Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær var víkingaöld?

Sverrir Jakobsson

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hvenær er talið að víkingaaldirnar hafi byrjað, er rétt að miða við 793 þegar þeir réðust á Lindisfarne og síðan 1066 við bardagann við Stamford Bridge.

Eins og önnur löng söguleg tímabil er víkingaöld huglægur tilbúningur sem er ætlað að koma einhverri skipan á óreiðukennda og flókna atburðarás. Það sem einkennir víkingaöldina er hernaðarstyrkur norrænna þjóða gagnvart þjóðum í Vestur- og Austur-Evrópu og fólksflutningar frá Noregi, Danmörku og Svíþjóð til annarra landa.

Algengt er að sjá upphaf og endalok víkingaaldar miðuð við tvo stórviðburði. Annar er árás norrænna manna á klaustrið í Lindisfarne á Norðimbralandi 8. júní 793 og hinn er orustan við Stamford Bridge í austurhluta Jórvíkurskíris 25. september 1066 þegar Haraldur Englandskonungur sigraði Harald Noregskonung. Báðir þessir atburðir tengjast sögu Englands og er því tímasetning sem miðar við þá Englandsmiðjuð (e. anglocentric) en tekur ekki mið af þjóðfélagsþróun á Norðurlöndum. Hugmyndin um norrænt fólk sem víkinga er komin frá evrópskum annálariturum, ekki síst engilsaxneskum.

Árás norrænna manna á klaustrið í Lindisfarne undir lok 8. aldar er gjarnan talin marka upphaf víkingaldar en sú tímasetning er Englandsmiðuð. Leifar klaustursins eru horfnar en rústir klausturs frá 12. öld standa enn.

Forsendur útrásar norræns fólks til annarra landa, sem átti sér bæði friðsamlegar og ófriðsamlegar birtingarmyndir, er fólksfjölgun og aukin efnahagsleg umsvif heima fyrir. Fyrstu „víkingarnir“ voru mun fremur kaupmenn en sjóræningjar. Sem dæmi um þessa þróun má nefna uppgang kauptúna í Ribe og Heiðarbæ á Jótland. Ribe var orðið til um 700 og Heiðarbær litlu síðar. Þar er að finna mannvirki sem kölluð hafa verið Danavirki og voru eitt sinn tengd upphafi víkingaferða en samkvæmt rannsóknum á trjáhringjum hafa þau verið reist um 737. Sænska þorpið Birka varð til um svipað leyti, eða í kringum 750. Elsta norska þorpið af þessu tagi er Kaupangur í Skíringssal sem byggður var á seinustu áratugum 8. aldar. Elsta þorp norrænna manna í Rússlandi, Staraja Ladoga, var byggt um miðja 8. öld og hefur sennilega tengst verslun við ýmsar þjóðir í austri. Í gegnum þá verslun streymdi silfurmynt frá löndum kalífaríkisins og raf frá Eystrasaltslöndum til Norðurlanda þegar á 8. öld.

Hvað varðar skipulegar ránsferðir þá verður þeirra vart í ritheimildum nokkrum árum fyrir árásina á Lindisfarne þar sem norrænir menn rændu á eyjunni Portland í Ermarsundi árið 789. Nokkrum árum síðar fylgdi árásin á klaustrið í kjölfarið og svo árásir á Skotland og Írland. Á níundu öld settust hópar norrænna manna að í öllum þessum löndum og hefur umsvifamikið landnám á Íslandi hafist um svipað leyti, enda þótt ekki sé vitað hvenær fyrsta ferðin til Íslands var farin. Einnig herjuðu norrænir menn við strendur Spánar og árið 860 réðst þjóð sem kölluð var Rus á Konstantínópel, höfuðborg Rómaveldis, og er almennt talið að víkingar hafi verið þar á ferð. Norrænir menn fengu yfirráð yfir héraði í norðurhluta Frakklands sem síðan hefur verið kennt við þá (fr. Normandie) en þessir norrænu Frankar herjuðu víða í Evrópu á 11. öld þar sem þeir réðu löndum á Englandi, Ítalíu og Sikiley.

Líkan af Árósum, einum af elstu bæjum Danmerkur. Sögu hans má rekja aftur til 8. aldar, um það leyti sem víkingatíminn er að hefjast.

Á fyrri hluta 11. aldar voru komin til sögunnar konungsríki í Danmörku og Svíþjóð og herjuðu þeir konungar á England og náðu að leggja það undir sig. Þannig stjórnaði Knútur ríki (d. 1035) Englandi, Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Norrænir menn misstu yfirráð yfir Englandi 1042 en héldu áfram herferðum þangað og var herferð Haralds Noregskonungs árið 1066 ekki sú seinasta. Sveinn Danakonungur stóð fyrir herferðum til Englands árin 1069 og 1075 og sonur hans, Knútur helgi, skipulagði slíka herferð árið 1085 en ekkert varð þó af henni. Magnús Noregskonungur, sonarsonur Haralds, herjaði við Skotland og Írland í upphafi 12. aldar og var enginn eðlismunur á styrjöldum hans og hernaði afa hans á Englandi.

