Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan komu víkingarnir og hvaða áhrif höfðu þeir í öðrum löndum?

Sverrir Jakobsson

Í forníslensku merkir hugtakið víkingur „sjóræningi, maður sem stundar sjóhernað“, en einnig er til kvenkynsorðið viking „herferð á sjó“ (sbr. „að fara í víking“). Orðið er algengt í vestnorrænum mállýskum (íslensku, norsku) en sjaldgæfara í austnorrænum (dönsku, sænsku). Hugtakið komst inn í Evrópumál úr norrænu, en hélt merkingu sinni. Adam frá Brimum, þýskur klerkur sem skrifar á latínu um 1075, segir til dæmis: „ipsi vero pyratae, quos illi wichingos appellant“ (þeir voru sannlega sjóræningjar, sem þeir nefna víkinga) sem bendir til þess að norrænir menn hafi notað orðið sem samheiti við pirata, „sjóræningi“. Enski sagnaritarinn Ælfric þýðir orðið með svipuðum hætti.

Eftirgerð af víkingaskipi en fyrirmynd þess fannst við Hróarskeldu í Danmörku.

Á seinni öldum hefur hugtakið fengið útbreiðslu í öðrum tungumálum (svo sem ensku) sem samheiti yfir norræna menn á tilteknum tíma sem kallaður hefur verið víkingatími eða víkingaöld, um 800-1050. Sú merking er líklega komin frá Engilsöxum, en fornt enskt kvæði, Wiðsið, notar hugtakið wicing þannig að um almennt orð yfir norræna menn virðist vera að ræða. Þá finnst hugtakið wicinga cynn í engilsaxneskum heimildum, sem bendir til þess að litið hafi verið á víkinga sem tiltekna þjóð fremur en stétt manna sem stundaði vissa iðju (það er sjórán). Hinum megin við Norðursjóinn má sjá svipaða notkun hugtaksins í frísneskum lagahandritum frá 13. öld.

Hugtakið víkingaferð er tengt orðinu víkingur og er raunar samheiti við það í einni merkingu þess („herferð á sjó“). Oft er sagt frá víkingaferðum í Íslendingasögum og öðrum norrænum miðaldaheimildum og virðast þær hafa verið eins konar blanda af verslunar- og ránsferðum. Slíkar heimildir fjalla hins vegar ekki um samtímann heldur fyrri tíma og þegar þær eru festar á blað er víkingaferðum að mestu lokið. Í erlendum heimildum er fyrst getið um víkingaferð þegar norrænir sjóræningar réðust á klaustrið í Lindisfarne 793, en ránsferðir af þessu tagi hófust eflaust nokkru fyrr. Varðveittar heimildir frá þessum tíma voru hins vegar gjarnan skrifaðar í grennd við klaustur og veittu klausturránum meiri athygli en árásum á venjulega bændur.

Á svipuðum tíma hófst innflutningur norrænna manna til Orkneyja, Hjaltlands, Suðureyja og Manar, en líta má á hann sem undanfara þess að Færeyjar, og síðar Ísland, uppgötvuðust og þar hófst byggð norrænna manna. Á þessum eyjum var naumast um ránsferðir að ræða, heldur markvisst landnám sem líklega tengist landþrengslum heima fyrir.

Nokkur víkingasverð sem voru til sýnis á safni í Bergen í Noregi.

Víkingar frá Danmörku og Noregi réðust reglulega á England, Frísland og Niðurlönd á fyrri hluta 9. aldar, en þar er erfitt að greina á milli ránsferða og herferða sem farnar voru í pólitískum tilgangi. Víst er að víkingar frá Danmörku og Noregi settust að bæði á Írlandi (í Dyflinni), Norður-Englandi (í Jórvík) og á austurströnd Englands (Danalög). Ýmsir víkingaforingjar fengu lén í Fríslandi á 9. öld og í upphafi 10. aldar fékk norrænn víkingaforingi, Rollo, erfðalén á norðurströnd Frakklands, sem síðan nefnist Normandie.

Í upphafi 10. aldar dró úr víkingaferðum og fljótlega upp úr því misstu víkingakonungar fótfestu sína á Bretlandseyjum. Seinasti víkingakonungurinn, Eiríkur Haraldsson konungur í Jórvík, féll árið 954. Á Írlandi hélst ríki víkinga í Dyflinni hins vegar fram til um 1170.

