Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig getur salt myndast í námum og hvaða hráefni þarf í salt?

Sigurður Steinþórsson

Saltnámur eru uppgufunarset, það er að segja set sem verður til við það að vatn gufar upp og efni sem voru uppleyst í því falla til botns. Saltnámurnar myndast nánar tiltekið við uppgufun úr heitum innhöfum sem og úr stöðuvötnum þar sem uppgufun er jöfn innstreymi í vatnið eða hraðari. Dæmi um hið síðarnefnda eru Saltvatn í Utah í Bandaríkjunum og Dauðahafið á landamærum Jórdaníu og Ísraels.



Saltstöplar í Zagros-fjöllum í Suðvestur-Íran séðir með augum geimfara. Hvíta skellann á miðri mynd, Kuh-e-Namak, er saltjökull þar sem saltið hefur náð upp á yfirborðið. Vinstra megin á myndinni er annar saltstöpull sem nær ekki upp úr jörðinni.

Í árvatni eru mörg uppleyst efni sem losnað hafa úr bergi við efnaveðrun á landi og berast til sjávar. Einnig losna efni út í sjóinn við ummyndun bergs á hafsbotni. Við uppgufun eykst styrkur efnanna í vatninu uns það mettast og steindir taka að falla úr. Að öðru jöfnu falla þá þær torleystustu fyrst út og síðan bætast hinar leysanlegri við koll af kolli, en einnig fer röðin eftir upphaflegum styrk efnanna í vatninu. Röðin er sem hér segir þegar vatnið í venjulegum sjó gufar upp: Fyrst falla út kalsít (CaCO3) og dólómít (CaMg(CO3)2), þá gifs (CaSO4.2H2O) og anhydrít (CaSO4), síðan halít (salt, NaCl) og loks kalíum- og magnesíumsölt. Þannig þarf talsvert mikla uppgufun til að salt (NaCl) taki að falla út, en styrkur þess er mestur uppleystra efna í sjó, 2,73% af 3,5% heildarseltu.



Kuh-e-Namak saltjökullinn.

Saltnámur eru iðulega í svonefndum saltstöplum. Þegar þykk saltlög grafast undir yngra seti veldur þungi setlaganna því að hið eðlislétta og mjúka salt stígur upp gegnum setlögin í strókum (stöplum) sem jafnvel geta náð upp á yfirborðið og breiðst út sem „saltjöklar“ þar sem loftslag er þurrt.

Sem dæmi má nefna að á perm-tímabilinu (fyrir um 300 milljón árum) var innhaf sem nefnt er Zechstein-haf þar sem nú er NV-Þýskaland. Loftslag var heitt og þurrt og mikil saltlög féllu út á hafsbotni. Síðan fylltist hafið smám saman af seti fram eftir miðlífsöld (trías, júra, krít) en saltstöplar risu upp í gegnum setið. Þrátt fyrir rof ísaldarjökla hafa saltstöplarnir þó ekki náð yfirborði, enda mundi regnvatn skjótlega eyða slíkum yfirborðsjarðmyndunum á þessum stað.



Þversnið af jarðlögum í NV-Þýskalandi. Ljósblái liturinn táknar saltlög kennd við Zechstein sem hafa risið upp í gegnum önnur jarðlög sem saltstöplar.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Myndir:


Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvernig myndast saltútfellingar sjávar?

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

5.2.2008

Spyrjandi

Orri Jónsson
Áslaug Arna Stefánsdóttir

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvernig getur salt myndast í námum og hvaða hráefni þarf í salt?“ Vísindavefurinn, 5. febrúar 2008, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7049.

Sigurður Steinþórsson. (2008, 5. febrúar). Hvernig getur salt myndast í námum og hvaða hráefni þarf í salt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7049

Sigurður Steinþórsson. „Hvernig getur salt myndast í námum og hvaða hráefni þarf í salt?“ Vísindavefurinn. 5. feb. 2008. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7049>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig getur salt myndast í námum og hvaða hráefni þarf í salt?
Saltnámur eru uppgufunarset, það er að segja set sem verður til við það að vatn gufar upp og efni sem voru uppleyst í því falla til botns. Saltnámurnar myndast nánar tiltekið við uppgufun úr heitum innhöfum sem og úr stöðuvötnum þar sem uppgufun er jöfn innstreymi í vatnið eða hraðari. Dæmi um hið síðarnefnda eru Saltvatn í Utah í Bandaríkjunum og Dauðahafið á landamærum Jórdaníu og Ísraels.



Saltstöplar í Zagros-fjöllum í Suðvestur-Íran séðir með augum geimfara. Hvíta skellann á miðri mynd, Kuh-e-Namak, er saltjökull þar sem saltið hefur náð upp á yfirborðið. Vinstra megin á myndinni er annar saltstöpull sem nær ekki upp úr jörðinni.

Í árvatni eru mörg uppleyst efni sem losnað hafa úr bergi við efnaveðrun á landi og berast til sjávar. Einnig losna efni út í sjóinn við ummyndun bergs á hafsbotni. Við uppgufun eykst styrkur efnanna í vatninu uns það mettast og steindir taka að falla úr. Að öðru jöfnu falla þá þær torleystustu fyrst út og síðan bætast hinar leysanlegri við koll af kolli, en einnig fer röðin eftir upphaflegum styrk efnanna í vatninu. Röðin er sem hér segir þegar vatnið í venjulegum sjó gufar upp: Fyrst falla út kalsít (CaCO3) og dólómít (CaMg(CO3)2), þá gifs (CaSO4.2H2O) og anhydrít (CaSO4), síðan halít (salt, NaCl) og loks kalíum- og magnesíumsölt. Þannig þarf talsvert mikla uppgufun til að salt (NaCl) taki að falla út, en styrkur þess er mestur uppleystra efna í sjó, 2,73% af 3,5% heildarseltu.



Kuh-e-Namak saltjökullinn.

Saltnámur eru iðulega í svonefndum saltstöplum. Þegar þykk saltlög grafast undir yngra seti veldur þungi setlaganna því að hið eðlislétta og mjúka salt stígur upp gegnum setlögin í strókum (stöplum) sem jafnvel geta náð upp á yfirborðið og breiðst út sem „saltjöklar“ þar sem loftslag er þurrt.

Sem dæmi má nefna að á perm-tímabilinu (fyrir um 300 milljón árum) var innhaf sem nefnt er Zechstein-haf þar sem nú er NV-Þýskaland. Loftslag var heitt og þurrt og mikil saltlög féllu út á hafsbotni. Síðan fylltist hafið smám saman af seti fram eftir miðlífsöld (trías, júra, krít) en saltstöplar risu upp í gegnum setið. Þrátt fyrir rof ísaldarjökla hafa saltstöplarnir þó ekki náð yfirborði, enda mundi regnvatn skjótlega eyða slíkum yfirborðsjarðmyndunum á þessum stað.



Þversnið af jarðlögum í NV-Þýskalandi. Ljósblái liturinn táknar saltlög kennd við Zechstein sem hafa risið upp í gegnum önnur jarðlög sem saltstöplar.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Myndir:


Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvernig myndast saltútfellingar sjávar?
...