Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Geta hestar orðið þunglyndir?

Hrefna Sigurjónsdóttir

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Geta hross og önnur spendýr orðið þunglynd eða verið með annars konar geðraskanir eins og kvíða og streituröskun eða eitthvað álíka?

Langt er síðan mönnum varð ljóst að mörgum villtum dýrum líður illa þegar frelsi þeirra er skert og þau fá ekki að njóta eðlilegra samskipta við einstaklinga sömu tegundar. Þetta var og er enn reynslan með dýr í dýragörðum. Hver hefur ekki séð bjarndýr og kattardýr æða fram og tilbaka í þröngum búrum dýragarða? Hvort slík hegðun sé merki um þunglyndi er skilgreiningaratriði. Viðbrögð margra við þessum vanda var að auka við pláss dýranna og reyna að gera umhverfið meira lifandi. Aðrir stigu stærri skref og lögðu niður hefðbundna dýragarða og opnuðu svokallaða safarigarða þar sem dýrin höfðu mikið rými og náttúrulegt umhverfi, þó svo að búsvæðin væru oftast ekki eins og tegundin er upprunnin úr.

Rannsóknir á hegðun dýra í náttúrunni, þar sem fylgst var með þeim svo lengi að rannsakendur lærðu að þekkja einstaklingana, breytti mörgu. Frumkvöðull á þessu sviði var Jane Goodall sem rannsakaði simpansa. Aðrir fylgdu í fótspor hennar en til dæmis hafa þó nokkrir rannsakað fíla, úlfa, ljón, bonobo-simpansa, krónhirti, marketti, hesta og fleiri tegundir. Allir vísindamenn sem hafa stundað rannsóknir af þessu tagi hafa orðið vitni að því að dýrin sveiflast í skapi og þeim líður misilla. Þegar líðanin er orðin mjög slæm má kannski tala um þunglyndi. Sú hegðun fíla að koma reglulega að beinagrind fyrrum félaga og standa þar álútir í einhvern tíma hefur verið skilgreind sem sorg. Það að dýrin hafi tilfinningar og geðsveiflur er nú almennt viðurkennt í dýraatferlisfræðinni og hafa framfarir í taugavísindum stutt slíkar ályktanir. Í vaxandi mæli hafa dýrafræðingar með mikla reynslu af því að fylgjast með villtum dýrum farið að berjast fyrir því að menn meðhöndli dýr af samúð og virðingu fyrir þeim sem tilfinninga- og vitsmunaverum (þar fara þau Jane Goodall og Marc Bekoff fremst í flokki) (Bekoff 2007).

Jane Goodall var frumkvöðull í rannsóknum á hegðun simpansa í náttúrunni.

Það er líka viðurkennt að persónuleiki dýra er misjafn. Á stórri ráðstefnu evrópskra dýraatferlisfræðinga sumarið 2013 í Newcastle í Bretlandi, sem höfundur þessa svars sótti, var áberandi hve mörg erindi og veggspjöld fjölluðu um vitsmuni og persónuleika dýra og er það mikil breyting frá því fyrir aldamót. Svo virðist sem í grunninn séu tvær gerðir persónuleika - það að vera áræðinn (og jafnvel hvatvís) og að vera varkár (til baka). Slíku hefur verið lýst meðal fiska, til dæmis hornsíla og kolkrabba, auk ýmissa fuglategunda og spendýra. Eflaust eru fleiri gerðir að finna hjá flestum tegundum, til dæmis hefur níu gerðum verið lýst meðal hýena. Að minnsta kosti ein doktorsritgerð hefur verið skrifuð um persónuleika hesta (Visser 2002). Skapgerð hesta er oft talin vera samsett úr því hversu örir þeir eru og hversu mikinn kjark þeir sýna. Hægt er að fá frekari upplýsingar um þetta hjá Úrvalshestum og Parelli.

Ein lítil rannsókn var gerð hér á landi um það hvernig hestar haga sér þegar þeir eru fluttir á milli hópa. Niðurstöðurnar benda til þess að hrossin séu mjög meðvituð um stöðu sína, þau átti sig á breyttum aðstæðum og sýni góða félagslega færni (Kallajoki 2010).

Á fyrrnefndri ráðstefnu var erindi um þunglyndi í hrossum og var ekki efast um að slíkt er til. Erindið byggðist á grein sem birtist árið 2012 þar sem talað er um að margt sé líkt með þunglyndi hjá hestum og mönnum (Fureix o.fl. 2012 og Clarkson 2012).

