Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 641 svör fundust
Hvað eru malarhjallar og hvernig myndast þeir?
Malarhjallar eru flestir að uppruna fornar óseyrar, myndaðir við hærri sjávarstöðu í ísaldarlokin. Vindheimamelar, malarhjallar myndaðir við hærri sjávarstöðu við lok ísaldar. Straumvatn ber með sér framburð, því grófari sem straumhraðinn er meiri, sem fellur til botns þegar straumnum lygnir. Sá hluti frambu...
Hversu mörg dauðsföll hafa átt sér stað við sjómennsku á Íslandi?
Rannsóknarnefnd sjóslysa starfar samkvæmt lögum nr. 68/2000 með síðari breytingum. Nefndinni er ætlað að kanna orsakir allra sjóslysa er íslensk skip farast en einnig skal nefndin rannsaka öll slys þar sem manntjón verður, svo og önnur þau sjóslys sem hún telur ríkar ástæður til að rannsaka. Rannsóknarnefnd sjó...
Hvers vegna sökkva ekki þung skip þegar þau eru komin út í sjó?
Sú staðreynd að þung skip geta flotið á vatni byggist á lögmáli Arkímedesar. Það segir að hlutur sem dýft er í vökva eða gas léttist sem nemur þyngd efnisins sem hann ryður frá sér. Jafnvel þótt skrokkur skipa sé úr málmi sem sekkur í vatni getur skip flotið vegna þess að málmurinn myndar aðeins veggi um lest skip...
Er maður fljótari að sjóða vatn uppi á fjalli en niðri við sjó?
Við segjum að vatn sé farið að sjóða þegar loftbólur eru teknar að myndast í vatninu og fljóta upp að yfirborði þess. Þetta gerist vegna þess að hluti vatnsins fer úr vökvaham (fljótandi vatn) yfir í gasham (vatnsgufa) og myndar þá loftbólurnar í vatninu. Þá er sagt að vatnið hafi náð suðumarki sínu, en það eru mö...
Hve langt fara sniglar á klukkustund?
Sniglar eru í flokki lindýra. Þeir eru með vöðvamikinn fót og flestir þeirra með gormundinn kuðung. Flestir sniglar eru jurta- og hræætur en sumir eru sníklar. Þeir lifa á landi, í sjó og í ferskvötnum og þeir skiptast í fortálkna, baktálkna og lungnasnigla. Sniglar eru 0,1-20 cm á lengd. Á Íslandi hafa fundist um...
Af hverju geta mörgæsir ekki flogið?
Það eru nokkrar ástæður fyrir því að mörgæsir geta ekki flogið. Þær eru í fyrsta lagi of þungar og í öðru lagi eru vængirnir á þeim allt of stuttir miðað við líkamsstærð. Vængirnir eru jafnframt aðlagaðir að sundi frekar en flugi og minna því frekar á hreifa en eiginlega vængi. Þrátt fyrir þetta eru mörgæsir s...
Hvað er þessi hlunnur í "hlunnfara" og "kominn á fremsta hlunn"?
Hlunnur er tré, hvalbein, viðarkefli eða eitthvað því líkt, sem sett var undir skipskjöl þegar skip eða bátur var settur fram eða dreginn á land til þess að létta undir með mönnum. Hlunnur var einnig notaður til að skorða með skip eða bát í fjöru. Fremsti hlunnurinn er sá sem næstur er sjávarmáli. Þegar bátur v...
Hefur sjórinn alltaf verið saltur?
Það var enski vísindamaðurinn Edmond Halley (1656-1742) sem fyrstur færði að því rök að selta sjávar stafi af efnaveðrun á landi og að hin uppleystu efni berist til sjávar með straumvötnum. Hann veitti því meðal annars athygli að vötn og innhöf, sem ekkert frárennsli hafa, eru sölt. Þess vegna er það vafalaust að ...
Hvaðan kemur heitið Síða sem nafn á tiltekinni sveit í Vestur-Skaftafellssýslu?
Í heild hljóðar spurningin svona:Hvaðan kemur nafnið „Síða“ sem nafn á tiltekinni sveit í Vestur-Skaftafellssýslu og hver er upphafleg merking þess? Síða er eldfornt örnefni yfir byggðarlag í Vestur-Skaftafellssýslu. Nafnið kemur þegar fyrir í Landnámabók og Íslendingabók Ara fróða. Það merkir bókstaflega „hlið...
Af hverju er yfirleitt kaldara inn í landi en við strendur?
Hér á landi hagar þannig til að mestan hluta ársins er sjórinn úti fyrir ströndum landsins hlýrri heldur en loftið. Það er aðeins um stuttan tíma á sumrin sem þetta snýst við. Lóðréttur þáttur sjávarhringrásar veldur því að meira kemur að landinu af sjó suðrænnar ættar heldur en norrænnar, á vetrum er það sjór sem...
Hvað þarf mörg grömm af ferskum fiski til að búa til 100 grömm af harðfiski?
Ef miðað er við ýsu þá er örstutta svarið að það þarf um það bil 1,1 kg af ferskum óslægðum fiski upp úr sjó til að búa til 0,1 kg (100 g) af ýsuharðfiski. Tölurnar eru svipaðar fyrir ýsu og þorsk en gætu litið öðruvísi út fyrir aðrar fisktegundir og aðrar gerðir af harðfiski. Það eru til allnokkrar leiðir til ...
Er einhver mengun vegna þeirra tuga tonna af blýsökkum sem tapast í hafið á hverju ári?
Upphaflega spurningin var sem hér segir:Nú tapast tugir tonna af blýsökkum af handfærabátum í hafið á hverju ári. Er í þessu einhver efnafræðileg mengun? Spyrjandi bætir við að hann sé smábátasjómaður.Frumefnið blý (Pb) er náttúrlegt efni sem er í örlitlu magni í flestum bergtegundum, jarðvegi og í seti hafsins. Í...
Hverjar eru elstu þekktu leifar um ketti á Norðurlöndum?
Upprunalega spurningin var: Hverjar eru elstu kattvistarleifar á Norðurlöndum? Kettir voru fyrst tamdir í Austurlöndum nær og Egyptalandi fyrir um 9-10.000 árum, en villti forveri heimiliskattarins er afríski villikötturinn (Felis silvestris lybica) sem enn finnst á þeim slóðum.[1] Elsta beinagrind af heimi...
Hvað getið þið sagt mér um sverðfiska?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað getið þið sagt mér um sverðfiska? Til hvers nota þeir skoltinn (sverðið)? Sverðfiskur (Xiphias gladius) er all sérstakur fiskur og auðþekktur á langri trjónu, sem gengur fram úr hausnum. Trjóna þessi er efri skolturinn sem teygist svona langt fram. Sverðfiskur er annars ...
Hvernig og hvenær myndaðist Hjörleifshöfði?
Hjörleifshöfði (221 m.y.s) er móbergshöfði á suðvestanverðum Mýrdalssandi. Það þýðir að hann hefur myndast við eldgos undir jökli en myndun móbergfjalla er lýst í svari við spurningunni Hvað er móbergshryggur? Ekki er vitað til þess að Hjörleifshöfði hafi verið aldursgreindur, en hann er örugglega frá síðari h...