Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er uppruni orðsins víkingur? Gæti verið að þessi „stétt“ fornmanna hafi komið frá Vík í Noregi?

Gunnar Karlsson (1939-2019)

Í held sinni hljóðar spurningin svona:
Ég hef hvergi rekist á þá skýringu að starfsheitið „víkingur“ kunni að vera tilkomið vegna þess að upprunalega hafi þessi „stétt“ fornmanna komið frá, eða þeir lagt upp frá Vík í Noregi. Er mögulegt að þetta kunni að vera skýringin?

Um uppruna orðanna víkingur og verknaðarheitið víking hefur verið rætt og deilt að minnsta kosti síðan á 18. öld án þess að samstaða hafi orðið um eina niðurstöðu. Nú á tímum er venjulega talað um víkingaöld frá því í kringum 800 og fram á síðari hluta 11. aldar; oft eru lok hennar sett árið 1066 þegar Haraldur Noregskonungur harðráði féll í herferð á Englandi. En orðið víkingur virðist koma fyrir í engilsaxnesku máli fyrir 800, á rúnasteinum í Svíþjóð og Danmörku og nokkrum sinnum í textum sem voru skrifaðir á latínu og fleiri tungumálum í Evrópu á víkingaöld.

Þar sem orðið kemur svo snemma fyrir í ensku máli hafa sumir ályktað að víkingur væri engilsaxneskt tökuorð í norrænu, leitt af wíc sem var haft um herbúðir norrænna manna í því máli. Síðar hefur orðið algengast að telja þau dregin af orðinu vík eða sérnafninu Vík sem var haft um haf- og landsvæðið austanfjalls í Noregi, þar sem nú er nefnt Oslófjörður og nágrenni hans. Er þá gert ráð fyrir að víkingar hafi upphaflega verið menn sem lægju í leyni í víkum fyrir skipum sem þeir vildu ræna eða að þeir væru sjóræningjar sem kæmu frá Víkinni.

Fleiri skýringar hafa komið fram. Hefur verið giskað á að orðið væri komið af orðinu víg: manndráp. Merkingar vegna ætti það ágætlega við, en þá er eftir að skýra hvernig g í víg gat breyst í k í víkingur. Til að gera það mögulegt hefur verið gert ráð fyrir að til hafi verið sögn leidd af víg: að *vígka. Enn önnur skýring er að orðið sé skylt víkja; víkingar hafi verið þeir sem viku burt að heiman og fóru í ránsferðir. Þessar síðasttöldu skýringar þykja þó flestum nokkuð langsóttar. Eftir standa sem algengar skýringar vík og Víkin. Til stuðnings Víkur-kenningunni er nefnt að í fornum heimildum eru útrásarmenn frá Vestur-Noregi sem lögðu undir sig eða námu lönd á Bretlandseyjum, Færeyjum og Íslandi ekki kallaðir víkingar. Orðið virðist eiga sér austrænni uppruna og hafa síðar breiðst út til vesturs.

Upphaflega voru víkingar eingöngu sjóræningjar; menn voru víkingar meðan þeir stunduðu víking en hvorki fyrr né síðar. Í þeirri merkingu var orðið notað um menn sem voru uppi löngu eftir lok víkingaaldar. Í Sturlunga sögu segir frá manni sem bjó á Brekku í Ólafsfirði á síðasta áratug 12. aldar en „hafði verit útan nökkura vetr ok verit í víkingu …“ Í Grágás, lögbók Íslendinga á þjóðveldistímanum, er orðið víkingur notað um hvers konar ræningja. Þar segir að þeir sem stundi hernað séu réttdræpir „og skal dæma af sektarfé víkingsins skaðabætur þeim mönnum er hinn hafði rænta …“ En á undanförnum áratugum hefur rutt sér til rúms, sjálfsagt fyrir áhrif frá ensku, sú merking orðsins að það vísi til allra Norðurlandabúa á víkingaöld. Virtir breskir fræðimenn hafa til dæmis skrifað bók sem heitir The Viking Achievement, og er það breið og almenn lýsing á menningu Norðurlandabúa á víkingaöld, ekki síst friðsamlegum þáttum hennar. Margir Íslendingar eru ósáttir við þessa merkingu, vilja alls ekki vera komnir af víkingum og segja að landnámsmenn Íslands hafi einmitt verið þeir sem kusu ekki víkingalífið. En líklega verðum við þó að sætta okkur við að þessi merking haldi áfram að vera til.

Í Grágás er orðið víkingur notað um hvers konar ræningja.

