Hvað er klíð eða klíðir eins og í „ég er í miðjum klíðum“ (við tiltekna athöfn) og tengist það eitthvað klíðinu í hveitiklíði?Orðið klíð merkir ‘vefjarstykki, það sem ofið er í einu stykki’. Orðatiltækið í miðjum klíðum merkir þá að ‘hætta við eitthvað í miðju kafi, áður en verkinu er lokið’. Það þekkist frá fyrri hluta 19. aldar. Í bréf frá Tómasi Sæmundssyni er þetta dæmi frá 1837:
ef þín misti við í miðjum klíðum.og í Safni Fræðafélagsins frá svipuðum tíma er þetta dæmi:
en Félag ockar kafnadi í midjum Klídum
- Íslensk orðabók. 2002. Ritstjóri Mörður Árnason. Edda, Reykjavík.
- Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. (Sótt 4.1.2023).