Um er að ræða franska rannsókn þar sem reynt er að útskýra ástæður fyrir þunglyndinu. Þar í landi er afar algengt að hestum sé haldið inni í lokuðum stíum og þeim hleypt út í stuttan tíma og þá oftast einum. Þeir sem hlustuðu á erindið voru fæstir í vafa um að skýringuna er að finna í aðbúnaði hrossana. Það er slæmur kostur og slæm meðferð á dýrum að takmarka samskipti þeirra við einstaklinga sömu tegundar og leyfa þeim lítið að komast út. Þetta á sérstaklega við um hesta en þeir eru félagslynd dýr. Samneyti við menn getur ekki komið í staðinn fyrir þessa grunnþörf. Hestur sem er þunglyndur er álútur og sýnir lítil sem engin viðbrögð.

Víða um hinn vestræna heim hafa verið stundaðar rannsóknir á svokölluðum húsaósiðum (e. stable vices, stereotypics) hjá hrossum. Um er að ræða hegðun eins og að naga við, renna tönnum eftir stalli, að tvístíga, ropa, fara í hringi og bíta sig til blóðs. Þessi hegðun endurspeglar leiða og illa líðan sem getur endað með þunglyndi. Stungið er upp á ýmsum leiðum til að reyna að minnka þessa ósiði, svo sem að setja inn spegla, myndir og leiktæki í stíur, gefa þeim tækifæri til að kljást yfir milligrindur með því að opna stíurnar auk þess að setja á þá hindrandi tæki eins og hálsólar og gera á þeim aðgerðir til að minnka rophegðun. Víst er að dýraatferlisfræðingar, hestafræðingar og fleiri gera sér vel grein fyrir að best væri að reyna að uppfylla félagslegar þarfir og hreyfiþörf hrossanna til að koma í veg fyrir ósiðina. En hræðsla eigendanna um að hestarnir slasi sig vegur þungt. Oft eru miklir fjármunir í húfi, til dæmis ef veðhlaupahestar, verðmætir graðhestar og hryssur eiga í hlut. Eigendur þeirra veigra sér oft við að taka áhættu. En þarna er vellíðan dýranna ekki sett í forgang. Aukin fræðsla um eðli hrossa er lykilatriði auk breyttrar löggjafar.

Hestar á Íslandi búa yfirleitt við mun betra atlæti en hestar erlendis.

Á Íslandi búa langflestir hestar við mun betra atlæti en önnur hrossakyn í haldi erlendis. Íslenskir hestar hafa yfirleitt góð tækifæri til að hafa samneyti við önnur hross. Rannsóknir hér á landi hafa sýnt að félagshegðun hrossanna er sambærileg við niðurstöður á villtum stóðum erlendis (hægt er að sjá frekari heimildir varðandi þetta í svari Hrefnu Sigurjónsdóttur við spurningunni Hvernig eiga hestar samskipti sín á milli?). Lítið hefur verið rannsakað hversu útbreiddir ósiðir eru hér á landi, ein netkönnun frá 2003 sýndi að svo virðist sem alvarlegir ósiðir séu sjaldgæfir og að minna sé um þá þegar hestarnir hafa tækifæri til að kljást yfir grindur.

Önnur rannsókn sem gerð var á Hvanneyri sýndi meðal annars að stærð stíu skiptir máli upp á tíðni óæskilegrar hegðunar, að hestar eru fljótari að éta þegar þeir eru með öðrum, að mikilvægt er að vita hvað fram fer á nóttunni í hesthúsinu, að það sé gott að gefa hestunum tækifæri til að geta kljást og að það skipti miklu að setja þá hesta saman sem eiga skap saman (Sigtryggur V. Herbertsson 2010).

Vonandi munum við Íslendingar halda áfram að leyfa hestunum okkar að njóta þess frelsis sem þeir hafa löngum haft þar sem þeir alast upp í stóðum og njóta félagsskapar sinna líka alla sína ævi. Á meðan svo er mun tíðni ósiða ekki aukast og þunglyndi hrossa varla fyrirfinnast.

Heimildir:

Myndir:

Höfundur

Hrefna Sigurjónsdóttir

prófessor í líffræði við HÍ

Útgáfudagur

19.3.2014

Spyrjandi

Aðalsteinn Maron Árnason

Tilvísun

Hrefna Sigurjónsdóttir. „Geta hestar orðið þunglyndir?“ Vísindavefurinn, 19. mars 2014, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=66789.