Svar mitt við spurningunni er þetta: Ég veit ekki af hverju orðið víkingur er dregið, en sú skoðun hefur lengi verið til að það hafi sprottið af landssvæðisheitinu Vík austanfjalls í Noregi. Fyrirspyrjandi hefur fengið góða hugmynd.

Heimildir og myndir:

  • Árni Björnsson: „Fri os fra vikingerne.“ Fólkaleikur. Heiðursrit til Joan Paula Joensen. Ritstjórnað hevur Andras Mortensen (Tórshavn, Føroya Fróðskaparfelag, 2005), 53–61.
  • Ásgeir Blöndal Magnússon: Íslensk orðsifjabók. Reykjavík, Orðabók Háskólans, 1989.
  • Foote, Peter and David M. Wilson: The Viking Achievement. The society and culture of early medieval Scandinavia. London, Sidgwick & Jackson, 1970.
  • Grágás. Lagasafn íslenska þjóðveldisins. Gunnar Karlsson, Kristján Sveinsson, Mörður Árnason sáu um útgáfuna. Reykjavík, Mál og menning, 1992.
  • Hødnebø, Finn: „Viking.“ Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder XX (1976), 20–25.
  • Sturlunga saga. Jón Jóhannesson, Magnús Finnbogason og Kristján Eldjárn sáu um útgáfuna. I. Reykjavík, Sturlunguútgáfan, 1946.
  • Loftmynd: Google Map of Norway - Nations Online Project. (Sótt 23. 5. 2014).
  • Mynd af víkingum: Were the Vikings just vicious vandals? | Katec1. (Sótt 23. 5. 2014).


Hér er einnig svarað spurningunni:
  • Fyrir u.þ.b. 50 árum heyrði ég Björn Þorsteinsson, sagnfræðing, segja að hugtakið "víkingur" væri upprunalega komið frá Víkinni í Noregi. Ég hef ekki getað fundið að fleiri sagnfræðingar væru því sammála?"

Höfundur

Gunnar Karlsson (1939-2019)

prófessor emeritus í sagnfræði við HÍ

Útgáfudagur

28.5.2014

Spyrjandi

Þórarinn Guðnason, Birna G. Bjarnleifsdóttir

Tilvísun

Gunnar Karlsson (1939-2019). „Hver er uppruni orðsins víkingur? Gæti verið að þessi „stétt“ fornmanna hafi komið frá Vík í Noregi?“ Vísindavefurinn, 28. maí 2014, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=67036.

Gunnar Karlsson (1939-2019). (2014, 28. maí). Hver er uppruni orðsins víkingur? Gæti verið að þessi „stétt“ fornmanna hafi komið frá Vík í Noregi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=67036

Gunnar Karlsson (1939-2019). „Hver er uppruni orðsins víkingur? Gæti verið að þessi „stétt“ fornmanna hafi komið frá Vík í Noregi?“ Vísindavefurinn. 28. maí. 2014. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=67036>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er uppruni orðsins víkingur? Gæti verið að þessi „stétt“ fornmanna hafi komið frá Vík í Noregi?
Í held sinni hljóðar spurningin svona:

Ég hef hvergi rekist á þá skýringu að starfsheitið „víkingur“ kunni að vera tilkomið vegna þess að upprunalega hafi þessi „stétt“ fornmanna komið frá, eða þeir lagt upp frá Vík í Noregi. Er mögulegt að þetta kunni að vera skýringin?

Um uppruna orðanna víkingur og verknaðarheitið víking hefur verið rætt og deilt að minnsta kosti síðan á 18. öld án þess að samstaða hafi orðið um eina niðurstöðu. Nú á tímum er venjulega talað um víkingaöld frá því í kringum 800 og fram á síðari hluta 11. aldar; oft eru lok hennar sett árið 1066 þegar Haraldur Noregskonungur harðráði féll í herferð á Englandi. En orðið víkingur virðist koma fyrir í engilsaxnesku máli fyrir 800, á rúnasteinum í Svíþjóð og Danmörku og nokkrum sinnum í textum sem voru skrifaðir á latínu og fleiri tungumálum í Evrópu á víkingaöld.

Þar sem orðið kemur svo snemma fyrir í ensku máli hafa sumir ályktað að víkingur væri engilsaxneskt tökuorð í norrænu, leitt af wíc sem var haft um herbúðir norrænna manna í því máli. Síðar hefur orðið algengast að telja þau dregin af orðinu vík eða sérnafninu Vík sem var haft um haf- og landsvæðið austanfjalls í Noregi, þar sem nú er nefnt Oslófjörður og nágrenni hans. Er þá gert ráð fyrir að víkingar hafi upphaflega verið menn sem lægju í leyni í víkum fyrir skipum sem þeir vildu ræna eða að þeir væru sjóræningjar sem kæmu frá Víkinni.

