Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hverjar eru elstu þekktu leifar um ketti á Norðurlöndum?

Albína Hulda Pálsdóttir

Upprunalega spurningin var:
Hverjar eru elstu kattvistarleifar á Norðurlöndum?

Kettir voru fyrst tamdir í Austurlöndum nær og Egyptalandi fyrir um 9-10.000 árum, en villti forveri heimiliskattarins er afríski villikötturinn (Felis silvestris lybica) sem enn finnst á þeim slóðum.[1] Elsta beinagrind af heimilisketti (Felis catus) sem fundist hefur hingað til fannst í gröf í Shillourokambas á eyjunni Kýpur í Miðjarðarhafi og er frá því 7500 f.Kr.[2] Áður en sú beinagrind fannst voru elstu dæmin um heimilisketti frá Egyptalandi frá því um 2000 f.Kr.[3][4]

Bein heimiliskatta finnast ekki í Mið- og Norður-Evrópu fyrr en á rómverskum tíma, á 1.-2. öld e.Kr.[5][6] Sýnt hefur verið fram á með fornerfðafræðirannsóknum að kettir dreifðust um Evrópu með þekktum verslunarleiðum.[7] Heimiliskettir voru notaðir til að halda niðri músum og rottum, til dæmis um borð í skipum, og einnig var feldur þeirra nýttur í fatnað.[8][9][10][11]

Evrópski villikötturinn (Felis silvestris silvestris)

Elstu þekktu bein villikattar sem fundist hafa í Svíþjóð eru um 6550 ára gömul.[12] Bein villikatta hafa einnig fundist á nokkrum stöðum í Danmörku frá miðsteinöld (12.500-3900 f.Kr.). Í nokkrum tilfellum er greinilegt að villikettirnir hafa verið fláðir og hlutaðir í sundur, líklega svo hægt væri að nýta feld þeirra í fatnað og borða kjötið.[13][14] Bein villikattarins hafa ekki fundist í Noregi hingað til.[15]

Evrópskri villikötturinn (Felis silvestris silvestris) hvarf að mestu frá Skandinavíu fyrir um 3500 árum. Hann hefur nú mjög takmarkaða dreifingu í Norður-Evrópu.

Evrópski villikötturinn hvarf að mestu frá Skandinavíu fyrir um 3500 árum vegna breytinga á umhverfisaðstæðum.[16] Líklega fannst hann lengst í Danmörku eða allt fram á 1. eða 2. öld.[17][18] Villikötturinn hefur nú mjög takmarkaða dreifingu í Norður-Evrópu en finnst enn í dag á hluta Bretlandseyja, í Þýskalandi og Póllandi. Hann telst ekki vera í mikilli útrýmingarhættu en þó er hætta nokkur vegna blöndunar við heimilisketti.[19]

Heimiliskettir í Skandinavíu

Elstu bein heimiliskatta sem fundist hafa í Skandinavíu eru frá því á seinni hluta rómverskrar járnaldar um 200 e.Kr. og fundust þau í brunagröf í Kastrup á Suður-Jótlandi í Danmörku. Kattarbeinið sem fannst í gröfinni var óbrennd vala en á henni mátti sjá skurðarför sem benda til þess að kötturinn hafi verið fláður. Í gröfinni voru líka brennd bein af fullorðinni manneskju og vala úr sauðkind með gati í gegn um. Líklega hafa kattar- og kindabeinið verið skart eða verndargripir.[20][21] Bein heimiliskatta eru frekar sjaldgæf í fornleifarannsóknum í Skandinavíu framan af en finnast þó af og til á víkingaöld (850-1050 e.Kr.) og verða nokkuð algeng þegar komið er fram á miðaldir.[22] Rannsóknir hafa sýnt fram á að verslun og landnám víkinga spilaði stóran þátt í að dreifa heimiliskettinum um Norður-Evrópu.[23][24] Bein heimiliskatta hafa fundist í fornleifarannsóknum á minjum frá víkingaöld í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Íslandi.[25]

Útskorið dýrahöfuð, mögulega af ketti, á Ásubergsskipinu. Ásubergsskipið er frá 9. öld og fannst við Óslóarfjörð í Noregi í upphafi síðustu aldar.