Hrefna Sigurjónsdóttir. (2014, 19. mars). Geta hestar orðið þunglyndir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=66789

Hrefna Sigurjónsdóttir. „Geta hestar orðið þunglyndir?“ Vísindavefurinn. 19. mar. 2014. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=66789>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Geta hestar orðið þunglyndir?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Geta hross og önnur spendýr orðið þunglynd eða verið með annars konar geðraskanir eins og kvíða og streituröskun eða eitthvað álíka?

Langt er síðan mönnum varð ljóst að mörgum villtum dýrum líður illa þegar frelsi þeirra er skert og þau fá ekki að njóta eðlilegra samskipta við einstaklinga sömu tegundar. Þetta var og er enn reynslan með dýr í dýragörðum. Hver hefur ekki séð bjarndýr og kattardýr æða fram og tilbaka í þröngum búrum dýragarða? Hvort slík hegðun sé merki um þunglyndi er skilgreiningaratriði. Viðbrögð margra við þessum vanda var að auka við pláss dýranna og reyna að gera umhverfið meira lifandi. Aðrir stigu stærri skref og lögðu niður hefðbundna dýragarða og opnuðu svokallaða safarigarða þar sem dýrin höfðu mikið rými og náttúrulegt umhverfi, þó svo að búsvæðin væru oftast ekki eins og tegundin er upprunnin úr.

Rannsóknir á hegðun dýra í náttúrunni, þar sem fylgst var með þeim svo lengi að rannsakendur lærðu að þekkja einstaklingana, breytti mörgu. Frumkvöðull á þessu sviði var Jane Goodall sem rannsakaði simpansa. Aðrir fylgdu í fótspor hennar en til dæmis hafa þó nokkrir rannsakað fíla, úlfa, ljón, bonobo-simpansa, krónhirti, marketti, hesta og fleiri tegundir. Allir vísindamenn sem hafa stundað rannsóknir af þessu tagi hafa orðið vitni að því að dýrin sveiflast í skapi og þeim líður misilla. Þegar líðanin er orðin mjög slæm má kannski tala um þunglyndi. Sú hegðun fíla að koma reglulega að beinagrind fyrrum félaga og standa þar álútir í einhvern tíma hefur verið skilgreind sem sorg. Það að dýrin hafi tilfinningar og geðsveiflur er nú almennt viðurkennt í dýraatferlisfræðinni og hafa framfarir í taugavísindum stutt slíkar ályktanir. Í vaxandi mæli hafa dýrafræðingar með mikla reynslu af því að fylgjast með villtum dýrum farið að berjast fyrir því að menn meðhöndli dýr af samúð og virðingu fyrir þeim sem tilfinninga- og vitsmunaverum (þar fara þau Jane Goodall og Marc Bekoff fremst í flokki) (Bekoff 2007).

Jane Goodall var frumkvöðull í rannsóknum á hegðun simpansa í náttúrunni.

Það er líka viðurkennt að persónuleiki dýra er misjafn. Á stórri ráðstefnu evrópskra dýraatferlisfræðinga sumarið 2013 í Newcastle í Bretlandi, sem höfundur þessa svars sótti, var áberandi hve mörg erindi og veggspjöld fjölluðu um vitsmuni og persónuleika dýra og er það mikil breyting frá því fyrir aldamót. Svo virðist sem í grunninn séu tvær gerðir persónuleika - það að vera áræðinn (og jafnvel hvatvís) og að vera varkár (til baka). Slíku hefur verið lýst meðal fiska, til dæmis hornsíla og kolkrabba, auk ýmissa fuglategunda og spendýra. Eflaust eru fleiri gerðir að finna hjá flestum tegundum, til dæmis hefur níu gerðum verið lýst meðal hýena. Að minnsta kosti ein doktorsritgerð hefur verið skrifuð um persónuleika hesta (Visser 2002). Skapgerð hesta er oft talin vera samsett úr því hversu örir þeir eru og hversu mikinn kjark þeir sýna. Hægt er að fá frekari upplýsingar um þetta hjá Úrvalshestum og Parelli.

Ein lítil rannsókn var gerð hér á landi um það hvernig hestar haga sér þegar þeir eru fluttir á milli hópa. Niðurstöðurnar benda til þess að hrossin séu mjög meðvituð um stöðu sína, þau átti sig á breyttum aðstæðum og sýni góða félagslega færni (Kallajoki 2010).

