Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig veit bensíndælan hvenær tankurinn er orðinn fullur?

Emelía Eiríksdóttir

Bensíndæla, sem einnig er stundum nefnd bensínbyssa, er uppbyggð þannig að þegar togað er í handfang hennar opnast ventill (einnig kallaður loki) inni í handfanginu og bensínið flæðir út um stút byssunnar. Þegar handfanginu er sleppt lokast ventillinn aftur og bensínið hættir að flæða út um stútinn.

Bensínið hættir að flæða þegar magnið í tanknum nær upp á stútinn.

Við enda stútsins er lítið gat að mjóu röri sem liggur eftir honum endilöngum að innanverðu. Þetta op má sjá ef horft er inn í stútinn, gatið er annað hvort utan á stútnum eða inni í honum. Bensíndælan er hönnuð þannig að þegar bensíni er dælt sogast loft inn um þetta gat. Loftið fer eftir rörinu yfir himnu (e. diaphragm) sem er í bensínbyssunni og sameinast svo bensíninu í byssunni. Þegar loft flæðir auðveldlega um himnuna helst hún útspennt en ef loftflæðið í gegnum rörið hindrast dregst himnan saman. Við það skýst pinni út frá himnunni sem veldur því að ventillinn lokast og bensínflæðið stoppar.

En hvað veldur því að loft hættir að flæða um rörið og ventillinn lokast? Þegar tankurinn á bílnum fyllist og stúturinn á byssunni liggur ofan í bensíninu hindrar bensínið loftflæðið um rörið. Bensín er mun þéttara en loft og á því mun erfiðara með að sogast inn í rörið. Við þetta myndast lofttæmi inni í rörinu sem dregur himnuna saman þar til áðurnefndur pinni verður þess valdandi að ventillinn lokast og flæði bensínsins stöðvast.

Á innanverðum stút bensínubyssunnar er mjótt rör sem kemur við sögu þegar bensín hættir að streyma úr stútnum.

Þegar bensínflæðið stöðvast af sjálfu sér er oft hægt að dæla örlítið meira bensíni á tankinn. Það er vegna þess að þegar yfirborð bensínsins er nánast farið að snerta stút bensínbyssunnar á bensínið það til að freyða smávegis eða frussast upp í litla gatið með þeim afleiðingum að ventillinn lokast. Þá er hægt að taka aftur í handfang byssunnar og bæta smá bensíni á og jafnvel endurtaka þetta tvisvar eða þrisvar sinnum eða þar til stútur bensínbyssunnar liggur ofan í bensíninu.

Sjálfslökkvibúnaður bensínbyssunnar byggir sem sagt á eðlisfræði þar sem eignleikar vökva og lofts, flæði, þrýstingur, vogarafl og lofttæmi koma við sögu. Þennan búnað fann Bandaríkjamaðurinn Richard C. Corson upp árið 1939 í New York.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Emelía Eiríksdóttir

efnafræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

22.10.2021

Síðast uppfært

23.10.2021

Spyrjandi

Þórdís Björg Björgvinsdóttir, Hlynur Gíslason

Tilvísun

Emelía Eiríksdóttir. „Hvernig veit bensíndælan hvenær tankurinn er orðinn fullur?“ Vísindavefurinn, 22. október 2021, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=52214.

Emelía Eiríksdóttir. (2021, 22. október). Hvernig veit bensíndælan hvenær tankurinn er orðinn fullur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=52214

Emelía Eiríksdóttir. „Hvernig veit bensíndælan hvenær tankurinn er orðinn fullur?“ Vísindavefurinn. 22. okt. 2021. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=52214>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig veit bensíndælan hvenær tankurinn er orðinn fullur?
Bensíndæla, sem einnig er stundum nefnd bensínbyssa, er uppbyggð þannig að þegar togað er í handfang hennar opnast ventill (einnig kallaður loki) inni í handfanginu og bensínið flæðir út um stút byssunnar. Þegar handfanginu er sleppt lokast ventillinn aftur og bensínið hættir að flæða út um stútinn.

Bensínið hættir að flæða þegar magnið í tanknum nær upp á stútinn.

Við enda stútsins er lítið gat að mjóu röri sem liggur eftir honum endilöngum að innanverðu. Þetta op má sjá ef horft er inn í stútinn, gatið er annað hvort utan á stútnum eða inni í honum. Bensíndælan er hönnuð þannig að þegar bensíni er dælt sogast loft inn um þetta gat. Loftið fer eftir rörinu yfir himnu (e. diaphragm) sem er í bensínbyssunni og sameinast svo bensíninu í byssunni. Þegar loft flæðir auðveldlega um himnuna helst hún útspennt en ef loftflæðið í gegnum rörið hindrast dregst himnan saman. Við það skýst pinni út frá himnunni sem veldur því að ventillinn lokast og bensínflæðið stoppar.

En hvað veldur því að loft hættir að flæða um rörið og ventillinn lokast? Þegar tankurinn á bílnum fyllist og stúturinn á byssunni liggur ofan í bensíninu hindrar bensínið loftflæðið um rörið. Bensín er mun þéttara en loft og á því mun erfiðara með að sogast inn í rörið. Við þetta myndast lofttæmi inni í rörinu sem dregur himnuna saman þar til áðurnefndur pinni verður þess valdandi að ventillinn lokast og flæði bensínsins stöðvast.

Á innanverðum stút bensínubyssunnar er mjótt rör sem kemur við sögu þegar bensín hættir að streyma úr stútnum.

Þegar bensínflæðið stöðvast af sjálfu sér er oft hægt að dæla örlítið meira bensíni á tankinn. Það er vegna þess að þegar yfirborð bensínsins er nánast farið að snerta stút bensínbyssunnar á bensínið það til að freyða smávegis eða frussast upp í litla gatið með þeim afleiðingum að ventillinn lokast. Þá er hægt að taka aftur í handfang byssunnar og bæta smá bensíni á og jafnvel endurtaka þetta tvisvar eða þrisvar sinnum eða þar til stútur bensínbyssunnar liggur ofan í bensíninu.

Sjálfslökkvibúnaður bensínbyssunnar byggir sem sagt á eðlisfræði þar sem eignleikar vökva og lofts, flæði, þrýstingur, vogarafl og lofttæmi koma við sögu. Þennan búnað fann Bandaríkjamaðurinn Richard C. Corson upp árið 1939 í New York.

Heimildir og myndir:...