætis
Landstölur í stærðarröð
Bókstafur lista
Sætishlutfall lista
Kjördæmi lista
1
5447
S
6,39%
Suður
2
4526
A
7,22%
Reykjavík suður
3
3974
C
6,53%
Norðaustur
4
3631
S
6,29%
Norðvestur
5
3395
A
5,12%
Suðvestur
6
3312
C
6,43%
Suðvestur
7
3017
V
6,97%
Reykjavík norður
8
2839
C
6,36%
Reykjavík suður
9
2747
P
6,35%
Reykjavík norður

Tafla 4: Sýnir úthlutunarhrinu jöfnunarsæta í heild sinni.

Þar með er úthlutun þingsæta til flokka og lista þeirra lokið. Fá þá þeir frambjóðendur, sem eru nægilega ofarlega á listunum, sjálfkrafa þingsæti? Ekki er það tryggt þar sem kjósendur gætu hafa neytt réttar síns til útstrikana í þeim mæli að röð frambjóðenda riðlist. Um þennan þátt er fjallað í svari við spurningunni Hvað þarf til að frambjóðandi nái þingsæti?

Pólitísk áhrif kosningkerfa

Ef til vill felst undir niðri í spurningunni til Vísindavefsins hver kunni að vera áhrif okkar kosningakerfis á stjórnmálin, flokkamyndun og fleira. Stjórnmálastarf hvers lýðræðisríkis mótast mjög af því kosningakerfi sem notað er. Þar sem alfarið er kosið í einmenningskjördæmum, eins og til dæmis í Bretlandi og Bandaríkjunum, eru að jafnaði tveir sterkir flokkar og aðrir komast vart að. Þessu er öfugt farið þar sem keppt er að því að hver flokkur – að minnsta kosti yfir einhverju lágmarksfylgi – hljóti þingsæti í hlutfalli við atkvæðafylgi sitt. Sem fyrr segir er einmitt þetta lykilatriði í íslenska kosningakerfinu. Nánar er farið út í þessa sálma í svari við spurningunni Hvað þarf listi mikið fylgi til að hljóta sæti í alþingiskosningum?

Mynd:

Tilvísanir:
  1. ^ Nokkrum helstu úthlutunaraðferðum og eiginleikum þeirra er lýst í III. kafla greinar í veftímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla, 10. árg. haust 2014 en greinin ber heitið „Umbætur á ákvæðum um úthlutun þingsæta“. Sjá Umbætur á ákvæðum um úthlutun þingsæta - Helgason - Icelandic Review of Politics & Administration. (Sótt 27.09.2017).
  2. ^ Viðfangsefninu um útdeilingu jöfnunarsæta er nánar lýst í IV. kafla í fyrrnefndri grein í veftímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla.

...