Á fyrrnefndri ráðstefnu var erindi um þunglyndi í hrossum og var ekki efast um að slíkt er til. Erindið byggðist á grein sem birtist árið 2012 þar sem talað er um að margt sé líkt með þunglyndi hjá hestum og mönnum (Fureix o.fl. 2012 og Clarkson 2012).

Um er að ræða franska rannsókn þar sem reynt er að útskýra ástæður fyrir þunglyndinu. Þar í landi er afar algengt að hestum sé haldið inni í lokuðum stíum og þeim hleypt út í stuttan tíma og þá oftast einum. Þeir sem hlustuðu á erindið voru fæstir í vafa um að skýringuna er að finna í aðbúnaði hrossana. Það er slæmur kostur og slæm meðferð á dýrum að takmarka samskipti þeirra við einstaklinga sömu tegundar og leyfa þeim lítið að komast út. Þetta á sérstaklega við um hesta en þeir eru félagslynd dýr. Samneyti við menn getur ekki komið í staðinn fyrir þessa grunnþörf. Hestur sem er þunglyndur er álútur og sýnir lítil sem engin viðbrögð.

Víða um hinn vestræna heim hafa verið stundaðar rannsóknir á svokölluðum húsaósiðum (e. stable vices, stereotypics) hjá hrossum. Um er að ræða hegðun eins og að naga við, renna tönnum eftir stalli, að tvístíga, ropa, fara í hringi og bíta sig til blóðs. Þessi hegðun endurspeglar leiða og illa líðan sem getur endað með þunglyndi. Stungið er upp á ýmsum leiðum til að reyna að minnka þessa ósiði, svo sem að setja inn spegla, myndir og leiktæki í stíur, gefa þeim tækifæri til að kljást yfir milligrindur með því að opna stíurnar auk þess að setja á þá hindrandi tæki eins og hálsólar og gera á þeim aðgerðir til að minnka rophegðun. Víst er að dýraatferlisfræðingar, hestafræðingar og fleiri gera sér vel grein fyrir að best væri að reyna að uppfylla félagslegar þarfir og hreyfiþörf hrossanna til að koma í veg fyrir ósiðina. En hræðsla eigendanna um að hestarnir slasi sig vegur þungt. Oft eru miklir fjármunir í húfi, til dæmis ef veðhlaupahestar, verðmætir graðhestar og hryssur eiga í hlut. Eigendur þeirra veigra sér oft við að taka áhættu. En þarna er vellíðan dýranna ekki sett í forgang. Aukin fræðsla um eðli hrossa er lykilatriði auk breyttrar löggjafar.

Hestar á Íslandi búa yfirleitt við mun betra atlæti en hestar erlendis.

Á Íslandi búa langflestir hestar við mun betra atlæti en önnur hrossakyn í haldi erlendis. Íslenskir hestar hafa yfirleitt góð tækifæri til að hafa samneyti við önnur hross. Rannsóknir hér á landi hafa sýnt að félagshegðun hrossanna er sambærileg við niðurstöður á villtum stóðum erlendis (hægt er að sjá frekari heimildir varðandi þetta í svari Hrefnu Sigurjónsdóttur við spurningunni Hvernig eiga hestar samskipti sín á milli?). Lítið hefur verið rannsakað hversu útbreiddir ósiðir eru hér á landi, ein netkönnun frá 2003 sýndi að svo virðist sem alvarlegir ósiðir séu sjaldgæfir og að minna sé um þá þegar hestarnir hafa tækifæri til að kljást yfir grindur.

Önnur rannsókn sem gerð var á Hvanneyri sýndi meðal annars að stærð stíu skiptir máli upp á tíðni óæskilegrar hegðunar, að hestar eru fljótari að éta þegar þeir eru með öðrum, að mikilvægt er að vita hvað fram fer á nóttunni í hesthúsinu, að það sé gott að gefa hestunum tækifæri til að geta kljást og að það skipti miklu að setja þá hesta saman sem eiga skap saman (Sigtryggur V. Herbertsson 2010).

Vonandi munum við Íslendingar halda áfram að leyfa hestunum okkar að njóta þess frelsis sem þeir hafa löngum haft þar sem þeir alast upp í stóðum og njóta félagsskapar sinna líka alla sína ævi. Á meðan svo er mun tíðni ósiða ekki aukast og þunglyndi hrossa varla fyrirfinnast.

Heimildir:

Myndir:

...