Við fornleifarannsóknir á víkingaaldarbænum Kaupangi sem er um 140 km frá Osló fundust nokkur bein heimiliskatta þar sem greinilegt var að kettir höfðu verið fláðir til að nýta af þeim skinnin.[26] Sama má segja um fjölda beina af heimilisköttum sem fundust í víkingaaldarlögum við fornleifarannsóknir í Óðinsvéum í Danmörku.[27] Mælingar á fjölda beina úr heimilisköttum úr fornleifarannsóknum í Danmörku hafa sýnt að danskir heimiliskettir hafa stækkað umtalsvert frá víkingaöld og fram til dagsins í dag.[28] Á miðöldum fara bein heimilskatta að finnast í ruslalögum ásamt beinum af öðrum húsdýrum og sjaldgæfara verður að á þeim finnist skurðarför sem bendir til þess að þeir hafi frekar verið haldnir til að halda niðri meindýrum en vegna feldsins.[29]

Í dag eru heimiliskettir eitt allra vinsælasta gæludýr í heimi og talið er að í Evrópu séu nú meira en 100 milljón heimiliskettir.[30]

Um bein úr heimilsköttum sem fundist hafa á Íslandi má fræðast í svari við spurningunni Hvenær komu kettir fyrst til Íslands?

Tilvísanir:
  1. ^ Ottoni, C., Van Neer, W., De Cupere, B., Daligault, J., Guimaraes, S., Peters, J., Spassov, N., o.fl. (2017). The palaeogenetics of cat dispersal in the ancient world. Nature Ecology & Evolution, 1(7), 0139. doi:10.1038/s41559-017-0139
  2. ^ Vigne, J.-D., Guilaine, J., Debue, K., Haye, L. og Ge´rard, P. (2004). Early Taming of the Cat in Cyprus. Science, 304(5668), 259–259. doi:10.1126/science.1095335
  3. ^ Faure, E. og Kitchener, A. C. (2009). An Archaeological and Historical Review of the Relationships between Felids and People. Anthrozoos: A Multidisciplinary Journal of The Interactions of People & Animals, 22(3), 221–238. doi:10.2752/175303709X457577
  4. ^ Vigne o.fl. (2004).
  5. ^ Baca, M., Popovic, D., Panagiotopoulou, H., Marciszak, A., Krajcarz, M., Krajcarz, M. T., Makowiecki, D., o.fl. (2018). Human-mediated dispersal of cats in the Neolithic Central Europe. Heredity, 121(6), 557–563. doi:10.1038/s41437-018-0071-4
  6. ^ Faure og Kitchener (2009).
  7. ^ Ottoni o.fl. (2017).
  8. ^ Bitz-Thorsen, J. og Gotfredsen, A. B. (2018). Domestic cats (Felis catus) in Denmark have increased significantly in size since the Viking Age. Danish Journal of Archaeology, 7(2), 241–254. doi:10.1080/21662282.2018.1546420
  9. ^ Faure og Kitchener (2009).
  10. ^ Hatting, T. (1990). Cats from Viking Age Odense. Journal of Danish Archaeology, 9(1), 179–193. doi:10.1080/0108464X.1990.10590042
  11. ^ Ottoni o.fl. (2017).
  12. ^ Liljegren, R. og Lagerås, P. (1993). Från mammutstäpp till kohage. Djurens historia i Sverige. Lund: Wallin & Dalolm.
  13. ^ Charles, R. (1997). The Exploitation of Carnivores and Other Fur-bearing Mammals during the North-western European Late and Upper Paleolithic and Mesolithic. Oxford Journal of Archaeology, 16(3), 253–277. doi:10.1111/1468-0092.00040
  14. ^ Trolle-Lassen, T. (1987). Human exploitation of fur animals in Mesolithic Denmark: a case study. Archaeozoologiax, 1(2), 85–102.
  15. ^ Barrett, J. H., Hall, A. R., Johnstone, C., Kenward, H. K., O’Connor, T. og Ashby, S. P. (2007). Interpreting the Plant and Animal Remains from Viking-age Kaupang. Í D. Skre (Ritstj.), Kaupang in Skiringssal, Norske oldfunn; Kaupang Excavation Project publication series (bls. 283–319). Oslo: Museum of Cultural History, University of Oslo.
  16. ^ Liljegren og Lagerås (1993).
  17. ^ Aaris-Sørensen, K. (1998). Danmarks Forhistoriske Dyreverden. København: Gyldendal.
  18. ^ Bitz-Thorsen og Gotfredsen (2018).
  19. ^ Yamaguchi, N., Kitchener, A., Driscoll, C. og Nussberger, B. (2015). Felis silvestris. The IUCN Red List of Threatened Species 2015. doi:10.2305/IUCN.UK.2015-2.RLTS.T60354712A50652361.en
  20. ^ Aaris-Sørensen (1998).
  21. ^ Bitz-Thorsen og Gotfredsen (2018).
  22. ^ Hatting T. (1990).
  23. ^ Faure og Kitchener (2009).
  24. ^ Ottoni o.fl. (2017).
  25. ^ T.d. Barrett o.fl. (2007), Bitz-Thorsen og Gotfredsen (2018), Pálsdóttir, A. H. (2015). Hvenær komu kettir fyrst til Íslands? Vísindavefurinn. Sótt 17. október 2019 af http://www.visindavefur.is/svar.php?id=68850.
  26. ^ Barrett o.fl. (2007).
  27. ^ Hatting 1990).
  28. ^ Bitz-Thorsen og Gotfredsen (2018).
  29. ^ Bitz-Thorsen og Gotfredsen (2018).
  30. ^ Cat population in Europe 2010-2018. (e.d.). Statista. Sótt 26. október 2019.

