Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna er sjórinn saltur?

Sigurður Steinþórsson

Seltan í sjónum stafar af efnum sem veðrast hafa úr bergi og borist til sjávar með fallvötnum.

Vatnið, eins og önnur efni jarðar, er í eilífri hringrás. Sjórinn gufar upp á suðlægum breiddargráðum, rakinn berst norður á bóginn með loftstraumum þar sem hann þéttist og fellur til jarðar sem rigning eða snjór. Regnið sem fellur á land rennur síðan aftur til sjávar, ýmist eftir yfirborðinu eða það seytlar niður í jörðina og berst burt sem grunnvatn. Vatnið ber með sér ýmis efni sem það leysir úr berginu sem það fer um.

Helstu frumefnin sem árvatn ber með sér í lausn eru kísill, magnesíum, kalsíum og natríum, svo og kolefni úr andrúmsloftinu. Ekki safnast þessi efni þó fyrir í sjónum endalaust, heldur hverfa þau úr honum aftur með ýmsum hætti. Þannig sitja kísilþörungar (svif) um kísilinn jafnóðum og hann berst til sjávar og mynda úr honum skeljar sínar. Önnur dýr (kórallar, skeldýr og svo framvegis) mynda skeljar sínar úr kalsíni og kolefni (CaCO3) en magnesín og natrín bindast í hafsbotnsberginu við miðhafshryggina.

Stærstur hluti af seltu sjávar er matarsalt, NaCl. Klórið (Cl) sem berst til sjávar með ánum er af ýmsum toga, til dæmis sjór sem borist hefur inn yfir landið í særoki, uppleystar saltmyndanir og klór sem veðrast hefur úr bergi. Stórvirkasta ferlið sem nemur klór burt úr sjónum er myndun saltlaga í strandlónum heitu landanna, til dæmis víða við Miðjarðarhaf.

Rannsóknir á seti og fleiru benda til þess að selta sjávar hafi ekki breyst verulega að minnsta kosti síðustu 600 milljón ár, þannig að allgott jafnvægi virðist ríkja milli „linda" og „svelgja" — nefnilega milli streymis efnanna í hafið og úr því.

Í öðru svari sama höfundar við sömu spurningu er lögð meiri áhersla á efnafræðilega hlið hennar, efnajöfnur og þess háttar.

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

8.8.2000

Spyrjandi

Theodór Elmar Bjarnason

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvers vegna er sjórinn saltur?“ Vísindavefurinn, 8. ágúst 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=745.

Sigurður Steinþórsson. (2000, 8. ágúst). Hvers vegna er sjórinn saltur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=745

Sigurður Steinþórsson. „Hvers vegna er sjórinn saltur?“ Vísindavefurinn. 8. ágú. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=745>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna er sjórinn saltur?
Seltan í sjónum stafar af efnum sem veðrast hafa úr bergi og borist til sjávar með fallvötnum.

Vatnið, eins og önnur efni jarðar, er í eilífri hringrás. Sjórinn gufar upp á suðlægum breiddargráðum, rakinn berst norður á bóginn með loftstraumum þar sem hann þéttist og fellur til jarðar sem rigning eða snjór. Regnið sem fellur á land rennur síðan aftur til sjávar, ýmist eftir yfirborðinu eða það seytlar niður í jörðina og berst burt sem grunnvatn. Vatnið ber með sér ýmis efni sem það leysir úr berginu sem það fer um.

Helstu frumefnin sem árvatn ber með sér í lausn eru kísill, magnesíum, kalsíum og natríum, svo og kolefni úr andrúmsloftinu. Ekki safnast þessi efni þó fyrir í sjónum endalaust, heldur hverfa þau úr honum aftur með ýmsum hætti. Þannig sitja kísilþörungar (svif) um kísilinn jafnóðum og hann berst til sjávar og mynda úr honum skeljar sínar. Önnur dýr (kórallar, skeldýr og svo framvegis) mynda skeljar sínar úr kalsíni og kolefni (CaCO3) en magnesín og natrín bindast í hafsbotnsberginu við miðhafshryggina.

Stærstur hluti af seltu sjávar er matarsalt, NaCl. Klórið (Cl) sem berst til sjávar með ánum er af ýmsum toga, til dæmis sjór sem borist hefur inn yfir landið í særoki, uppleystar saltmyndanir og klór sem veðrast hefur úr bergi. Stórvirkasta ferlið sem nemur klór burt úr sjónum er myndun saltlaga í strandlónum heitu landanna, til dæmis víða við Miðjarðarhaf.

Rannsóknir á seti og fleiru benda til þess að selta sjávar hafi ekki breyst verulega að minnsta kosti síðustu 600 milljón ár, þannig að allgott jafnvægi virðist ríkja milli „linda" og „svelgja" — nefnilega milli streymis efnanna í hafið og úr því.

Í öðru svari sama höfundar við sömu spurningu er lögð meiri áhersla á efnafræðilega hlið hennar, efnajöfnur og þess háttar....