Sumir vilja líta á herleiðangra danskra og norskra kónga gegn Englandi á árunum 991-1085 sem hluta af víkingaferðum, en þeir voru þó annars eðlis þar sem á ferð voru konungar sem leituðust við að leggja undir sig annað ríki, sem þeim tókst öðru hvoru.

Vitað er að norrænir menn fóru einnig í ránsferðir í austurveg, allt til Rússlands þar sem fundist hafa grafreitir og aðrar minjar um norræna menn. Þar voru þeir hins vegar ekki nefndir víkingar heldur varjagi (væringjar) í slavneskum heimildum og rus í grískum, slavneskum og arabískum heimildum. Líkt og í vesturvegi er erfitt að greina milli ránsferða, markvissra herferða eða innflutnings, en víst er að mest verður vart við víkinga í austurvegi á 9. og 10. öld, en eftir það fóru áhrif þeirra að minnka. Norrænir menn mynduðu sérstaka lífvarðasveit við hirð keisarans í Konstantínópel og nefndust þeir væringjar. Eftir að Normannar lögðu undir sig England 1066 fjölgaði hins vegar Engilsöxum í þessum lífverði, en hlutur norrænna manna fór minnkandi.

Að lokum má svo benda á að í Rómverja sögu, sem er íslensk miðaldaþýðing á verkum sagnaritarans Sallustiusar og stórskáldsins Lucanusar, er orðið víkingur notað sem þýðing á rómverska hugtakinu tyrannus, „harðstjóri, einvaldur“.

Myndir:

Höfundur

Sverrir Jakobsson

prófessor í miðaldasögu við HÍ

Útgáfudagur

13.7.2001

Síðast uppfært

11.3.2020

Spyrjandi

Gunnar Konráðsson, f. 1983

Tilvísun

Sverrir Jakobsson. „Hvaðan komu víkingarnir og hvaða áhrif höfðu þeir í öðrum löndum?“ Vísindavefurinn, 13. júlí 2001, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1789.

Sverrir Jakobsson. (2001, 13. júlí). Hvaðan komu víkingarnir og hvaða áhrif höfðu þeir í öðrum löndum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1789

Sverrir Jakobsson. „Hvaðan komu víkingarnir og hvaða áhrif höfðu þeir í öðrum löndum?“ Vísindavefurinn. 13. júl. 2001. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1789>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan komu víkingarnir og hvaða áhrif höfðu þeir í öðrum löndum?
Í forníslensku merkir hugtakið víkingur „sjóræningi, maður sem stundar sjóhernað“, en einnig er til kvenkynsorðið viking „herferð á sjó“ (sbr. „að fara í víking“). Orðið er algengt í vestnorrænum mállýskum (íslensku, norsku) en sjaldgæfara í austnorrænum (dönsku, sænsku). Hugtakið komst inn í Evrópumál úr norrænu, en hélt merkingu sinni. Adam frá Brimum, þýskur klerkur sem skrifar á latínu um 1075, segir til dæmis: „ipsi vero pyratae, quos illi wichingos appellant“ (þeir voru sannlega sjóræningjar, sem þeir nefna víkinga) sem bendir til þess að norrænir menn hafi notað orðið sem samheiti við pirata, „sjóræningi“. Enski sagnaritarinn Ælfric þýðir orðið með svipuðum hætti.

Eftirgerð af víkingaskipi en fyrirmynd þess fannst við Hróarskeldu í Danmörku.

Á seinni öldum hefur hugtakið fengið útbreiðslu í öðrum tungumálum (svo sem ensku) sem samheiti yfir norræna menn á tilteknum tíma sem kallaður hefur verið víkingatími eða víkingaöld, um 800-1050. Sú merking er líklega komin frá Engilsöxum, en fornt enskt kvæði, Wiðsið, notar hugtakið wicing þannig að um almennt orð yfir norræna menn virðist vera að ræða. Þá finnst hugtakið wicinga cynn í engilsaxneskum heimildum, sem bendir til þess að litið hafi verið á víkinga sem tiltekna þjóð fremur en stétt manna sem stundaði vissa iðju (það er sjórán). Hinum megin við Norðursjóinn má sjá svipaða notkun hugtaksins í frísneskum lagahandritum frá 13. öld.

