Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hve langt fara sniglar á klukkustund?

Una Pétursdóttir

Sniglar eru í flokki lindýra. Þeir eru með vöðvamikinn fót og flestir þeirra með gormundinn kuðung. Flestir sniglar eru jurta- og hræætur en sumir eru sníklar. Þeir lifa á landi, í sjó og í ferskvötnum og þeir skiptast í fortálkna, baktálkna og lungnasnigla. Sniglar eru 0,1-20 cm á lengd. Á Íslandi hafa fundist um 30-40 tegundir snigla í ferskvötnum og á landi en um 160 tegundir í sjó.



Landsniglar hafa fót. Þeir hreyfa sig með vöðvakrafti með röð af samdráttarbylgjum sem byrja aftast og berast að fremsta enda fótarins. Sumar tegundir hreyfast með bifhárum á fætinum sem skríða á slímlaginu sem fremsti hluti fótsins myndar.

Flestir sniglar fara tiltölulega hægt, minna en átta cm á mínútu. En Haliotis-sniglar, sem notaðir eru til matar í Japan, geta farið tíu sinnum hraðar.

Sumir litlir hitabeltssniglar í skærum litum, tveggja sentimetra langir, komast allt að 120 cm á mínútu.

Þetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Heimildir

Íslenska Alfræðiorðabókin, Örn og Örlygur, 1990

Encyclopædia Britannica 7. ,,Gastropa”, bls. 947-957. 1979, Chicago.

Myndin fannst á vefsetri Náttúrufræðisafns Gautaborgar

Höfundur

unga fólkið svarar 2002

Útgáfudagur

9.4.2002

Spyrjandi

Orri Ólafsson, fæddur 1990

Tilvísun

Una Pétursdóttir. „Hve langt fara sniglar á klukkustund?“ Vísindavefurinn, 9. apríl 2002, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2276.

Una Pétursdóttir. (2002, 9. apríl). Hve langt fara sniglar á klukkustund? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2276

Una Pétursdóttir. „Hve langt fara sniglar á klukkustund?“ Vísindavefurinn. 9. apr. 2002. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2276>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hve langt fara sniglar á klukkustund?
Sniglar eru í flokki lindýra. Þeir eru með vöðvamikinn fót og flestir þeirra með gormundinn kuðung. Flestir sniglar eru jurta- og hræætur en sumir eru sníklar. Þeir lifa á landi, í sjó og í ferskvötnum og þeir skiptast í fortálkna, baktálkna og lungnasnigla. Sniglar eru 0,1-20 cm á lengd. Á Íslandi hafa fundist um 30-40 tegundir snigla í ferskvötnum og á landi en um 160 tegundir í sjó.



Landsniglar hafa fót. Þeir hreyfa sig með vöðvakrafti með röð af samdráttarbylgjum sem byrja aftast og berast að fremsta enda fótarins. Sumar tegundir hreyfast með bifhárum á fætinum sem skríða á slímlaginu sem fremsti hluti fótsins myndar.

Flestir sniglar fara tiltölulega hægt, minna en átta cm á mínútu. En Haliotis-sniglar, sem notaðir eru til matar í Japan, geta farið tíu sinnum hraðar.

Sumir litlir hitabeltssniglar í skærum litum, tveggja sentimetra langir, komast allt að 120 cm á mínútu.

Þetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Heimildir

Íslenska Alfræðiorðabókin, Örn og Örlygur, 1990

Encyclopædia Britannica 7. ,,Gastropa”, bls. 947-957. 1979, Chicago.

Myndin fannst á vefsetri Náttúrufræðisafns Gautaborgar

...