Hvaðan kemur nafnið „Síða“ sem nafn á tiltekinni sveit í Vestur-Skaftafellssýslu og hver er upphafleg merking þess?Síða er eldfornt örnefni yfir byggðarlag í Vestur-Skaftafellssýslu. Nafnið kemur þegar fyrir í Landnámabók og Íslendingabók Ara fróða. Það merkir bókstaflega „hlið á einhverju“, rétt eins og síða á manneskju. Þannig er Hvítársíða í Borgarfirði notað um landsvæðið meðfram Hvítá. Í tilfelli örnefnisins Síða er venjan að telja merkinguna þrengri og tákna „strandlengju“. Síða er þannig sú hlið landsins sem liggur að sjó. Orðið er skylt lýsingarorðinu síður og grunnmerkingin nær því yfir eitthvað sem teygist langt eða sítt. Það mætti því alveg hugsa sér líka að nafnið tengist hinu mikla sandflæmi sem er á þessum slóðum og gæti vísað til fjarlægðar byggðarinnar frá sjó. Kort:
- Kortasjá Landmælinga Íslands. (Sótt 11.6.2019).