Hugtakið víkingaferð er tengt orðinu víkingur og er raunar samheiti við það í einni merkingu þess („herferð á sjó“). Oft er sagt frá víkingaferðum í Íslendingasögum og öðrum norrænum miðaldaheimildum og virðast þær hafa verið eins konar blanda af verslunar- og ránsferðum. Slíkar heimildir fjalla hins vegar ekki um samtímann heldur fyrri tíma og þegar þær eru festar á blað er víkingaferðum að mestu lokið. Í erlendum heimildum er fyrst getið um víkingaferð þegar norrænir sjóræningar réðust á klaustrið í Lindisfarne 793, en ránsferðir af þessu tagi hófust eflaust nokkru fyrr. Varðveittar heimildir frá þessum tíma voru hins vegar gjarnan skrifaðar í grennd við klaustur og veittu klausturránum meiri athygli en árásum á venjulega bændur.

Á svipuðum tíma hófst innflutningur norrænna manna til Orkneyja, Hjaltlands, Suðureyja og Manar, en líta má á hann sem undanfara þess að Færeyjar, og síðar Ísland, uppgötvuðust og þar hófst byggð norrænna manna. Á þessum eyjum var naumast um ránsferðir að ræða, heldur markvisst landnám sem líklega tengist landþrengslum heima fyrir.

Nokkur víkingasverð sem voru til sýnis á safni í Bergen í Noregi.

Víkingar frá Danmörku og Noregi réðust reglulega á England, Frísland og Niðurlönd á fyrri hluta 9. aldar, en þar er erfitt að greina á milli ránsferða og herferða sem farnar voru í pólitískum tilgangi. Víst er að víkingar frá Danmörku og Noregi settust að bæði á Írlandi (í Dyflinni), Norður-Englandi (í Jórvík) og á austurströnd Englands (Danalög). Ýmsir víkingaforingjar fengu lén í Fríslandi á 9. öld og í upphafi 10. aldar fékk norrænn víkingaforingi, Rollo, erfðalén á norðurströnd Frakklands, sem síðan nefnist Normandie.

Í upphafi 10. aldar dró úr víkingaferðum og fljótlega upp úr því misstu víkingakonungar fótfestu sína á Bretlandseyjum. Seinasti víkingakonungurinn, Eiríkur Haraldsson konungur í Jórvík, féll árið 954. Á Írlandi hélst ríki víkinga í Dyflinni hins vegar fram til um 1170.

Sumir vilja líta á herleiðangra danskra og norskra kónga gegn Englandi á árunum 991-1085 sem hluta af víkingaferðum, en þeir voru þó annars eðlis þar sem á ferð voru konungar sem leituðust við að leggja undir sig annað ríki, sem þeim tókst öðru hvoru.

Vitað er að norrænir menn fóru einnig í ránsferðir í austurveg, allt til Rússlands þar sem fundist hafa grafreitir og aðrar minjar um norræna menn. Þar voru þeir hins vegar ekki nefndir víkingar heldur varjagi (væringjar) í slavneskum heimildum og rus í grískum, slavneskum og arabískum heimildum. Líkt og í vesturvegi er erfitt að greina milli ránsferða, markvissra herferða eða innflutnings, en víst er að mest verður vart við víkinga í austurvegi á 9. og 10. öld, en eftir það fóru áhrif þeirra að minnka. Norrænir menn mynduðu sérstaka lífvarðasveit við hirð keisarans í Konstantínópel og nefndust þeir væringjar. Eftir að Normannar lögðu undir sig England 1066 fjölgaði hins vegar Engilsöxum í þessum lífverði, en hlutur norrænna manna fór minnkandi.

Að lokum má svo benda á að í Rómverja sögu, sem er íslensk miðaldaþýðing á verkum sagnaritarans Sallustiusar og stórskáldsins Lucanusar, er orðið víkingur notað sem þýðing á rómverska hugtakinu tyrannus, „harðstjóri, einvaldur“.

Myndir:...