Á hvaða forsendum eru kvenkyns tennisspilarar skikkaðir til að vera í pilsum, meðan karlarnir mega bara ráða þessu sín megin? Og þá ekki síður, hvers vegna hefur enginn reynt/tekist að breyta þessu fáránlega karlrembulega misræmi?!Stutta svarið við spurningunni er að engar almennar reglur mæla fyrir um að konur leiki tennis í pilsum. Hins vegar er löng hefð fyrir þeim klæðnaði en margt bendir þó til að sú hefð sé á undanhaldi. Þau sem hafa fylgst með tennis hafa örugglega veitt því athygli að kvenskyns tennisspilarar eru nánast alltaf í stuttum pilsum. Þess vegna er ekki óeðlilegt að draga þá ályktun að þetta sé sá búningur sem gerð er krafa um. Ýmsar hefðir og í sumum tilfellum reglur gilda um klæðaburð á tennismótum og eins hafa tennisklúbbar oft sett sér sínar reglur um viðeigandi klæðnað sem meðlimum er ætlað að fylgja þegar þeir iðka íþróttina innan klúbbsins.
- Alþjóða tennissambandið (ITF). (Sótt 23.5.2022).
- Grand Slam Board. 2022 Official Grand Slam Rule Book. (Sótt 23.5.2022).
- Clothing and Equipment - Wimbledon.com. (Sótt 23.5.2022).
- Women's Tennis Association. 2019 Official Rulebook. (Sótt 23.5.2022).
- Raisa Bruner. (2013, 2. júlí). Why Wimbledon Players Have to Wear All White. Time. (Sótt 23.5.2022).
- How to Dress for Tennis (Beginner’s Guide) - My Tennis HQ’s. (Sótt 23.5.2022).
- Ross Wilson. (2022, 20. mars). Can Female Tennis Players Wear Shorts? (Sótt 23.5.2022).
- Saba Aziz, (2019, 20. febrúar). After catsuit controversy, women’s tennis ‘modernises’ dress code. Al Jazeera. (Sótt 23.5.2022)
- Suzanne Lenglen playing baseline 1914 | Picryl.com. (Sótt 23.5.2022).
- Williams S. RG18 (17) (41168711240).jpg | Wikimedia Commons. Birt undir Creative Commons Attribution-Share Alike 2.0 Generic leyfi. (Sótt 23.5.2022).