Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu mörg kjarnorkuvopn hafa verið búin til?

Björn Reynir Halldórsson

Upphafleg spurning hljóðaði svona:

Hversu margar kjarnorkusprengjur hafa verið búnar til?

Ómögulegt er að gefa upp nákvæma tölu yfir þær kjarnorkusprengjur sem búnar hafa verið til. Töluverð leyndarhyggja hefur ríkt um kjarnorkubirgðir ríkja en þó hafa Bandaríkin, Rússland, Bretland og Frakkland, að hluta til eða að mestu leyti, aflétt leynd yfir kjarnorkuvopnum. Leynd ríkir hins vegar yfir birgðum annarra ríkja: Ísraels, Indlands, Pakistans, Kína og Norður-Kóreu. Raunar er ekki vitað með fullri vissu hvort síðastnefnda ríkið hafi kjarnorkuvopn í fórum sínum því þrátt fyrir kjarnorkutilraunir Norðu-Kóreu eru engar raunverulegar sannanir fyrir því að ríkið ráði yfir slíkum vopnum. Talið er að Kínverjar eigi núna fleiri kjarnorkuvopn en Bretar og hið sama gæti átt við um Indland og Pakistan árið 2020.

Vísindamenn í Bandaríkjunum hafa áætlað að um 125 þúsund kjarnaoddar hafi verið framleiddir allt frá því að fyrstu kjarnorkusprengjurnar voru sprengdar árið 1945 og fram til ársins 2013. Um 53% af þessum kjarnorkusprengjum koma frá Bandaríkjunum og 44% frá Sovétríkjunum og Rússlandi.

Mark 7 kjarnorkusprengja er varðveitt á safni bandaríska flughersins.

Talið er að fjöldi kjarnorkusprengja hafi náð hámarki árið 1986 þegar kjarnaoddar voru um 65 þúsund. Síðan þá hefur verulega dregið úr kjarnorkuvopnum þótt sú þróun sé frekar hæg í dag. Talið er að kjarnaoddar séu samtals 16.400 í dag en árið 2013 voru þeir áætlaðir 17.200. Af þessum 16.400 hafa 6000 kjarnaoddar verið lagðir til hliðar og bíða þess að vera teknir í sundur. Um 4000 kjarnaoddum hefur verið komið fyrir á kjarnorkuvopn og eru tilbúnir til notkunar.

Þessi fækkun skýrist að einhverju leyti af lokum kalda stríðsins. Á árunum 1988-1992 fækkaði vopnum um helming en síðan þá hefur dregið úr fækkuninni. Einnig skýrist fækkunin af því að ríki eru enn að þróa með sér kjarnorkuvopn og leitast við að nota færri en áhrifameiri vopn. Þannig eru nýjir oddar sem Bandaríkin eru að þróa, ekki taldir með í birgðum þeirra. Þá setur það einnig strik í reikninginn að þau ríki sem þegar ráða yfir kjarnorkuvopnum, telja þau ómissandi hluta varna sinna. Þá fjölgar enn kjarnorkuvopnum í Asíu og hafa sérfræðingar áhyggjur af nýju vopnakapphlaupi þar, ekki síst á milli Indverja og Pakistana. Sú fjölgun vegur örlítið upp á móti fækkuninni enn sem komið er.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

18.9.2014

Síðast uppfært

2.3.2020

Spyrjandi

Elmar Ingi Kristjánsson

Tilvísun

Björn Reynir Halldórsson. „Hversu mörg kjarnorkuvopn hafa verið búin til?“ Vísindavefurinn, 18. september 2014, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=67569.

Björn Reynir Halldórsson. (2014, 18. september). Hversu mörg kjarnorkuvopn hafa verið búin til? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=67569

Björn Reynir Halldórsson. „Hversu mörg kjarnorkuvopn hafa verið búin til?“ Vísindavefurinn. 18. sep. 2014. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=67569>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu mörg kjarnorkuvopn hafa verið búin til?
Upphafleg spurning hljóðaði svona:

Hversu margar kjarnorkusprengjur hafa verið búnar til?

Ómögulegt er að gefa upp nákvæma tölu yfir þær kjarnorkusprengjur sem búnar hafa verið til. Töluverð leyndarhyggja hefur ríkt um kjarnorkubirgðir ríkja en þó hafa Bandaríkin, Rússland, Bretland og Frakkland, að hluta til eða að mestu leyti, aflétt leynd yfir kjarnorkuvopnum. Leynd ríkir hins vegar yfir birgðum annarra ríkja: Ísraels, Indlands, Pakistans, Kína og Norður-Kóreu. Raunar er ekki vitað með fullri vissu hvort síðastnefnda ríkið hafi kjarnorkuvopn í fórum sínum því þrátt fyrir kjarnorkutilraunir Norðu-Kóreu eru engar raunverulegar sannanir fyrir því að ríkið ráði yfir slíkum vopnum. Talið er að Kínverjar eigi núna fleiri kjarnorkuvopn en Bretar og hið sama gæti átt við um Indland og Pakistan árið 2020.

Vísindamenn í Bandaríkjunum hafa áætlað að um 125 þúsund kjarnaoddar hafi verið framleiddir allt frá því að fyrstu kjarnorkusprengjurnar voru sprengdar árið 1945 og fram til ársins 2013. Um 53% af þessum kjarnorkusprengjum koma frá Bandaríkjunum og 44% frá Sovétríkjunum og Rússlandi.

Mark 7 kjarnorkusprengja er varðveitt á safni bandaríska flughersins.

Talið er að fjöldi kjarnorkusprengja hafi náð hámarki árið 1986 þegar kjarnaoddar voru um 65 þúsund. Síðan þá hefur verulega dregið úr kjarnorkuvopnum þótt sú þróun sé frekar hæg í dag. Talið er að kjarnaoddar séu samtals 16.400 í dag en árið 2013 voru þeir áætlaðir 17.200. Af þessum 16.400 hafa 6000 kjarnaoddar verið lagðir til hliðar og bíða þess að vera teknir í sundur. Um 4000 kjarnaoddum hefur verið komið fyrir á kjarnorkuvopn og eru tilbúnir til notkunar.

Þessi fækkun skýrist að einhverju leyti af lokum kalda stríðsins. Á árunum 1988-1992 fækkaði vopnum um helming en síðan þá hefur dregið úr fækkuninni. Einnig skýrist fækkunin af því að ríki eru enn að þróa með sér kjarnorkuvopn og leitast við að nota færri en áhrifameiri vopn. Þannig eru nýjir oddar sem Bandaríkin eru að þróa, ekki taldir með í birgðum þeirra. Þá setur það einnig strik í reikninginn að þau ríki sem þegar ráða yfir kjarnorkuvopnum, telja þau ómissandi hluta varna sinna. Þá fjölgar enn kjarnorkuvopnum í Asíu og hafa sérfræðingar áhyggjur af nýju vopnakapphlaupi þar, ekki síst á milli Indverja og Pakistana. Sú fjölgun vegur örlítið upp á móti fækkuninni enn sem komið er.

Heimildir:

Mynd:

...