Eftir ísöld hefur höfðinn verið eyja umlukin sjó. Smám saman hefur ströndin gengið fram þannig að við landnám var eyjan höfði sem gekk í sjó fram líkt og Víkurfjall nú. Á 15. öld varð höfðinn umlukinn sandi af völdum framburðar Kötluhlaupa og nú nær sandurinn töluvert suður fyrir höfðann. Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:
- Voru eldgos algeng á ísöld?
- Hvers konar fjall er Búrfell í Grímsnesi? Er það hefðbundið móbergsfjall?
- Hvernig myndast sjávarrof við Ísland?
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.