Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju hafa sum karlljón engan makka?

Jón Már Halldórsson

Upprunalega spurningin var:

Eru til makkalaus karlljón í Afríku eins og mannæturnar í Tsavo?

Karlljón eru einu kattardýrin sem skarta makka enda er glæsilegur makki án efa eitt af því fyrsta sem kemur upp í hugann í tengslum við útlit ljóna. Makkinn nær yfir afturhluta höfuðsins, hálsinn, axlir og brjóst. Hins vegar eru makkalaus karlljón eða ljón með rytjulegan makka vel þekkt bæði í Afríku, til dæmis í Súdan, Senegal, Búrkína Fasó, Úganda og Kenía, og í Asíu.

Makkalaust ljón í Tsavo-þjóðgarðinum í Kenía.

Asísk ljón er nú aðeins að finna Gir-skógi í Gujarat-héraði í vesturhluta Indlands en áður voru þau útbreiddari. Asísku ljónin eru með makka en hann er gjarnan minni eða rytjulegri en makkinn á dæmigerðum afrískum ljónum. Fornar styttur og myndir af ljónum frá svæðum þar sem ljón lifðu fyrr á öldum, svo sem í Grikklandi og Miðausturlöndum, til dæmis í Mesópótamíu hinni fornu og Persíu, benda til þess að ljónin þarna hafi verið makkalítil.

Kunnustu makkalausustu ljón nútímanns eru svokölluð tsavo-ljón en það er stofn ljóna sem lifir aðallega á Tsavo-verndarsvæðinu í sunnanverðri Keníu í austurhluta Afríku. Tsavo-karlljón komust á spjöld sögunnar undir lok 19. aldar þegar tvö þeirra lögðust á verkamenn sem unnu að lagningu lestarteina í gegnum Tsavo. Á sínum tíma var því haldið fram að þau hefðu drepið allt að 135 menn áður en þau voru felld. Síðar kom í ljós að ljónin höfðu drepið mun færri menn, kannski um þrjátíu. Hægt er að sjá þessi makkalausu mannætuljón uppstoppuð á Field-náttúrsögusafninu í Chicago í Bandaríkjunum.

Ljónin tvö sem herjuðu á verkamenn í Tsavo undir lok 19. aldar eru varðveitt uppstoppuð á Field-náttúrsögusafninu í Chicago.

Nokkrar skýringar hafa verið settar fram um ljónsmmakka eða skort á honum. Ein tilgáta um makkaleysi karldýranna er sú að það hafi með hitastjórnun að gera. Á svæðum þar sem hiti er mikill gæti verið erfiðara fyrir makkamikil dýr að kæla sig og því hafi þróunin orðið í átt að minni eða engum makka. Önnur kenning er sú að makkaleysið tengist gróðurfari. Á búsvæðum ljónanna á Tsavo-svæðinu eru til að mynda ríkjandi tegundir runna sem eru alsettir þyrnum sem geta gert makkamiklum dýrum erfitt fyrir við að komast leiðar sinnar og veiða. Rétt er að taka fram að þessar tvær skýringar eru aðeins tilgátur og ekki er vitað með vissu hvers vegna sum karlljón eru makkalaus.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

6.2.2024

Spyrjandi

Sigtryggur Einar Sævarsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Af hverju hafa sum karlljón engan makka?“ Vísindavefurinn, 6. febrúar 2024, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=85628.

Jón Már Halldórsson. (2024, 6. febrúar). Af hverju hafa sum karlljón engan makka? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=85628

Jón Már Halldórsson. „Af hverju hafa sum karlljón engan makka?“ Vísindavefurinn. 6. feb. 2024. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=85628>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju hafa sum karlljón engan makka?
Upprunalega spurningin var:

Eru til makkalaus karlljón í Afríku eins og mannæturnar í Tsavo?

Karlljón eru einu kattardýrin sem skarta makka enda er glæsilegur makki án efa eitt af því fyrsta sem kemur upp í hugann í tengslum við útlit ljóna. Makkinn nær yfir afturhluta höfuðsins, hálsinn, axlir og brjóst. Hins vegar eru makkalaus karlljón eða ljón með rytjulegan makka vel þekkt bæði í Afríku, til dæmis í Súdan, Senegal, Búrkína Fasó, Úganda og Kenía, og í Asíu.

Makkalaust ljón í Tsavo-þjóðgarðinum í Kenía.

Asísk ljón er nú aðeins að finna Gir-skógi í Gujarat-héraði í vesturhluta Indlands en áður voru þau útbreiddari. Asísku ljónin eru með makka en hann er gjarnan minni eða rytjulegri en makkinn á dæmigerðum afrískum ljónum. Fornar styttur og myndir af ljónum frá svæðum þar sem ljón lifðu fyrr á öldum, svo sem í Grikklandi og Miðausturlöndum, til dæmis í Mesópótamíu hinni fornu og Persíu, benda til þess að ljónin þarna hafi verið makkalítil.

Kunnustu makkalausustu ljón nútímanns eru svokölluð tsavo-ljón en það er stofn ljóna sem lifir aðallega á Tsavo-verndarsvæðinu í sunnanverðri Keníu í austurhluta Afríku. Tsavo-karlljón komust á spjöld sögunnar undir lok 19. aldar þegar tvö þeirra lögðust á verkamenn sem unnu að lagningu lestarteina í gegnum Tsavo. Á sínum tíma var því haldið fram að þau hefðu drepið allt að 135 menn áður en þau voru felld. Síðar kom í ljós að ljónin höfðu drepið mun færri menn, kannski um þrjátíu. Hægt er að sjá þessi makkalausu mannætuljón uppstoppuð á Field-náttúrsögusafninu í Chicago í Bandaríkjunum.

Ljónin tvö sem herjuðu á verkamenn í Tsavo undir lok 19. aldar eru varðveitt uppstoppuð á Field-náttúrsögusafninu í Chicago.

Nokkrar skýringar hafa verið settar fram um ljónsmmakka eða skort á honum. Ein tilgáta um makkaleysi karldýranna er sú að það hafi með hitastjórnun að gera. Á svæðum þar sem hiti er mikill gæti verið erfiðara fyrir makkamikil dýr að kæla sig og því hafi þróunin orðið í átt að minni eða engum makka. Önnur kenning er sú að makkaleysið tengist gróðurfari. Á búsvæðum ljónanna á Tsavo-svæðinu eru til að mynda ríkjandi tegundir runna sem eru alsettir þyrnum sem geta gert makkamiklum dýrum erfitt fyrir við að komast leiðar sinnar og veiða. Rétt er að taka fram að þessar tvær skýringar eru aðeins tilgátur og ekki er vitað með vissu hvers vegna sum karlljón eru makkalaus.

Heimildir og myndir:

...