Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1141 svör fundust
Hversu lengi hafa köngulær verið til á jörðinni? Hvað eru til margar tegundir og ættir í heiminum og á Íslandi?
Köngulær (Araneae) teljast til áttfætlna (Arachnida) sem er flokkur innan fylkingar liðfætlna eða liðdýra (Arthropoda). Til áttfætlna teljast dýr sem hafa fjögur pör af fótum, tvískiptan líkama og hvorki fálmara né vængi. Til samanburðar þá hafa skordýr þrjú pör af fótum, þrískiptan líkama, fálmara og yfirleitt væ...
Af hverju brennur natrín (natríum) þegar það snertir vatn?
Natrín eða natríum (enska sodium) er málmur úr fyrsta flokki lotukerfisins eða úr flokki alkalímálma. Bræðslumark natríns er 98°C og eðlismassi þess 0,97 g/cm3. Natrín er mjúkur málmur og það er auðvelt að skera hann í sneiðar með hníf. Þegar það er gert í andrúmslofti sést eitt andartak glansandi gráhvítur litur ...
Hverjir rannsaka eldgos?
Eldfjallafræði er þverfagleg fræðigrein þar sem vísindamenn með margvíslegan bakgrunn leggjast á eitt við rannsóknir á eldvirkni. Jarðvísindamenn eru stærsti hópurinn og þeir fást við rannsóknir á öllum hliðum eldgosa. Aðrir sem koma að rannsóknum eldgosa eru til dæmis líffræðingar, sagnfræðingar og læknar sem ran...
Hvað er eldgos heitt?
Efnasamsetning gosefna er gjarnan notuð til að flokka bergkvikuna sem kemur upp í eldgosum og gosbergið sem til verður þegar hún storknar á yfirborð jarðar. Þannig er talað um basíska, ísúra eða súra kviku og/eða storkuberg. Ræður þar mestu kísilsýrumagn kvikunnar eða bergsins, sem er lægst í basísku bergi og hæst...
Hvernig tala menn undir rós?
Orðasambandið að segja eitthvað eða tala undir rós merkir að ‛víkja að einhverju óbeinum orðum, gefa eitthvað í skyn’ og eru elstu dæmi Orðabókar Háskólans annars vegar úr orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík frá miðri 18. öld (AM 433 fol.) og hins vegar úr þýðingu hans á Nikulási Klím eftir Ludvig...
Hvaðan kemur sá háttur að nota orðið skúr í karlkyni, þá þegar talað er um rigningarskúr?
Ýmis orð í íslensku máli eru notuð í fleiri en einu kyni og er notkunin oft svæðisbundin. Bæði karlkyns og hvorugkyns eru til dæmis orðin fress, hor, hrís, kögur, plús, sykur. Kvenkyns og hvorugkyns eru til dæmis bjúga, hnoða, hveiti, jógúrt, saft, smíði, tál, þúsund. Í þremur kynjum eru skurn og vikur. Kvenkyns o...
Á hvaða aldri er 103 ára gamall langafi minn?
Síðari liðurinn -ræður er vel þekktur í orðunum áttræður, níræður, tíræður og er í hljóðskiptum við liðinn -rað í hundrað. Fram að áttræðu er notaður síðari liðurinn -tugur, tvítugur, þrítugur, fertugur, fimmtugur, sextugur, sjötugur, það er taldir eru þeir tugir sem viðkomandi hefur lifað. Á x-tugs aldri merkir þ...
Hvaðan koma nafnorðin þórðargleði og þórðarverk?
Þórbergur Þórðarson skráði ævisögu Árna Þórarinssonar prófasts og kom hún út í sex bindum. Í þriðja bindi, sem kom út 1947, segir Árni frá karli einum sem Þórður hét:Þórður hét maður og bjó á bæ nokkrum í prestakalla mínu. Einn dag á slætti kom hann út á engjar til fólks síns og fékk þá engu orði upp komið fyrir h...
Hvers konar herör er verið að skera upp?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvað er herör í orðatiltækinu að skera upp herör? Hver er uppruni orðatiltækisins? Orðatiltækið að skera upp herör kemur fyrir í fornu máli. Í Egils sögu sem er frá 13. öld segir í 3. kafla: "Auðbjörn konungr lét skera upp herör ok fara herboð um allt ríki sitt." Í Ritmálss...
Hvað er skammrif og hvaða böggull fylgir því?
Skammrif er annars vegar notað um stutt rifbein í kind, það er eitthvert af fjórum fremstu rifjunum en hins vegar um framhluta kindarskrokks (bringu, hrygg og fjögur fremstu rifin). Orðið er notað í tveimur orðasamböndum, það eru komin/farin skammrifin úr deginum ‘það er tekið að líða á daginn’ og þar fylgir böggu...
Hvert er farið fram í rauðan dauðann?
Upphaflega spurningin hljóðaði svo:Af hverju segir maður fram í rauðan dauðann? Hvaða rauði dauði er það? Rauður jarðvegur, mold, gröf? Orðasambandið fram í rauðan dauðann þekkist að minnsta kosti frá fyrsta þriðjungi 17. aldar. Merkingin er ‘eins lengi og unnt er’. Elsta heimild í Ritmálssafni Orðabókar Háskól...
Hvaðan kemur nafnið á kökunni hjónabandssæla?
Ekki hefur mér tekist að finna skýringu á nafni kökunnar hjónabandssæla og hef þó víða leitað og margan spurt. Elsta heimild sem ég hef fundið um nafnið er úr Vikunni, 10. tbl. 1950 á timarit.is. Þar er uppskrift og bakstrinum síðan lýst. Lýsingin endar á: ,,Þessu er jafnað á smurða plötu og rabarbaramauk smurt yf...
Getur uppstigningardag og sumardaginn fyrsta borið upp á sama dag?
Bæði uppstigningardag og sumardaginn fyrsta ber upp á fimmtudag að vori og því er ekki óeðlilegt að velta fyrir sér hvort þeir geti fallið á sama daginn. Uppstigningardagur er fimmtudagur fjörtíu dögum eftir páska. Eins og fram kemur í svari við spurningunni Af hverju eru páskarnir ekki alltaf á sama tíma? er ...
Hver fann upp sígarettuna og hvenær?
Frumbyggjar í Ameríku þekktu tóbakið löngu á undan Evrópubúum og notuðu það til dæmis við helgiathafnir. Astekar reyktu til dæmis reyrstilka fyllta með tóbaki, annars staðar voru tóbakslaufin kramin og þeim rúllað upp í hýði af maís eða öðrum jurtum áður en þau voru reykt. Laufin voru einnig tuggin. Á myndinni má ...
Af hverju kallast einmánuður þessi nafni?
Einmánuður er síðasti mánuður vetrar og tekur við af góu. Hann hefst á þriðjudegi á bilinu 20.–26. mars og stendur þar til harpa tekur við á bilinu 19.–25. apríl. Nafnið kemur fyrir þegar í fornum bókmenntum, meðal annars í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu. Þar segir um skiptingu ársins (1949: 239):Frá jafndægri er ha...