Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hafa rómverskir munir fundist hér á landi?

Sex rómverskir peningar hafa fundist hér á landi. Fjórir þeirra eru bronspeningar, svokallaðir Antoninianusar slegnir í kringum 300 e.Kr. Tveir þeirra fundust á Bragðavöllum í Hamarsfirði 1905 og 1933, í uppblásnum rústum ásamt gripum með ótvíræðum víkingaaldareinkennum. Sá þriðji fannst á víðavangi fyrir mynni H...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hversu mörg kjarnorkuvopn hafa verið búin til?

Upphafleg spurning hljóðaði svona: Hversu margar kjarnorkusprengjur hafa verið búnar til? Ómögulegt er að gefa upp nákvæma tölu yfir þær kjarnorkusprengjur sem búnar hafa verið til. Töluverð leyndarhyggja hefur ríkt um kjarnorkubirgðir ríkja en þó hafa Bandaríkin, Rússland, Bretland og Frakkland, að hluta til ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað hafa Íslendingar verið margir frá landnámi?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvað hafa Íslendingar verið margir frá landnámi? Heildartala allra Íslendinga. Takk. Í svari við spurningunni Er það satt að innan við milljón manns hafi fæðst á Íslandi frá upphafi? áætlar Gísli Gunnarsson að um 1.300.000 einstaklingar hafi fæðst á Íslandi frá landná...

category-iconLögfræði

Hafa aðstandendur aðgang að sjúkraskrá látins einstaklings?

Aðgangur að sjúkraskrám er takmarkaður við lögheimild. Það þýðir að enginn fær aðgang að sjúkraskrám annarra nema slíkur aðgangur sé tilgreindur í lögum. Slíkar heimildir eru tíundaðar í 4. kafla laga um sjúkraskrár nr. 55/2009. Í 15. grein laganna er kveðið á um rétt „náinna aðstandenda“ til aðgangs að sjúkra...

category-iconVeðurfræði

Hafa skógareldar áhrif á loftslag á jörðinni?

Samspil gróðurelda (þar með talið skógarelda) og loftslags er nokkuð flókið. Gróðureldar hafa áhrif á loftslag þar sem þeir losa mikið magn gróðurhúsalofttegunda á skömmum tíma, auk þess sót og aðrar agnir. Hluti af koltvíildinu (CO2) getur bundist aftur að því gefnu að gróður vaxi að nýju á svæðinu sem brann. ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða maurar hafa náð fótfestu á Íslandi?

Eins og fram kemur í svari sömu höfunda við spurningunni Hafa maurar numið land á Íslandi? hafa fundist tæplega 20 tegundir maura hér á landi. Vísbendingar eru um að fjórar þeirra hafi náð hér fótfestu: húsamaur, blökkumaur, faraómaur og draugamaur. Húsamaur (Hypoponera punctatissima) er ættaður frá svæðum sunn...

category-iconJarðvísindi

Hvers konar gos hafa orðið á Reykjanesskaga?

Hraun þekja um tvo þriðju hluta Reykjanesskaga. Þar er hlutur dyngjuhrauna mun stærri, rúmlega einn þriðji, en sprunguhraun rúmlega einn fjórði af flatarmáli skagans. Ýmis önnur tilbrigði hafa komið fram í gosháttum, svo sem þeyti- og sprengigos þegar kvika komst í snertingu við vatn. Menjar um slík gos eru gjósku...

category-iconJarðvísindi

Hafa jarðskjálftar á Reykjanesskaga valdið miklum skaða?

Ekki er vitað um marga skjálfta með upptök á Reykjanesskaga sem valdið hafa skaða. Áhrifamestur var stærsti skjálftinn sem þar hefur mælst, en hann varð í Brennisteinsfjöllum í júlí 1929, af stærðinni 6,2. Hans gætti nokkuð í Reykjavík, þar sem einhverjar skemmdir urðu á húsum, bæði hlöðnum og steyptum, sprungur ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er hægt að hafa bessadýr sem gæludýr?

Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega: Já, það er vel hægt, til dæmis ef bessadýrið er haft í svonefndri petrískál sem annars er yfirleitt notuð til frumuræktunar. Bessadýr (Tardigrade) eru smávaxin dýr, um 1 mm á stærð og því vel sýnileg í víðsjá. Þau finnast ýmist í salt- eða ferskvatni en einnig í an...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvar hafa konur verið forsetar í heiminum?

Konur hafa gegnt embætti forseta í 48 löndum í öllum heimsálfum. Of langt mál er að telja þessi lönd öll upp en áhugasömum er bent á eftirfarandi heimild: List of elected and appointed female heads of state and government. Upplýsingar þar virðast vera mjög reglulega uppfærðar. Þegar Vigdís Finnbogadóttir var kj...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hafa einhvern tíma verið asnar á Íslandi?

Engar heimildir eru um hófdýrið asna (Equus africanus asinus) á Íslandi. Mögulega er skýringin sú að asnar eru ekki mjög algengir í norðvesturhluta Evrópu og hafa því ekki verið fluttir hingað til lands. Talið er að asnar hafi fyrst verið tamdir í Afríku fyrir um 7.000 árum. Þeir hafa í gegnum árþúsundin gegnt...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju hafa sum karlljón engan makka?

Upprunalega spurningin var: Eru til makkalaus karlljón í Afríku eins og mannæturnar í Tsavo? Karlljón eru einu kattardýrin sem skarta makka enda er glæsilegur makki án efa eitt af því fyrsta sem kemur upp í hugann í tengslum við útlit ljóna. Makkinn nær yfir afturhluta höfuðsins, hálsinn, axlir og brjóst. H...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað hafa margir ísbirnir komið til Íslands?

Ísbirnir (Ursus maritimus) hafa flækst hingað til lands annað slagið allt frá því að landið byggðist og sennilega mun lengur. Þúsunda ára gamlar leifar eftir hvítabjörn hafa fundist á Norðurlandi. Á síðasta jökulskeiði var Ísland á syðri mörkum jökulíssins og ísbirnir því væntanlega haft ágætis aðgengi að landinu....

category-iconHagfræði

Hvaða langtímaáhrif hafa innflytjendur á hagkerfi þjóða?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaða langtímaáhrif hefur aðflutningur fólks á hagkerfi? Í svari við spurningunni Hvernig er hægt að meta ávinning og kostnað af innflytjendum? er aðeins litið til samtímatekna og samtímaútgjalda en ekki reynt að meta langtímaáhrif aðflutnings fólks á fjármál hins opin...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Finna fuglar ekki bragð?

Fuglar finna bæði bragð og lykt en lítið er um athuganir á bragðskyni þeirra. Ýmislegt bendir til að bragðskyn fugla sé heldur minna eða álíka mikið og bragðskyn spendýra og er það byggt á tilraunum með mismunandi bragðefni. Fuglar eru með fáa bragðlauka sem eru aftast á tungunni og í kokinu. Þessi bragðskynfær...

Fleiri niðurstöður