Hvað er herör í orðatiltækinu að skera upp herör? Hver er uppruni orðatiltækisins?Orðatiltækið að skera upp herör kemur fyrir í fornu máli. Í Egils sögu sem er frá 13. öld segir í 3. kafla: "Auðbjörn konungr lét skera upp herör ok fara herboð um allt ríki sitt." Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans finnast dæmi um það frá fyrri hluta 20. aldar en elsta heimild á timarit.is er úr Skírni frá 1849.

Herör var örvarmyndað kefli sem skilaboð voru rist á. Það var upphaflega sent milli bæja til að kalla menn til vopna. Á myndinni sjást örvar frá 4. eða 5. öld. Þessum örvum var kastað en ekki skotið af boga.
- File:ML - Plumbate.jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 21.11.2016). Myndin er birt undir leyfinu CC BY-SA 3.0. Wolfgang Sauber tók myndina.
Ritstjórn Vísindavefsins þakkar Torfa Tulinius fyrir ábendingu um dæmið úr Egils sögu.