Hverjar eru elstu kattvistarleifar á Norðurlöndum?Kettir voru fyrst tamdir í Austurlöndum nær og Egyptalandi fyrir um 9-10.000 árum, en villti forveri heimiliskattarins er afríski villikötturinn (Felis silvestris lybica) sem enn finnst á þeim slóðum.[1] Elsta beinagrind af heimilisketti (Felis catus) sem fundist hefur hingað til fannst í gröf í Shillourokambas á eyjunni Kýpur í Miðjarðarhafi og er frá því 7500 f.Kr.[2] Áður en sú beinagrind fannst voru elstu dæmin um heimilisketti frá Egyptalandi frá því um 2000 f.Kr.[3][4] Bein heimiliskatta finnast ekki í Mið- og Norður-Evrópu fyrr en á rómverskum tíma, á 1.-2. öld e.Kr.[5][6] Sýnt hefur verið fram á með fornerfðafræðirannsóknum að kettir dreifðust um Evrópu með þekktum verslunarleiðum.[7] Heimiliskettir voru notaðir til að halda niðri músum og rottum, til dæmis um borð í skipum, og einnig var feldur þeirra nýttur í fatnað.[8][9][10][11] Evrópski villikötturinn (Felis silvestris silvestris) Elstu þekktu bein villikattar sem fundist hafa í Svíþjóð eru um 6550 ára gömul.[12] Bein villikatta hafa einnig fundist á nokkrum stöðum í Danmörku frá miðsteinöld (12.500-3900 f.Kr.). Í nokkrum tilfellum er greinilegt að villikettirnir hafa verið fláðir og hlutaðir í sundur, líklega svo hægt væri að nýta feld þeirra í fatnað og borða kjötið.[13][14] Bein villikattarins hafa ekki fundist í Noregi hingað til.[15]

Evrópskri villikötturinn (Felis silvestris silvestris) hvarf að mestu frá Skandinavíu fyrir um 3500 árum. Hann hefur nú mjög takmarkaða dreifingu í Norður-Evrópu.

Útskorið dýrahöfuð, mögulega af ketti, á Ásubergsskipinu. Ásubergsskipið er frá 9. öld og fannst við Óslóarfjörð í Noregi í upphafi síðustu aldar.
- ^ Ottoni, C., Van Neer, W., De Cupere, B., Daligault, J., Guimaraes, S., Peters, J., Spassov, N., o.fl. (2017). The palaeogenetics of cat dispersal in the ancient world. Nature Ecology & Evolution, 1(7), 0139. doi:10.1038/s41559-017-0139
- ^ Vigne, J.-D., Guilaine, J., Debue, K., Haye, L. og Ge´rard, P. (2004). Early Taming of the Cat in Cyprus. Science, 304(5668), 259–259. doi:10.1126/science.1095335
- ^ Faure, E. og Kitchener, A. C. (2009). An Archaeological and Historical Review of the Relationships between Felids and People. Anthrozoos: A Multidisciplinary Journal of The Interactions of People & Animals, 22(3), 221–238. doi:10.2752/175303709X457577
- ^ Vigne o.fl. (2004).
- ^ Baca, M., Popovic, D., Panagiotopoulou, H., Marciszak, A., Krajcarz, M., Krajcarz, M. T., Makowiecki, D., o.fl. (2018). Human-mediated dispersal of cats in the Neolithic Central Europe. Heredity, 121(6), 557–563. doi:10.1038/s41437-018-0071-4
- ^ Faure og Kitchener (2009).
- ^ Ottoni o.fl. (2017).
- ^ Bitz-Thorsen, J. og Gotfredsen, A. B. (2018). Domestic cats (Felis catus) in Denmark have increased significantly in size since the Viking Age. Danish Journal of Archaeology, 7(2), 241–254. doi:10.1080/21662282.2018.1546420
- ^ Faure og Kitchener (2009).
- ^ Hatting, T. (1990). Cats from Viking Age Odense. Journal of Danish Archaeology, 9(1), 179–193. doi:10.1080/0108464X.1990.10590042
- ^ Ottoni o.fl. (2017).
- ^ Liljegren, R. og Lagerås, P. (1993). Från mammutstäpp till kohage. Djurens historia i Sverige. Lund: Wallin & Dalolm.
- ^ Charles, R. (1997). The Exploitation of Carnivores and Other Fur-bearing Mammals during the North-western European Late and Upper Paleolithic and Mesolithic. Oxford Journal of Archaeology, 16(3), 253–277. doi:10.1111/1468-0092.00040
- ^ Trolle-Lassen, T. (1987). Human exploitation of fur animals in Mesolithic Denmark: a case study. Archaeozoologiax, 1(2), 85–102.
- ^ Barrett, J. H., Hall, A. R., Johnstone, C., Kenward, H. K., O’Connor, T. og Ashby, S. P. (2007). Interpreting the Plant and Animal Remains from Viking-age Kaupang. Í D. Skre (Ritstj.), Kaupang in Skiringssal, Norske oldfunn; Kaupang Excavation Project publication series (bls. 283–319). Oslo: Museum of Cultural History, University of Oslo.
- ^ Liljegren og Lagerås (1993).
- ^ Aaris-Sørensen, K. (1998). Danmarks Forhistoriske Dyreverden. København: Gyldendal.
- ^ Bitz-Thorsen og Gotfredsen (2018).
- ^ Yamaguchi, N., Kitchener, A., Driscoll, C. og Nussberger, B. (2015). Felis silvestris. The IUCN Red List of Threatened Species 2015. doi:10.2305/IUCN.UK.2015-2.RLTS.T60354712A50652361.en
- ^ Aaris-Sørensen (1998).
- ^ Bitz-Thorsen og Gotfredsen (2018).
- ^ Hatting T. (1990).
- ^ Faure og Kitchener (2009).
- ^ Ottoni o.fl. (2017).
- ^ T.d. Barrett o.fl. (2007), Bitz-Thorsen og Gotfredsen (2018), Pálsdóttir, A. H. (2015). Hvenær komu kettir fyrst til Íslands? Vísindavefurinn. Sótt 17. október 2019 af http://www.visindavefur.is/svar.php?id=68850.
- ^ Barrett o.fl. (2007).
- ^ Hatting 1990).
- ^ Bitz-Thorsen og Gotfredsen (2018).
- ^ Bitz-Thorsen og Gotfredsen (2018).
- ^ Cat population in Europe 2010-2018. (e.d.). Statista. Sótt 26. október 2019.
- Felis silvestris silvestris Luc Viatour.jpg - Wikipedia. Höfundur myndar: Luc Viatour. Birt undir CC BY-SA 3.0 leyfi. (Sótt 5.11.2019).
- Freyja's Cat | Viking Ship Museum, Oslo, Norway. Does this o… | Flickr. Höfundur myndar: A. Davey. Birt undir CC BY-NC-ND 2.0 leyfi. (Sótt 5.11.2019).