Í sjónvarpsþætti sem framleiddur er af BBC, Sannleikurinn um offitu, og sýndur var á RÚV í janúar 2021, heldur prófessor Steve Bloom því fram að ef fólk sem er of feitt léttist, minnki líkur á alzheimers-sjúkdómi. Er eitthvert samband á milli offitu og alzheimers?Lítið samband virðist vera milli offitu og alzheimers-sjúkdóms. Breska tímaritið Lancet hefur látið rýna í fjölmargar rannsóknir á áhættuþáttum fyrir heilabilun en alzheimers-sjúkdómur er algengasta orsök hennar. Niðurstaðan sem var birt sumarið 2020[1] er að hægt sé að koma í veg fyrir allt að 40% tilfella ef gripið er til allra hugsanlegra forvarna. Offita skýrir aðeins eitt prósentustig af tilfellunum samkvæmt þessari samantekt.
- ^ Gill Livingston, Jonathan Huntley, Andrew Sommerlad, David Ames, Clive Ballard, Geir Selbæk o.fl. Dementia prevention, intervention, and care: 2020 report of the Lancet Commission. Lancet 2020; 396: 413-446.
- ^ Emiliano Albanese, Benjamin Davis, Palmi V Jonsson, Milan Chang, Thor Aspelund o.fl. Overweight and Obesity in Midlife and Brain Structure and Dementia 26 Years Later: The AGES-Reykjavik Study. American J. of Epidemiology 2015;181:672-679.
- ECPOmedia.org. Höfundur myndar: Barattini Stefano. (Sótt 12.1.2022).