Myndir:

Höfundur

Albína Hulda Pálsdóttir

dýrabeinafornleifafræðingur

Útgáfudagur

12.11.2019

Spyrjandi

Elías Halldór Ágústsson

Tilvísun

Albína Hulda Pálsdóttir. „Hverjar eru elstu þekktu leifar um ketti á Norðurlöndum?“ Vísindavefurinn, 12. nóvember 2019, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=78136.

Albína Hulda Pálsdóttir. (2019, 12. nóvember). Hverjar eru elstu þekktu leifar um ketti á Norðurlöndum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=78136

Albína Hulda Pálsdóttir. „Hverjar eru elstu þekktu leifar um ketti á Norðurlöndum?“ Vísindavefurinn. 12. nóv. 2019. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=78136>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hverjar eru elstu þekktu leifar um ketti á Norðurlöndum?
Upprunalega spurningin var:

Hverjar eru elstu kattvistarleifar á Norðurlöndum?

Kettir voru fyrst tamdir í Austurlöndum nær og Egyptalandi fyrir um 9-10.000 árum, en villti forveri heimiliskattarins er afríski villikötturinn (Felis silvestris lybica) sem enn finnst á þeim slóðum.[1] Elsta beinagrind af heimilisketti (Felis catus) sem fundist hefur hingað til fannst í gröf í Shillourokambas á eyjunni Kýpur í Miðjarðarhafi og er frá því 7500 f.Kr.[2] Áður en sú beinagrind fannst voru elstu dæmin um heimilisketti frá Egyptalandi frá því um 2000 f.Kr.[3][4]

Bein heimiliskatta finnast ekki í Mið- og Norður-Evrópu fyrr en á rómverskum tíma, á 1.-2. öld e.Kr.[5][6] Sýnt hefur verið fram á með fornerfðafræðirannsóknum að kettir dreifðust um Evrópu með þekktum verslunarleiðum.[7] Heimiliskettir voru notaðir til að halda niðri músum og rottum, til dæmis um borð í skipum, og einnig var feldur þeirra nýttur í fatnað.[8][9][10][11]

Evrópski villikötturinn (Felis silvestris silvestris)

Elstu þekktu bein villikattar sem fundist hafa í Svíþjóð eru um 6550 ára gömul.[12] Bein villikatta hafa einnig fundist á nokkrum stöðum í Danmörku frá miðsteinöld (12.500-3900 f.Kr.). Í nokkrum tilfellum er greinilegt að villikettirnir hafa verið fláðir og hlutaðir í sundur, líklega svo hægt væri að nýta feld þeirra í fatnað og borða kjötið.[13][14] Bein villikattarins hafa ekki fundist í Noregi hingað til.[15]

Evrópskri villikötturinn (Felis silvestris silvestris) hvarf að mestu frá Skandinavíu fyrir um 3500 árum. Hann hefur nú mjög takmarkaða dreifingu í Norður-Evrópu.

