Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hefur sjórinn alltaf verið saltur?

Sigurður Steinþórsson

Það var enski vísindamaðurinn Edmond Halley (1656-1742) sem fyrstur færði að því rök að selta sjávar stafi af efnaveðrun á landi og að hin uppleystu efni berist til sjávar með straumvötnum. Hann veitti því meðal annars athygli að vötn og innhöf, sem ekkert frárennsli hafa, eru sölt. Þess vegna er það vafalaust að sjórinn hefur verið saltur frá upphafi, en rannsóknir benda til þess að seltan hafi haldist nokkuð stöðug um milljarða ára.


Selta sjávar stafar af efnaveðrun á landi.

Seltan er þó ekki bundin af efnajafnvægi við steindir, heldur stjórnast hún af hraða veðrunar, annars vegar, og brottnámi salts úr sjónum hins vegar. Þar eru helstu ferli uppgufun á strandsvæðum heitra landa, binding sjóvatns í sjávarseti og efnahvörf milli sjávar og hafsbotnsskorpunnar. Flekahreyfingar valda því svo að salti er skilað niður í jarðmöttulinn á sökkbeltum (niðurstreymisbeltum).

Selta sjávar er um 35 g/kg af sjó, og þar af eru 10,7 g Na og 19,25 g Cl, þannig að sjávarsalt er að stærstum hluta NaCl (natríum klóríð). Natríum losnar að mestu við efnaveðrun á landi, eins og fyrr sagði, en við afloftun (e. degassing) jarðar berst klór sem HCl (saltsýra) í sjó og loft úr eldfjöllum og jarðhitasvæðum.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

31.10.2008

Spyrjandi

Elín Ragnarsdóttir

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hefur sjórinn alltaf verið saltur?“ Vísindavefurinn, 31. október 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=49100.

Sigurður Steinþórsson. (2008, 31. október). Hefur sjórinn alltaf verið saltur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=49100

Sigurður Steinþórsson. „Hefur sjórinn alltaf verið saltur?“ Vísindavefurinn. 31. okt. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=49100>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hefur sjórinn alltaf verið saltur?
Það var enski vísindamaðurinn Edmond Halley (1656-1742) sem fyrstur færði að því rök að selta sjávar stafi af efnaveðrun á landi og að hin uppleystu efni berist til sjávar með straumvötnum. Hann veitti því meðal annars athygli að vötn og innhöf, sem ekkert frárennsli hafa, eru sölt. Þess vegna er það vafalaust að sjórinn hefur verið saltur frá upphafi, en rannsóknir benda til þess að seltan hafi haldist nokkuð stöðug um milljarða ára.


Selta sjávar stafar af efnaveðrun á landi.

Seltan er þó ekki bundin af efnajafnvægi við steindir, heldur stjórnast hún af hraða veðrunar, annars vegar, og brottnámi salts úr sjónum hins vegar. Þar eru helstu ferli uppgufun á strandsvæðum heitra landa, binding sjóvatns í sjávarseti og efnahvörf milli sjávar og hafsbotnsskorpunnar. Flekahreyfingar valda því svo að salti er skilað niður í jarðmöttulinn á sökkbeltum (niðurstreymisbeltum).

Selta sjávar er um 35 g/kg af sjó, og þar af eru 10,7 g Na og 19,25 g Cl, þannig að sjávarsalt er að stærstum hluta NaCl (natríum klóríð). Natríum losnar að mestu við efnaveðrun á landi, eins og fyrr sagði, en við afloftun (e. degassing) jarðar berst klór sem HCl (saltsýra) í sjó og loft úr eldfjöllum og jarðhitasvæðum.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd:...