Fersk ýsuflök (kg) = x kg harðfiskur + y kg (uppgufað vatn).Ef eingöngu er miðað við þurrefni og ætlunin er að finna út hversu mikið þarf af ferskum ýsuflökum til að búa til 0,1 kg af harðfiski þá verður formúlan:
Fersk ýsuflök (kg) * 0,2 (hlutfall þurrefnis) = 0,1 kg harðfiskur * 0,8 (hlutfall þurrefnis).Það þarf ekki að taka uppgufaða vatnið með því það inniheldur að sjálfsögðu ekkert þurrefni. Niðurstaðan verður því:
Fersk ýsuflök (kg) = 0,1 kg harðfiskur * 0,8 (hlutfall þurrefnis) / 0,2 (hlutfall þurrefnis í ýsuflökum). Fersk ýsuflök (kg) = 0,4 kg.Nú vitum við hvað þarf mikið af ferskum, roðlausum og beinlausum ýsuflökum til að gefa okkur 100 g eða 0,1 kg af hraðfiski. En eftir stendur að finna út hversu mikið af fiski upp úr sjó við þurfum í framleiðsluna. Flakanýting ýsu er um það bil 40-45% sem þýðir að það þarf um 0,9 kg af slægðri ýsu til að gefa okkur 0,4 kg af flökum. Slóghlutfall ýsu, það er hlutfall innyfla, er mjög breytilegt eftir árstíma en algengt er að miða við 16% slóg að meðaltali. Það þýðir að 1,1 kg af ýsu upp úr sjó gefur um 0,9 kg af slægðri ýsu sem nægir til þess að búa til um 0,4 kg af ferskum roðlausum og beinlausum flökum sem duga til að framleiða um 0,1 kg af harðfiski. Að þessu sögðu er þó rétt að hafa í huga að þetta er nálgun, ekki er mögulegt gefa upp eina nákvæma tölu um hvað þarf mikið af ferskum fiski til að búa til ákveðið magn af harðfiski þar sem hráefni getur verið breytilegt og það sama á við um vinnsluaðferðir og afurðir. Mynd:
- Breiðadalsfiskur - Facebook. Höfundur myndar Jóhanna Ósk Halldórsdóttir. Birt með góðfúslegu leyfi. (Sótt 21.2.2024).