Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Hlunnur er tré, hvalbein, viðarkefli eða eitthvað því líkt, sem sett var undir skipskjöl þegar skip eða bátur var settur fram eða dreginn á land til þess að létta undir með mönnum. Hlunnur var einnig notaður til að skorða með skip eða bát í fjöru.
Fremsti hlunnurinn er sá sem næstur er sjávarmáli. Þegar bátur var kominn á fremsta hlunn var hann sem sé alveg að komast á flot. Líkingin að vera kominn á fremsta hlunn með að gera eitthvað þegar átt er við að ‘vera í þann veginn að gera eitthvað’, er þaðan fengin og notuð í yfirfærðri merkingu.
Hlunnar hafa vafalaust verið notaðir til að setja fram bátinn sem hér sést, en hann er nú varðveittur í Ósvör í Bolungarvík.
Annað orðasamband, sem tengist hlunni og einnig er notað í yfirfærðri merkingu, er að láta eitthvað hlaupa af hlunnum í merkingunni ‘koma einhverju af stað’. Þarna má sjá fyrir sér skipið eða bátinn sem er að renna af hlunnunum út í sjó.
Sögnin að hlunnfæra merkir að ‘setja bát á sjó á hlunnum’, en er notað í yfirfærðri merkingu um að pretta eða leika á einhvern’. Hliðarmynd við hlunnfæra er hlunnfara sem einnig er notað um að ‘leika á eða pretta’.
Mynd:Bolungarvík á Wikipedia, frjálsa alfræðiritið
Guðrún Kvaran. „Hvað er þessi hlunnur í "hlunnfara" og "kominn á fremsta hlunn"?“ Vísindavefurinn, 17. október 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6318.
Guðrún Kvaran. (2006, 17. október). Hvað er þessi hlunnur í "hlunnfara" og "kominn á fremsta hlunn"? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6318
Guðrún Kvaran. „Hvað er þessi hlunnur í "hlunnfara" og "kominn á fremsta hlunn"?“ Vísindavefurinn. 17. okt. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6318>.