Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Hýenur mynda sína eigin ætt, hýenuætt (Hyaenidae) sem tilheyrir ættbálki rándýra (Carnivora) og undirættbálki kattlegra dýra (Feliformia). Ætt kattardýra (Felidae) tilheyrir einnig þessum undirættbálki. Hundaættin (Canidae) tilheyrir hins vegar undirættbálki hundlegra dýra (Caniformia). Hýenur eru því skyldari köttum heldur en hundum.
Til þess að skýra þetta nánar má skoða eftirfarandi töflu:
Flokkun
Hýenur
Kettir
Hundar
Ríki
Animalia
Animalia
Animalia
Fylking
Chordata
Chordata
Chordata
Flokkur
Mammalia
Mammalia
Mammalia
Ættbálkur
Carnivora
Carnivora
Carnivora
Undirættbálkur
Feliformia
Feliformia
Caniformia
Ætt
Hyaenidae
Felidae
Canidae
Þrátt fyrir þennan skyldleika hýena við ketti, þá er ýmislegt í atferli þeirra sem er töluvert frábrugðið köttum. Þessi skyldleiki er því alls ekki augljós við fyrstu sýn. Ólíkt flestum kattardýrum eru hýenur hópdýr sem mynda formfasta hópa með vel skilgreindu félagskerfi. Mikil stéttaskipting er innan hópsins og er honum venjulega stýrt af einu ráðandi karldýri og einu ráðandi kvendýri. Sú aðferð hýena að veiða saman í hópum hefur reynst þeim vel og ráða þær vel við bráð sem er mun öflugri að líkamlegum burðum en þær.
Ólíkt þessu eru flest kattardýr einfarar sem helga sér óðöl og veiða einsömul. Mikilvægasta undantekningin frá þessu eru auðvitað ljónin (Panthera leo), en þau lifa í hópum þar sem ljónynjurnar sjá um veiðar og ala ungviðið upp í sameiningu. Þetta hóplíferni er mun algengara meðal hunddýra og má þar til dæmis nefna úlfa (Canis lupus) og afríska villihunda (Lycaon pictus). Líkt og hýenur lifa þeir í þéttum hópum með formfast félagskerfi og stunda veiðar í sameiningu. Það er því auðvelt að sjá í hverju misskilningurinn liggur. Erfðafræðilegar og líffærafræðilegar rannsóknir hafa hins vegar skorið eindregið úr um að hýenur eru í raun skyldari köttum en hundum þó að þeim svipi til hunda í útliti og háttum.
Nánar má lesa um hýenur, hunda og ketti í eftirfarandi svörum á Vísindavefnum:
Margrét Björk Sigurðardóttir. „Hvort eru hýenur skyldari hundum eða köttum?“ Vísindavefurinn, 17. apríl 2008, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7356.
Margrét Björk Sigurðardóttir. (2008, 17. apríl). Hvort eru hýenur skyldari hundum eða köttum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7356
Margrét Björk Sigurðardóttir. „Hvort eru hýenur skyldari hundum eða köttum?“ Vísindavefurinn. 17. apr. 2008. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7356>.