Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Grímsey er gerð úr blágrýtislögum sem halla um 3° til suð-vesturs. Það bendir til þess að hraunin hafi runnið úr gosbelti þar sem nú er Eyjafjarðaráll og síðar varð óvirkt er gosvirknin fluttist til norð-austurs. Eyjan (bergið) er um 1 milljón ára, nefnilega frá ísöld.
Hraunin eru holufyllt, í kabasít-zeólítabeltinu, sem sýnir að allmikið hefur rofist ofan af eynni, enda er yfirborð hennar jökulrákað.
Á milli hraunlaganna er setbergslag, 15-30 m þykkt og fleygað hraunlögum. Efnið er að hluta til móberg. Þetta gæti bent til þess að Grímsey hafi í eina tíð verið landföst, en líklegra er þó að jökulsá við bráðnandi ísjaðar snemma á ísöld hafi myndað setið.
Grímsey er því leif af stærra landi sem jöklar hafa rofið, bæði ofan af henni og í kring.