Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers konar fjall er Búrfell í Grímsnesi? Er það hefðbundið móbergsfjall?

Sigurður Steinþórsson

Búrfell í Grímsnesi er „hefðbundið móbergsfjall”, sennilega frá næstsíðasta jökulskeiði, það er um 120 þúsund ára gamalt. Fjallið er ekki krýnt hrauni og telst því ekki til stapa. Ef kenningar manna um byggingu móbergsfjalla eru réttar, má vænta þess að í kjarna Búrfells sé bólstraberg, sem myndaðist meðan þrýstingur á gígopið var hár (þykkur jökull hvíldi á því), en að síðan taki við sambreyskja úr gosösku sem runnið hefur saman í móberg.

Stapakenningin svonefnda, sem Guðmundur Kjartansson jarðfræðingur kom fram með snemma á 5. áratugnum, var að miklu leyti byggð á rannsóknum hans á Skriðunni, við norðurenda Tindaskaga. Samkvæmt þeirri kenningu eru staparnir, og móbergsfjöllin öll, mynduð við gos undir jökli eða í vatni. Flestir jarðfræðingar féllust snarlega á þessa kenningu um myndun móbergsfjalla, en lokasönnun sína fékk kenningin þó, samkvæmt Guðmundi Kjartanssyni sjálfum, í Surtseyjargosinu 1963-67. Sjá um það efni til dæmis grein eftir höfund þessa svars um Surtsey í bókinni Undur veraldar (ritstjóri Þorsteinn Vilhjálmsson, Mál og menning, Reykjavík 1998).

Sjá einnig Hvaða bergtegundir fyrirfinnast nær eingöngu á Íslandi eða hafa séríslensk einkenni?

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

17.7.2001

Spyrjandi

Gunnar Magnússon

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvers konar fjall er Búrfell í Grímsnesi? Er það hefðbundið móbergsfjall?“ Vísindavefurinn, 17. júlí 2001, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1793.

Sigurður Steinþórsson. (2001, 17. júlí). Hvers konar fjall er Búrfell í Grímsnesi? Er það hefðbundið móbergsfjall? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1793

Sigurður Steinþórsson. „Hvers konar fjall er Búrfell í Grímsnesi? Er það hefðbundið móbergsfjall?“ Vísindavefurinn. 17. júl. 2001. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1793>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers konar fjall er Búrfell í Grímsnesi? Er það hefðbundið móbergsfjall?
Búrfell í Grímsnesi er „hefðbundið móbergsfjall”, sennilega frá næstsíðasta jökulskeiði, það er um 120 þúsund ára gamalt. Fjallið er ekki krýnt hrauni og telst því ekki til stapa. Ef kenningar manna um byggingu móbergsfjalla eru réttar, má vænta þess að í kjarna Búrfells sé bólstraberg, sem myndaðist meðan þrýstingur á gígopið var hár (þykkur jökull hvíldi á því), en að síðan taki við sambreyskja úr gosösku sem runnið hefur saman í móberg.

Stapakenningin svonefnda, sem Guðmundur Kjartansson jarðfræðingur kom fram með snemma á 5. áratugnum, var að miklu leyti byggð á rannsóknum hans á Skriðunni, við norðurenda Tindaskaga. Samkvæmt þeirri kenningu eru staparnir, og móbergsfjöllin öll, mynduð við gos undir jökli eða í vatni. Flestir jarðfræðingar féllust snarlega á þessa kenningu um myndun móbergsfjalla, en lokasönnun sína fékk kenningin þó, samkvæmt Guðmundi Kjartanssyni sjálfum, í Surtseyjargosinu 1963-67. Sjá um það efni til dæmis grein eftir höfund þessa svars um Surtsey í bókinni Undur veraldar (ritstjóri Þorsteinn Vilhjálmsson, Mál og menning, Reykjavík 1998).

Sjá einnig Hvaða bergtegundir fyrirfinnast nær eingöngu á Íslandi eða hafa séríslensk einkenni?

...