Ísöld gengur í garð | = | fækkun eldgosa |
Ísöld stendur yfir | = | ástand eðlilegt |
Ísöld lýkur | = | fjölgun eldgosa |
Nútími | = | ástand eðlilegt |
Þegar í upphafi ísaldar var eldvirknin einkum bundin við miðbik landsins og færðist, er á leið, á mjó belti suðvestan-, sunnan- og norðanlands og eru þar nú aðaljarðeldsvæði landsins. En auk þess voru allmikil eldsumbrot við utanverðan Skagafjörð og á Snæfellsnesi og hafa eldsumbrot haldist á síðarnefnda svæðinu fram á nútíma. Gosbergið varð ólíkt að ytri gerð eftir því hvort það kom upp á auðu landi á hlýskeiðum eða undir jökli á jökulskeiðum þótt kvikan væri hin sama.Á hlýskeiðum runnu grágrýtishraun langar leiðir og oft langt út fyrir gosbeltin. Þessi hraun komu ýmist frá gossprungum, eldkeilum eða dyngjum. Dæmi um eldkeilur sem gusu á ísöld og eru virkar enn í dag eru Snæfellsjökull, Eyjafjallajökull og Öræfajökull. Dæmi um dyngjur sem mikil hraun runnu frá á þessum tíma eru Ok, Lyngdalsheiði og Mosfellsheiði.
- Hvenær og hvernig myndaðist Mælifell á Snæfellsnesi?
- Hvernig varð Grímsey til?
- Hvers konar fjall er Búrfell í Grímsnesi? Er það hefðbundið móbergsfjall?
- Hversu gamlir eru mismunandi hlutar Íslands?
- Þorleifur Einarsson, 1991: Myndun og mótun lands. Reykjavík, Mál og menning.
- Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund.