Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hafa einhvern tíma verið asnar á Íslandi?

Jón Már Halldórsson

Engar heimildir eru um hófdýrið asna (Equus africanus asinus) á Íslandi. Mögulega er skýringin sú að asnar eru ekki mjög algengir í norðvesturhluta Evrópu og hafa því ekki verið fluttir hingað til lands.

Talið er að asnar hafi fyrst verið tamdir í Afríku fyrir um 7.000 árum. Þeir hafa í gegnum árþúsundin gegnt mikilvægu hlutverki sem vinnudýr í mörgum samfélögum.

Allir núlifandi asnar eru afkomendur villtra asna í Afríku, Equus africanus, sem greinast í tvær undirtegundir, sómalska villiasnann (E. africanus somaliensis) og núbíu-villiasnann (E. africanus africanus) sem er formóðir asna eins og við þekkjum þá í dag.

Talið er að heildarfjöldi asna sé allt að 50 milljónir og finnast þeir í öllum heimsálfum að Suðurskautslandinu undanskildu. Til skamms tíma var Kína það land þar sem flesta asna var að finna. Nú er talið að flestir asnar séu í Eþíópíu, rúmlega 8,5 milljónir, þar eftir kemur Súdan með um 7,6 milljónir og Kína með tæplega 2,7 milljónir asna.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

13.5.2024

Spyrjandi

Anna Ellen Douglas

Efnisorð

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hafa einhvern tíma verið asnar á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 13. maí 2024, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=86567.

Jón Már Halldórsson. (2024, 13. maí). Hafa einhvern tíma verið asnar á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=86567

Jón Már Halldórsson. „Hafa einhvern tíma verið asnar á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 13. maí. 2024. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=86567>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hafa einhvern tíma verið asnar á Íslandi?
Engar heimildir eru um hófdýrið asna (Equus africanus asinus) á Íslandi. Mögulega er skýringin sú að asnar eru ekki mjög algengir í norðvesturhluta Evrópu og hafa því ekki verið fluttir hingað til lands.

Talið er að asnar hafi fyrst verið tamdir í Afríku fyrir um 7.000 árum. Þeir hafa í gegnum árþúsundin gegnt mikilvægu hlutverki sem vinnudýr í mörgum samfélögum.

Allir núlifandi asnar eru afkomendur villtra asna í Afríku, Equus africanus, sem greinast í tvær undirtegundir, sómalska villiasnann (E. africanus somaliensis) og núbíu-villiasnann (E. africanus africanus) sem er formóðir asna eins og við þekkjum þá í dag.

Talið er að heildarfjöldi asna sé allt að 50 milljónir og finnast þeir í öllum heimsálfum að Suðurskautslandinu undanskildu. Til skamms tíma var Kína það land þar sem flesta asna var að finna. Nú er talið að flestir asnar séu í Eþíópíu, rúmlega 8,5 milljónir, þar eftir kemur Súdan með um 7,6 milljónir og Kína með tæplega 2,7 milljónir asna.

Heimildir og mynd:

...