Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5971 svör fundust
Hvaða viðurlög eru við kosningasvindli og hversu vel er því fylgt eftir að slíkt eigi sér ekki stað?
Eitt af því sem einkennir nútímalýðræðisríki er að menn geti nýtt kosningarétt sinn, eins og þeir sjálfir kjósa, án þess að vera beittir þvingunum af hálfu annarra eða eiga á hættu að vera beittir einhvers konar viðurlögum, ef þeir greiða atkvæði á tiltekinn hátt. Af þeim sökum er svo fyrir mælt í 31. gr. stjórna...
Hvað unnu Gracchusarbræður sér helst til frægðar?
Bræðurnir Tiberius Sempronius Gracchus (164 – 133 f.Kr.) og Gaius Sempronius Gracchus (153 – 121 f.Kr.) voru rómverskir stjórnmálamenn sem reyndu að koma á ýmsum umbótum en fengu upp á móti sér íhaldssama stjórnmálamenn úr röðum yfirstéttarinnar og létust báðir í átökum við andstæðinga sína. Tiberius Gracchus v...
Hvað er sjávartengd ferðaþjónusta?
Sjávartengd ferðaþjónusta er ferðamennska á eða við sjó. Þessi tegund ferðamennsku er einkar mikilvæg eylöndum þar sem þau eru umlukin sjó og hafið hefur alltaf skipt miklu máli fyrir afkomu, samgöngur og menningu. Maðurinn hefur frá fornu fari leitað til hafs og strandar, ekki bara sér til lífsviðurværis, hel...
Hvað hét kona Sókratesar og hvað er vitað um hana?
Kona Sókratesar hét Xanþippa. Hún er einkum þekkt fyrir að vera skapmikil og erfið í sambúð. Xanþippa kemur meðal annars fyrir í samræðunni Fædoni eftir Platon (427 – 347 f.Kr.) sem var lærisveinn Sókratesar. Þar situr Xanþippa hjá manni sínum með son þeirra í kjöltunni í fangelsinu daginn sem dauðadómi hans skal ...
Er það siðlaust eða óheilbrigt að systkinabörn gifti sig og eignist börn?
Þessari spurningu er auðsvarað frá mínu sjónarmiði sem sagnfræðings: Nei, hvorugt. Einhverjum kann að finnast ósmekklegt að börn systkina gangi í hjónaband og líklega er það fátítt nú orðið, en ætti samt ekki að stangast á við siðferðiskennd nokkurs manns. Á miðöldum máttu ekki fjórmenningar giftast eða eignast...
Hvað gerist ef ég tek smurða brauðsneið, festi hana við bakið á ketti og kasta honum upp í loft?
Lesendur Vísindavefsins hefur vafalaust rennt í grun að ritstjórnin sé skipuð fólki sem dreymdi einu sinni um að vinna Nóbelsverðlaun fyrir framlag sitt til vísindanna. Það er líka alveg rétt. Hitt er svo einnig augljóst að fyrst þau vinna á Vísindavefnum er lítil von til að þessi draumur rætist. Annar raunhæfari ...
Hver er uppruni orðsins víkingur? Gæti verið að þessi „stétt“ fornmanna hafi komið frá Vík í Noregi?
Í held sinni hljóðar spurningin svona:Ég hef hvergi rekist á þá skýringu að starfsheitið „víkingur“ kunni að vera tilkomið vegna þess að upprunalega hafi þessi „stétt“ fornmanna komið frá, eða þeir lagt upp frá Vík í Noregi. Er mögulegt að þetta kunni að vera skýringin? Um uppruna orðanna víkingur og verknaðarh...
Hvað hefur vísindamaðurinn Guðlaugur Jóhannesson rannsakað?
Guðlaugur Jóhannesson er fræðimaður við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands og við Norrænu stofnunina í kennilegri eðlisfræði (NORDITA) í Stokkhólmi. Fræðasvið Guðlaugs er stjarneðlisfræði. Hann hefur unnið að margvíslegum verkefnum í tengslum við mælingar og túlkanir mælinga á háorku gammageislum og geimgeislum. ...
Af hverju þurfa tenniskonur að spila í pilsum?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Á hvaða forsendum eru kvenkyns tennisspilarar skikkaðir til að vera í pilsum, meðan karlarnir mega bara ráða þessu sín megin? Og þá ekki síður, hvers vegna hefur enginn reynt/tekist að breyta þessu fáránlega karlrembulega misræmi?! Stutta svarið við spurningunni er að engar alm...
Af hverju lifa íkornar ekki á Íslandi?
Í stuttu máli eru ástæður þess að íkornar lifa ekki hér á landi þær að þeir komast ekki til landsins af sjálfsdáðum, hafa ekki borist hingað óviljandi með fólki og ekki er leyfilegt að flytja þá inn. Landdýralíf á Íslandi er mjög fábrotið vegna einangrunar landsins. Aðeins sex tegundir teljast til villtrar spe...
Hverjar eru hugmyndir Platons um eðli og hlutverk karla og kvenna?
Þegar haft er í huga að heimspeki vestrænnar menningar hefur verið sögð lítið annað en “neðanmálsgreinar við heimspeki Platons” (A. N. Whitehead) er ekki að undra að hugmyndir Platons um kynin hafi í ríkum mæli mótað skilning okkar á hlutverkum kynjanna. Í heimspeki Platons er að finna tvíhyggju hins karllega og h...
Geta hestar orðið þunglyndir?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Geta hross og önnur spendýr orðið þunglynd eða verið með annars konar geðraskanir eins og kvíða og streituröskun eða eitthvað álíka? Langt er síðan mönnum varð ljóst að mörgum villtum dýrum líður illa þegar frelsi þeirra er skert og þau fá ekki að njóta eðlilegra sam...
Hvernig var tónlistin á árunum 1400-1600?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvernig var tónlistin á árunum 1400-1600? Og hvað voru svona algengustu hljóðfæri? Og hver voru bestu og frægustu tónskáldin? Og hvernig var þetta? Svara eins fljótt og hægt er og ekkert hangs og ekkert vesen? Ég fann bara eitthvað smá á Google.com en það var ekki eins mi...
Hvar eru mestu stríðsminjar á Íslandi?
Því er til að svara að minjar stríðs geta verið margs konar. Þær geta verið leifar bygginga, tækja og búnaðar sem tengjast herliði en þær geta líka verið leifar áhrifa hersetuliða á tungumál. Félagsleg samskipti ólíkra menningarheima, samskipti erlendra hermanna og íslensks kvenfólks sem meðal annars leiddi af sér...
Hver var Johann Gottfried Herder og hverjar voru hugmyndir hans um Evrópuþjóðir og þjóðir almennt?
Johann Gottfried Herder (1744-1803) var fæddur í bænum Mohrungen í Austur-Prússlandi (nú Morag í Póllandi). Hann lærði guðfræði, heimspeki og bókmenntir við háskólann í Königsberg, þar sem hann kynntist meðal annars bæði Immanúel Kant (1724-1804) og Johann Georg Hamann (1730-1788), en hinn síðarnefndi var einn áhr...