Hvað hafa Íslendingar verið margir frá landnámi? Heildartala allra Íslendinga. Takk.Í svari við spurningunni Er það satt að innan við milljón manns hafi fæðst á Íslandi frá upphafi? áætlar Gísli Gunnarsson að um 1.300.000 einstaklingar hafi fæðst á Íslandi frá landnámi. Það svar er frá árinu 2000 og því við hæfi að uppfæra þá tölu. Eins og tekið er fram í fyrrnefndu svari þarf að giska á ýmsar forsendur til að svara spurningunni enda liggja engin nákvæm gögn fyrir um fjölda Íslendinga frá landnámi. Forsendurnar sem þarf að gefa sér eru meðallífaldur hverrar kynslóðar og fjöldi einstaklinga í hverri kynslóð. Það eru margar breytur sem þarf að taka í reikninginn við mannfjöldaágiskanir, til að mynda nefnir Gísli þessa þætti:
Hve mikil áhrif til fólksfækkunar höfðu rýrnandi landgæði, hve mikil áhrif til fólksfjölgunar hafði efling fiskveiða og utanríkisverslunar um 1400 eða fyrr, hve langvinn voru áhrif alls kyns farsótta.

Landnámsmaðurinn Ingólfur Arnarson var að öllum líkindum fyrstur til þess að hefja hér á landi skipulega og varanlega búsetu. Áætla má að heildarfjöldi fæddra Íslendinga frá landnámi sé um 1.383.000. Málverk frá 1850 eftir Johan Peter Raadsig (1806-1882).
- Hagstofa Íslands. Upplýsingar sóttar 11.6.2019.
- Ingolf by Raadsig.jpg - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið. (Sótt 30.8.2012).