Fleiri skýringar hafa komið fram. Hefur verið giskað á að orðið væri komið af orðinu víg: manndráp. Merkingar vegna ætti það ágætlega við, en þá er eftir að skýra hvernig g í víg gat breyst í k í víkingur. Til að gera það mögulegt hefur verið gert ráð fyrir að til hafi verið sögn leidd af víg: að *vígka. Enn önnur skýring er að orðið sé skylt víkja; víkingar hafi verið þeir sem viku burt að heiman og fóru í ránsferðir. Þessar síðasttöldu skýringar þykja þó flestum nokkuð langsóttar. Eftir standa sem algengar skýringar vík og Víkin. Til stuðnings Víkur-kenningunni er nefnt að í fornum heimildum eru útrásarmenn frá Vestur-Noregi sem lögðu undir sig eða námu lönd á Bretlandseyjum, Færeyjum og Íslandi ekki kallaðir víkingar. Orðið virðist eiga sér austrænni uppruna og hafa síðar breiðst út til vesturs.

Upphaflega voru víkingar eingöngu sjóræningjar; menn voru víkingar meðan þeir stunduðu víking en hvorki fyrr né síðar. Í þeirri merkingu var orðið notað um menn sem voru uppi löngu eftir lok víkingaaldar. Í Sturlunga sögu segir frá manni sem bjó á Brekku í Ólafsfirði á síðasta áratug 12. aldar en „hafði verit útan nökkura vetr ok verit í víkingu …“ Í Grágás, lögbók Íslendinga á þjóðveldistímanum, er orðið víkingur notað um hvers konar ræningja. Þar segir að þeir sem stundi hernað séu réttdræpir „og skal dæma af sektarfé víkingsins skaðabætur þeim mönnum er hinn hafði rænta …“ En á undanförnum áratugum hefur rutt sér til rúms, sjálfsagt fyrir áhrif frá ensku, sú merking orðsins að það vísi til allra Norðurlandabúa á víkingaöld. Virtir breskir fræðimenn hafa til dæmis skrifað bók sem heitir The Viking Achievement, og er það breið og almenn lýsing á menningu Norðurlandabúa á víkingaöld, ekki síst friðsamlegum þáttum hennar. Margir Íslendingar eru ósáttir við þessa merkingu, vilja alls ekki vera komnir af víkingum og segja að landnámsmenn Íslands hafi einmitt verið þeir sem kusu ekki víkingalífið. En líklega verðum við þó að sætta okkur við að þessi merking haldi áfram að vera til.

Í Grágás er orðið víkingur notað um hvers konar ræningja.

Svar mitt við spurningunni er þetta: Ég veit ekki af hverju orðið víkingur er dregið, en sú skoðun hefur lengi verið til að það hafi sprottið af landssvæðisheitinu Vík austanfjalls í Noregi. Fyrirspyrjandi hefur fengið góða hugmynd.

Heimildir og myndir:

  • Árni Björnsson: „Fri os fra vikingerne.“ Fólkaleikur. Heiðursrit til Joan Paula Joensen. Ritstjórnað hevur Andras Mortensen (Tórshavn, Føroya Fróðskaparfelag, 2005), 53–61.
  • Ásgeir Blöndal Magnússon: Íslensk orðsifjabók. Reykjavík, Orðabók Háskólans, 1989.
  • Foote, Peter and David M. Wilson: The Viking Achievement. The society and culture of early medieval Scandinavia. London, Sidgwick & Jackson, 1970.
  • Grágás. Lagasafn íslenska þjóðveldisins. Gunnar Karlsson, Kristján Sveinsson, Mörður Árnason sáu um útgáfuna. Reykjavík, Mál og menning, 1992.
  • Hødnebø, Finn: „Viking.“ Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder XX (1976), 20–25.
  • Sturlunga saga. Jón Jóhannesson, Magnús Finnbogason og Kristján Eldjárn sáu um útgáfuna. I. Reykjavík, Sturlunguútgáfan, 1946.
  • Loftmynd: Google Map of Norway - Nations Online Project. (Sótt 23. 5. 2014).
  • Mynd af víkingum: Were the Vikings just vicious vandals? | Katec1. (Sótt 23. 5. 2014).


Hér er einnig svarað spurningunni:
  • Fyrir u.þ.b. 50 árum heyrði ég Björn Þorsteinsson, sagnfræðing, segja að hugtakið "víkingur" væri upprunalega komið frá Víkinni í Noregi. Ég hef ekki getað fundið að fleiri sagnfræðingar væru því sammála?"

...