Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Guðlaugur Jóhannesson rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Guðlaugur Jóhannesson er fræðimaður við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands og við Norrænu stofnunina í kennilegri eðlisfræði (NORDITA) í Stokkhólmi. Fræðasvið Guðlaugs er stjarneðlisfræði. Hann hefur unnið að margvíslegum verkefnum í tengslum við mælingar og túlkanir mælinga á háorku gammageislum og geimgeislum.

Geimgeislar eru fulljónaðar frumeindir sem ferðast með hraða nálægt ljóshraða og eiga uppruna sinn utan jarðar. Vegna mikillar orku sinnar geta geislarnir haft áhrif á þróun annarra hluta í geimnum, allt frá vetrarbrautum niður í myndun sólkerfa. Þeir eru einnig taldir geta haft áhrif á þróun lífs. Háorku gammageislar er rafsegulgeislun þar sem orka einstakra ljóseinda er meira en 100 milljón sinnum meiri en orka ljóseinda í sýnilegu ljósi. Þessir gammageislar eru ekki taldir hafa áhrif á þróun heimsins en mælingar á þeim gefa okkur mikilvægar upplýsingar um orkumikil ferli í alheiminum, meðal annars um uppruna og þróun geimgeisla.

Guðlaugur hefur unnið að margvíslegum verkefnum í tengslum við mælingar og túlkanir mælinga á háorku gammageislum og geimgeislum.

Hvorki geimgeislar né háorku gammageislar komast óhindrað í gegnum lofthjúp jarðar svo mælingar á þeim fara að mestu leyti fram með mælitækjum um borð í gervitunglum. Dæmi um mælitæki eru Fermi-LAT fyrir háorku gammageisla og AMS-02 og Voyager-1 fyrir geimgeisla. Guðlaugur hefur unnið með gögn frá öllum þessum mælitækjum en þau eru öllum opin og aðgengileg, eins og við á um mörg gögn í stjarneðlisfræði. Með stjarneðlisfræðilegu líkani og tölfræðilegum aðferðum má nota gögnin til að læra um uppruna og dreifingu geimgeisla í Vetrarbrautinni. Guðlaugur hefur verið í fremstu röð undanfarin ár við túlkanir á mælingum á geimgeislum og háorku gammageislum.

Myndin sýnir kort af dreifingu gammageisla sem LAT-sjónaukinn hefur numið. Kortið er í vetrarbrautarhnitum þar sem miðja Vetrarbrautarinnar er í miðju myndarinnar. Rauði og guli liturinn sýna svæði með meiri geislun.

Guðlaugur er fæddur í Reykjavík árið 1978. Hann varð stúdent af eðlisfræði- og náttúrufræðibraut við Fjölbrautaskóla Suðurlands árið 1998 og kláraði BS-nám í eðlisfræði við Háskóla Íslands árið 2002. Hann vann doktorsverkefni sitt við sama skóla undir handleiðslu Gunnlaugs Björnssonar og Einars H. Guðmundssonar og varði verkefni sitt árið 2006, fyrsta doktorsverkefni í stjarneðlisfræði við Háskóla Íslands. Guðlaugur hélt eftir doktorsnámið til Stanford árið 2007 þar sem hann gerðist þáttakandi í Fermi-LAT-samstarfinu, alþjóðlegu samstarfi fjölda háskóla í 13 löndum sem sér um úrvinnslu á gögnum úr Fermi-LAT-sjónaukanum. Árið 2010 hóf hann störf við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands og 2016 fékk hann sameiginlega stöðu við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands og NORDITA.

Mynd:

Útgáfudagur

7.5.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Guðlaugur Jóhannesson rannsakað?“ Vísindavefurinn, 7. maí 2018, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75804.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 7. maí). Hvað hefur vísindamaðurinn Guðlaugur Jóhannesson rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75804

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Guðlaugur Jóhannesson rannsakað?“ Vísindavefurinn. 7. maí. 2018. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75804>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Guðlaugur Jóhannesson rannsakað?
Guðlaugur Jóhannesson er fræðimaður við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands og við Norrænu stofnunina í kennilegri eðlisfræði (NORDITA) í Stokkhólmi. Fræðasvið Guðlaugs er stjarneðlisfræði. Hann hefur unnið að margvíslegum verkefnum í tengslum við mælingar og túlkanir mælinga á háorku gammageislum og geimgeislum.

Geimgeislar eru fulljónaðar frumeindir sem ferðast með hraða nálægt ljóshraða og eiga uppruna sinn utan jarðar. Vegna mikillar orku sinnar geta geislarnir haft áhrif á þróun annarra hluta í geimnum, allt frá vetrarbrautum niður í myndun sólkerfa. Þeir eru einnig taldir geta haft áhrif á þróun lífs. Háorku gammageislar er rafsegulgeislun þar sem orka einstakra ljóseinda er meira en 100 milljón sinnum meiri en orka ljóseinda í sýnilegu ljósi. Þessir gammageislar eru ekki taldir hafa áhrif á þróun heimsins en mælingar á þeim gefa okkur mikilvægar upplýsingar um orkumikil ferli í alheiminum, meðal annars um uppruna og þróun geimgeisla.

Guðlaugur hefur unnið að margvíslegum verkefnum í tengslum við mælingar og túlkanir mælinga á háorku gammageislum og geimgeislum.

Hvorki geimgeislar né háorku gammageislar komast óhindrað í gegnum lofthjúp jarðar svo mælingar á þeim fara að mestu leyti fram með mælitækjum um borð í gervitunglum. Dæmi um mælitæki eru Fermi-LAT fyrir háorku gammageisla og AMS-02 og Voyager-1 fyrir geimgeisla. Guðlaugur hefur unnið með gögn frá öllum þessum mælitækjum en þau eru öllum opin og aðgengileg, eins og við á um mörg gögn í stjarneðlisfræði. Með stjarneðlisfræðilegu líkani og tölfræðilegum aðferðum má nota gögnin til að læra um uppruna og dreifingu geimgeisla í Vetrarbrautinni. Guðlaugur hefur verið í fremstu röð undanfarin ár við túlkanir á mælingum á geimgeislum og háorku gammageislum.

Myndin sýnir kort af dreifingu gammageisla sem LAT-sjónaukinn hefur numið. Kortið er í vetrarbrautarhnitum þar sem miðja Vetrarbrautarinnar er í miðju myndarinnar. Rauði og guli liturinn sýna svæði með meiri geislun.

Guðlaugur er fæddur í Reykjavík árið 1978. Hann varð stúdent af eðlisfræði- og náttúrufræðibraut við Fjölbrautaskóla Suðurlands árið 1998 og kláraði BS-nám í eðlisfræði við Háskóla Íslands árið 2002. Hann vann doktorsverkefni sitt við sama skóla undir handleiðslu Gunnlaugs Björnssonar og Einars H. Guðmundssonar og varði verkefni sitt árið 2006, fyrsta doktorsverkefni í stjarneðlisfræði við Háskóla Íslands. Guðlaugur hélt eftir doktorsnámið til Stanford árið 2007 þar sem hann gerðist þáttakandi í Fermi-LAT-samstarfinu, alþjóðlegu samstarfi fjölda háskóla í 13 löndum sem sér um úrvinnslu á gögnum úr Fermi-LAT-sjónaukanum. Árið 2010 hóf hann störf við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands og 2016 fékk hann sameiginlega stöðu við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands og NORDITA.

Mynd:

...