Á hvaða forsendum eru kvenkyns tennisspilarar skikkaðir til að vera í pilsum, meðan karlarnir mega bara ráða þessu sín megin? Og þá ekki síður, hvers vegna hefur enginn reynt/tekist að breyta þessu fáránlega karlrembulega misræmi?!Stutta svarið við spurningunni er að engar almennar reglur mæla fyrir um að konur leiki tennis í pilsum. Hins vegar er löng hefð fyrir þeim klæðnaði en margt bendir þó til að sú hefð sé á undanhaldi. Þau sem hafa fylgst með tennis hafa örugglega veitt því athygli að kvenskyns tennisspilarar eru nánast alltaf í stuttum pilsum. Þess vegna er ekki óeðlilegt að draga þá ályktun að þetta sé sá búningur sem gerð er krafa um. Ýmsar hefðir og í sumum tilfellum reglur gilda um klæðaburð á tennismótum og eins hafa tennisklúbbar oft sett sér sínar reglur um viðeigandi klæðnað sem meðlimum er ætlað að fylgja þegar þeir iðka íþróttina innan klúbbsins.

Franska tenniskonan Suzanne Lenglen sýnir listir sínar árið 1914 íklædd síðu pilsi sem þá þótti viðeigandi klæðnaður í þá daga. Tennispils eru enn hluti af hefðbundnum fatnaði tenniskvenna en hafa styst mikið í gegnum tíðina.

Hin bandaríska Serena Williams klæddist buxum á Opna franska tennismótinu árið 2018.
- Alþjóða tennissambandið (ITF). (Sótt 23.5.2022).
- Grand Slam Board. 2022 Official Grand Slam Rule Book. (Sótt 23.5.2022).
- Clothing and Equipment - Wimbledon.com. (Sótt 23.5.2022).
- Women's Tennis Association. 2019 Official Rulebook. (Sótt 23.5.2022).
- Raisa Bruner. (2013, 2. júlí). Why Wimbledon Players Have to Wear All White. Time. (Sótt 23.5.2022).
- How to Dress for Tennis (Beginner’s Guide) - My Tennis HQ’s. (Sótt 23.5.2022).
- Ross Wilson. (2022, 20. mars). Can Female Tennis Players Wear Shorts? (Sótt 23.5.2022).
- Saba Aziz, (2019, 20. febrúar). After catsuit controversy, women’s tennis ‘modernises’ dress code. Al Jazeera. (Sótt 23.5.2022)
- Suzanne Lenglen playing baseline 1914 | Picryl.com. (Sótt 23.5.2022).
- Williams S. RG18 (17) (41168711240).jpg | Wikimedia Commons. Birt undir Creative Commons Attribution-Share Alike 2.0 Generic leyfi. (Sótt 23.5.2022).