Er vitað hvort það sé satt, að hrafnar skipta með sér bóndabæjum?Íslendingar eiga margar þjóðsögur og frásagnir af hröfnum. Meðal annars herma gamlar sagnir að hrafnar haldi þing að hausti. Það kallast hrafnaþing eða héraðsþing. Í ritinu Grúsk V eftir Árna Óla segir að á þingunum skipi hrafnarnir sér niður á bæi til vetursetu. Í harðbýlu landi þar sem jarðbönn ríkja mikinn hluta vetrar hafa væntingar um æti á sorphaugum bæja haft það í för með sér að hrafnar héldu sig iðulega í nágrenni þeirra. Ólíklegt verður þó að teljast að hrafnarnir hafi meðvitað skipt sér niður á bæi.
- Árni Óla. 1976. Grúsk V. Ísafold. 248 bls.
- Maxpixel.net. (Sótt 7.2.2022).