Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna er sjórinn saltur?

Sigurður Steinþórsson

Öll uppleyst efni í sjónum eiga uppruna sinn í bergi á landi og hafa borist þangað með ánum. Svo að dæmi sé tekið, þá bera árnar 190 milljón tonn af natríni (Na+) árlega til sjávar. Helstu jónir aðrar sem eru í upplausn í árvatni eru magnesín, kalín, kalsín og kísill, svo og klór, bíkarbónat og súlfat. Upphaflega hafa öll þessi efni verið hluti af bergi sem veðraðist á yfirborði jarðar og efnin bárust til sjávar. Natrín losnar til dæmis þegar steindin albít leysist upp í kolsúru regni (regni í jafnvægi við koltvísýring andrúmsloftsins) og breytist í veðrunarsteindina kaolínít, en natríum, kísill og bíkarbónat berast til sjávar. Efnahvörfin eru sýnd hér á eftir textanum (hvörf 1).

En þetta er ekki nema lítill hluti sögunnar. Þótt mikið vatn sé í sjónum, er magn natríns í öllum sjónum ekki meira en svo að það tæki árnar innan við 100 milljón ár að leggja það allt til – en sjórinn er meira en 4000 milljón ára. Þetta þýðir að Na safnast ekki fyrir í sjónum, heldur er það fjarlægt úr vatninu á einhvern hátt. Meðal mikilvægra ferla sem fjarlægja Na og Cl, helstu þætti sjávarseltunnar, er uppgufun sjávar sem fellir út saltlög við strendur heitu landanna. Hitt aðalferlið sem fjarlægir Na úr sjónum eru efnahvörf sjávarins við nýmyndað berg á úthafshryggjunum. Hið sama á við um hin efnin í hvörfunum sem áður voru nefnd: Kísilþörungar binda kísilinn (H4SiO4) þegar í stað í kísilgrindur sínar og bíkarbónatið binst kalsíni í skeljum sædýra (CaCO3; hvörf 2 hér á eftir).

Þessi dæmi sýna mikilvægi efnaveðrunar við það að binda koltvísýring, CO2, úr andrúmsloftinu: Veðrun albíts bindur jafnmörg mól af koltvísýringi er berast til sjávar sem bíkarbónat. Þar binst helmingur koltvísýringsins í seti (skeljum) en helmingnum er skilað aftur til andrúmsloftsins.

Þess ber loks að geta, að selta sjávar virðist vera í jafnvægi sem byggist á því að saltefnin sem berast til sjávar bindast jafnóðum með ýmsum hætti í sjávarseti. Þannig hefur þetta verið í hundruð milljóna ára

Hvörf 1. Albít hvarfast í kaolínít og leysir út natrín og kísil:

$2 NaAlSi_{3}O_{8} + 11H_{2}O+2CO_{2}$

=

$Al_{2}Si_{2}O_{5}(OH)_{4}+2Na^{+}+4H_{4}SiO_{4}+2HCO_{3}^{-}$

Samsvarandi jöfnur má skrifa fyrir önnur uppleyst efni og aðrar steindir sem verða fyrir efnaveðrun (kemískri veðrun).

Hvörf 2. Bíkarbónat binst kalsíni í skeljum sjávardýra:

$Ca^{2+}+2HCO_{3}^{-}=CaCO_{3}+CO_{2}+H_{2}O$

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

15.2.2000

Spyrjandi

Steini Kristjánsson

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvers vegna er sjórinn saltur?“ Vísindavefurinn, 15. febrúar 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=100.

Sigurður Steinþórsson. (2000, 15. febrúar). Hvers vegna er sjórinn saltur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=100

Sigurður Steinþórsson. „Hvers vegna er sjórinn saltur?“ Vísindavefurinn. 15. feb. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=100>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna er sjórinn saltur?
Öll uppleyst efni í sjónum eiga uppruna sinn í bergi á landi og hafa borist þangað með ánum. Svo að dæmi sé tekið, þá bera árnar 190 milljón tonn af natríni (Na+) árlega til sjávar. Helstu jónir aðrar sem eru í upplausn í árvatni eru magnesín, kalín, kalsín og kísill, svo og klór, bíkarbónat og súlfat. Upphaflega hafa öll þessi efni verið hluti af bergi sem veðraðist á yfirborði jarðar og efnin bárust til sjávar. Natrín losnar til dæmis þegar steindin albít leysist upp í kolsúru regni (regni í jafnvægi við koltvísýring andrúmsloftsins) og breytist í veðrunarsteindina kaolínít, en natríum, kísill og bíkarbónat berast til sjávar. Efnahvörfin eru sýnd hér á eftir textanum (hvörf 1).

En þetta er ekki nema lítill hluti sögunnar. Þótt mikið vatn sé í sjónum, er magn natríns í öllum sjónum ekki meira en svo að það tæki árnar innan við 100 milljón ár að leggja það allt til – en sjórinn er meira en 4000 milljón ára. Þetta þýðir að Na safnast ekki fyrir í sjónum, heldur er það fjarlægt úr vatninu á einhvern hátt. Meðal mikilvægra ferla sem fjarlægja Na og Cl, helstu þætti sjávarseltunnar, er uppgufun sjávar sem fellir út saltlög við strendur heitu landanna. Hitt aðalferlið sem fjarlægir Na úr sjónum eru efnahvörf sjávarins við nýmyndað berg á úthafshryggjunum. Hið sama á við um hin efnin í hvörfunum sem áður voru nefnd: Kísilþörungar binda kísilinn (H4SiO4) þegar í stað í kísilgrindur sínar og bíkarbónatið binst kalsíni í skeljum sædýra (CaCO3; hvörf 2 hér á eftir).

Þessi dæmi sýna mikilvægi efnaveðrunar við það að binda koltvísýring, CO2, úr andrúmsloftinu: Veðrun albíts bindur jafnmörg mól af koltvísýringi er berast til sjávar sem bíkarbónat. Þar binst helmingur koltvísýringsins í seti (skeljum) en helmingnum er skilað aftur til andrúmsloftsins.

Þess ber loks að geta, að selta sjávar virðist vera í jafnvægi sem byggist á því að saltefnin sem berast til sjávar bindast jafnóðum með ýmsum hætti í sjávarseti. Þannig hefur þetta verið í hundruð milljóna ára

Hvörf 1. Albít hvarfast í kaolínít og leysir út natrín og kísil:

$2 NaAlSi_{3}O_{8} + 11H_{2}O+2CO_{2}$

=

$Al_{2}Si_{2}O_{5}(OH)_{4}+2Na^{+}+4H_{4}SiO_{4}+2HCO_{3}^{-}$

Samsvarandi jöfnur má skrifa fyrir önnur uppleyst efni og aðrar steindir sem verða fyrir efnaveðrun (kemískri veðrun).

Hvörf 2. Bíkarbónat binst kalsíni í skeljum sjávardýra:

$Ca^{2+}+2HCO_{3}^{-}=CaCO_{3}+CO_{2}+H_{2}O$

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...