Evrópski villikötturinn hvarf að mestu frá Skandinavíu fyrir um 3500 árum vegna breytinga á umhverfisaðstæðum.[16] Líklega fannst hann lengst í Danmörku eða allt fram á 1. eða 2. öld.[17][18] Villikötturinn hefur nú mjög takmarkaða dreifingu í Norður-Evrópu en finnst enn í dag á hluta Bretlandseyja, í Þýskalandi og Póllandi. Hann telst ekki vera í mikilli útrýmingarhættu en þó er hætta nokkur vegna blöndunar við heimilisketti.[19]

Heimiliskettir í Skandinavíu

Elstu bein heimiliskatta sem fundist hafa í Skandinavíu eru frá því á seinni hluta rómverskrar járnaldar um 200 e.Kr. og fundust þau í brunagröf í Kastrup á Suður-Jótlandi í Danmörku. Kattarbeinið sem fannst í gröfinni var óbrennd vala en á henni mátti sjá skurðarför sem benda til þess að kötturinn hafi verið fláður. Í gröfinni voru líka brennd bein af fullorðinni manneskju og vala úr sauðkind með gati í gegn um. Líklega hafa kattar- og kindabeinið verið skart eða verndargripir.[20][21] Bein heimiliskatta eru frekar sjaldgæf í fornleifarannsóknum í Skandinavíu framan af en finnast þó af og til á víkingaöld (850-1050 e.Kr.) og verða nokkuð algeng þegar komið er fram á miðaldir.[22] Rannsóknir hafa sýnt fram á að verslun og landnám víkinga spilaði stóran þátt í að dreifa heimiliskettinum um Norður-Evrópu.[23][24] Bein heimiliskatta hafa fundist í fornleifarannsóknum á minjum frá víkingaöld í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Íslandi.[25]

Útskorið dýrahöfuð, mögulega af ketti, á Ásubergsskipinu. Ásubergsskipið er frá 9. öld og fannst við Óslóarfjörð í Noregi í upphafi síðustu aldar.

Við fornleifarannsóknir á víkingaaldarbænum Kaupangi sem er um 140 km frá Osló fundust nokkur bein heimiliskatta þar sem greinilegt var að kettir höfðu verið fláðir til að nýta af þeim skinnin.[26] Sama má segja um fjölda beina af heimilisköttum sem fundust í víkingaaldarlögum við fornleifarannsóknir í Óðinsvéum í Danmörku.[27] Mælingar á fjölda beina úr heimilisköttum úr fornleifarannsóknum í Danmörku hafa sýnt að danskir heimiliskettir hafa stækkað umtalsvert frá víkingaöld og fram til dagsins í dag.[28] Á miðöldum fara bein heimilskatta að finnast í ruslalögum ásamt beinum af öðrum húsdýrum og sjaldgæfara verður að á þeim finnist skurðarför sem bendir til þess að þeir hafi frekar verið haldnir til að halda niðri meindýrum en vegna feldsins.[29]

Í dag eru heimiliskettir eitt allra vinsælasta gæludýr í heimi og talið er að í Evrópu séu nú meira en 100 milljón heimiliskettir.[30]

Um bein úr heimilsköttum sem fundist hafa á Íslandi má fræðast í svari við spurningunni Hvenær komu kettir fyrst til Íslands?