Norrænir konungar héldu áfram hernaði á hendur grannlöndum á 12. öld, ekki síst þjóðum við suður- og austurströnd Eystrasalts. Þær herferðir eru þó yfirleitt ekki kallaðar víkingaferðir þar sem konungarnir höfðu tileinkað sér hugmyndafræði krossferða og skilgreindu herferðirnar sem trúarstríð, enda þótt fórnarlömbin væru iðulega kristið fólk. Þá fóru ýmsir norrænir konungar í herferðir til landa við Miðjarðarhafið og er það einnig iðulega skilgreint sem hluti af hreyfingu krossferðanna.

Þegar litið er til þess sem hér er rakið virðist ástæðulaust að miða upphaf og endalok víkingaaldar við þá afmörkuðu atburði sem nefndir voru í upphafi. Á Norðurlöndum hófust þær samfélagsbreytingar sem mörkuðu upphaf nýrra tíma á fyrri hluta 8. aldar og tengjast þéttbýlismyndun og aukinni verslun. Endalok víkingaferða verða ekki afmörkuð með einföldum hætti. Þegar í upphafi 11. aldar var hernaður norrænna manna gegn grannríkjum í vestri og austri farinn að taka á sig mynd hefðbundinna milliríkjastyrjalda. Sá hernaður hélt áfram á 12. öld en samlagaðist í auknum mæli orðræðu krossferða. Því mætti segja að víkingar hafi umbreyst í krossfara í upphafi 12. aldar, án þess að mikil breyting hafi orðið á hernaði þeirra í raun.

Gagnleg rit um efnið:

  • Johannes Brøndsted, Vikingerne (1960).
  • Peter Sawyer, The Age of the Vikings (1962).
  • Else Roesdahl, Vikingernes verden (1987).
  • The Viking World, ritstj. Stefan Brink og Neil Price (2008).
  • Anders Winroth, The Age of the Vikings (2014).
  • Byzantium and the Viking World, ritstj. Fedir Androschuk, Jonathan Shepard og Monica White (2016).

Myndir:

Höfundur

Sverrir Jakobsson

prófessor í miðaldasögu við HÍ

Útgáfudagur

28.10.2019

Spyrjandi

Hermann Valsson

Tilvísun

Sverrir Jakobsson. „Hvenær var víkingaöld?“ Vísindavefurinn, 28. október 2019, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=78149.

Sverrir Jakobsson. (2019, 28. október). Hvenær var víkingaöld? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=78149

Sverrir Jakobsson. „Hvenær var víkingaöld?“ Vísindavefurinn. 28. okt. 2019. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=78149>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær var víkingaöld?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Hvenær er talið að víkingaaldirnar hafi byrjað, er rétt að miða við 793 þegar þeir réðust á Lindisfarne og síðan 1066 við bardagann við Stamford Bridge.

Eins og önnur löng söguleg tímabil er víkingaöld huglægur tilbúningur sem er ætlað að koma einhverri skipan á óreiðukennda og flókna atburðarás. Það sem einkennir víkingaöldina er hernaðarstyrkur norrænna þjóða gagnvart þjóðum í Vestur- og Austur-Evrópu og fólksflutningar frá Noregi, Danmörku og Svíþjóð til annarra landa.

Algengt er að sjá upphaf og endalok víkingaaldar miðuð við tvo stórviðburði. Annar er árás norrænna manna á klaustrið í Lindisfarne á Norðimbralandi 8. júní 793 og hinn er orustan við Stamford Bridge í austurhluta Jórvíkurskíris 25. september 1066 þegar Haraldur Englandskonungur sigraði Harald Noregskonung. Báðir þessir atburðir tengjast sögu Englands og er því tímasetning sem miðar við þá Englandsmiðjuð (e. anglocentric) en tekur ekki mið af þjóðfélagsþróun á Norðurlöndum. Hugmyndin um norrænt fólk sem víkinga er komin frá evrópskum annálariturum, ekki síst engilsaxneskum.

Árás norrænna manna á klaustrið í Lindisfarne undir lok 8. aldar er gjarnan talin marka upphaf víkingaldar en sú tímasetning er Englandsmiðuð. Leifar klaustursins eru horfnar en rústir klausturs frá 12. öld standa enn.

Forsendur útrásar norræns fólks til annarra landa, sem átti sér bæði friðsamlegar og ófriðsamlegar birtingarmyndir, er fólksfjölgun og aukin efnahagsleg umsvif heima fyrir. Fyrstu „víkingarnir“ voru mun fremur kaupmenn en sjóræningjar. Sem dæmi um þessa þróun má nefna uppgang kauptúna í Ribe og Heiðarbæ á Jótland. Ribe var orðið til um 700 og Heiðarbær litlu síðar. Þar er að finna mannvirki sem kölluð hafa verið Danavirki og voru eitt sinn tengd upphafi víkingaferða en samkvæmt rannsóknum á trjáhringjum hafa þau verið reist um 737. Sænska þorpið Birka varð til um svipað leyti, eða í kringum 750. Elsta norska þorpið af þessu tagi er Kaupangur í Skíringssal sem byggður var á seinustu áratugum 8. aldar. Elsta þorp norrænna manna í Rússlandi, Staraja Ladoga, var byggt um miðja 8. öld og hefur sennilega tengst verslun við ýmsar þjóðir í austri. Í gegnum þá verslun streymdi silfurmynt frá löndum kalífaríkisins og raf frá Eystrasaltslöndum til Norðurlanda þegar á 8. öld.

Hvað varðar skipulegar ránsferðir þá verður þeirra vart í ritheimildum nokkrum árum fyrir árásina á Lindisfarne þar sem norrænir menn rændu á eyjunni Portland í Ermarsundi árið 789. Nokkrum árum síðar fylgdi árásin á klaustrið í kjölfarið og svo árásir á Skotland og Írland. Á níundu öld settust hópar norrænna manna að í öllum þessum löndum og hefur umsvifamikið landnám á Íslandi hafist um svipað leyti, enda þótt ekki sé vitað hvenær fyrsta ferðin til Íslands var farin. Einnig herjuðu norrænir menn við strendur Spánar og árið 860 réðst þjóð sem kölluð var Rus á Konstantínópel, höfuðborg Rómaveldis, og er almennt talið að víkingar hafi verið þar á ferð. Norrænir menn fengu yfirráð yfir héraði í norðurhluta Frakklands sem síðan hefur verið kennt við þá (fr. Normandie) en þessir norrænu Frankar herjuðu víða í Evrópu á 11. öld þar sem þeir réðu löndum á Englandi, Ítalíu og Sikiley.

Líkan af Árósum, einum af elstu bæjum Danmerkur. Sögu hans má rekja aftur til 8. aldar, um það leyti sem víkingatíminn er að hefjast.

Á fyrri hluta 11. aldar voru komin til sögunnar konungsríki í Danmörku og Svíþjóð og herjuðu þeir konungar á England og náðu að leggja það undir sig. Þannig stjórnaði Knútur ríki (d. 1035) Englandi, Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Norrænir menn misstu yfirráð yfir Englandi 1042 en héldu áfram herferðum þangað og var herferð Haralds Noregskonungs árið 1066 ekki sú seinasta. Sveinn Danakonungur stóð fyrir herferðum til Englands árin 1069 og 1075 og sonur hans, Knútur helgi, skipulagði slíka herferð árið 1085 en ekkert varð þó af henni. Magnús Noregskonungur, sonarsonur Haralds, herjaði við Skotland og Írland í upphafi 12. aldar og var enginn eðlismunur á styrjöldum hans og hernaði afa hans á Englandi.

Norrænir konungar héldu áfram hernaði á hendur grannlöndum á 12. öld, ekki síst þjóðum við suður- og austurströnd Eystrasalts. Þær herferðir eru þó yfirleitt ekki kallaðar víkingaferðir þar sem konungarnir höfðu tileinkað sér hugmyndafræði krossferða og skilgreindu herferðirnar sem trúarstríð, enda þótt fórnarlömbin væru iðulega kristið fólk. Þá fóru ýmsir norrænir konungar í herferðir til landa við Miðjarðarhafið og er það einnig iðulega skilgreint sem hluti af hreyfingu krossferðanna.

Þegar litið er til þess sem hér er rakið virðist ástæðulaust að miða upphaf og endalok víkingaaldar við þá afmörkuðu atburði sem nefndir voru í upphafi. Á Norðurlöndum hófust þær samfélagsbreytingar sem mörkuðu upphaf nýrra tíma á fyrri hluta 8. aldar og tengjast þéttbýlismyndun og aukinni verslun. Endalok víkingaferða verða ekki afmörkuð með einföldum hætti. Þegar í upphafi 11. aldar var hernaður norrænna manna gegn grannríkjum í vestri og austri farinn að taka á sig mynd hefðbundinna milliríkjastyrjalda. Sá hernaður hélt áfram á 12. öld en samlagaðist í auknum mæli orðræðu krossferða. Því mætti segja að víkingar hafi umbreyst í krossfara í upphafi 12. aldar, án þess að mikil breyting hafi orðið á hernaði þeirra í raun.

Gagnleg rit um efnið:

  • Johannes Brøndsted, Vikingerne (1960).
  • Peter Sawyer, The Age of the Vikings (1962).
  • Else Roesdahl, Vikingernes verden (1987).
  • The Viking World, ritstj. Stefan Brink og Neil Price (2008).
  • Anders Winroth, The Age of the Vikings (2014).
  • Byzantium and the Viking World, ritstj. Fedir Androschuk, Jonathan Shepard og Monica White (2016).

Myndir:

...