Tilvísanir:
  1. ^ Ottoni, C., Van Neer, W., De Cupere, B., Daligault, J., Guimaraes, S., Peters, J., Spassov, N., o.fl. (2017). The palaeogenetics of cat dispersal in the ancient world. Nature Ecology & Evolution, 1(7), 0139. doi:10.1038/s41559-017-0139
  2. ^ Vigne, J.-D., Guilaine, J., Debue, K., Haye, L. og Ge´rard, P. (2004). Early Taming of the Cat in Cyprus. Science, 304(5668), 259–259. doi:10.1126/science.1095335
  3. ^ Faure, E. og Kitchener, A. C. (2009). An Archaeological and Historical Review of the Relationships between Felids and People. Anthrozoos: A Multidisciplinary Journal of The Interactions of People & Animals, 22(3), 221–238. doi:10.2752/175303709X457577
  4. ^ Vigne o.fl. (2004).
  5. ^ Baca, M., Popovic, D., Panagiotopoulou, H., Marciszak, A., Krajcarz, M., Krajcarz, M. T., Makowiecki, D., o.fl. (2018). Human-mediated dispersal of cats in the Neolithic Central Europe. Heredity, 121(6), 557–563. doi:10.1038/s41437-018-0071-4
  6. ^ Faure og Kitchener (2009).
  7. ^ Ottoni o.fl. (2017).
  8. ^ Bitz-Thorsen, J. og Gotfredsen, A. B. (2018). Domestic cats (Felis catus) in Denmark have increased significantly in size since the Viking Age. Danish Journal of Archaeology, 7(2), 241–254. doi:10.1080/21662282.2018.1546420
  9. ^ Faure og Kitchener (2009).
  10. ^ Hatting, T. (1990). Cats from Viking Age Odense. Journal of Danish Archaeology, 9(1), 179–193. doi:10.1080/0108464X.1990.10590042
  11. ^ Ottoni o.fl. (2017).
  12. ^ Liljegren, R. og Lagerås, P. (1993). Från mammutstäpp till kohage. Djurens historia i Sverige. Lund: Wallin & Dalolm.
  13. ^ Charles, R. (1997). The Exploitation of Carnivores and Other Fur-bearing Mammals during the North-western European Late and Upper Paleolithic and Mesolithic. Oxford Journal of Archaeology, 16(3), 253–277. doi:10.1111/1468-0092.00040
  14. ^ Trolle-Lassen, T. (1987). Human exploitation of fur animals in Mesolithic Denmark: a case study. Archaeozoologiax, 1(2), 85–102.
  15. ^ Barrett, J. H., Hall, A. R., Johnstone, C., Kenward, H. K., O’Connor, T. og Ashby, S. P. (2007). Interpreting the Plant and Animal Remains from Viking-age Kaupang. Í D. Skre (Ritstj.), Kaupang in Skiringssal, Norske oldfunn; Kaupang Excavation Project publication series (bls. 283–319). Oslo: Museum of Cultural History, University of Oslo.
  16. ^ Liljegren og Lagerås (1993).
  17. ^ Aaris-Sørensen, K. (1998). Danmarks Forhistoriske Dyreverden. København: Gyldendal.
  18. ^ Bitz-Thorsen og Gotfredsen (2018).
  19. ^ Yamaguchi, N., Kitchener, A., Driscoll, C. og Nussberger, B. (2015). Felis silvestris. The IUCN Red List of Threatened Species 2015. doi:10.2305/IUCN.UK.2015-2.RLTS.T60354712A50652361.en
  20. ^ Aaris-Sørensen (1998).
  21. ^ Bitz-Thorsen og Gotfredsen (2018).
  22. ^ Hatting T. (1990).
  23. ^ Faure og Kitchener (2009).
  24. ^ Ottoni o.fl. (2017).
  25. ^ T.d. Barrett o.fl. (2007), Bitz-Thorsen og Gotfredsen (2018), Pálsdóttir, A. H. (2015). Hvenær komu kettir fyrst til Íslands? Vísindavefurinn. Sótt 17. október 2019 af http://www.visindavefur.is/svar.php?id=68850.
  26. ^ Barrett o.fl. (2007).
  27. ^ Hatting 1990).
  28. ^ Bitz-Thorsen og Gotfredsen (2018).
  29. ^ Bitz-Thorsen og Gotfredsen (2018).
  30. ^ Cat population in Europe 2010-2018. (e.d.). Statista. Sótt 26. október 2019.

Myndir:...