Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er munurinn á orðatiltæki og málshætti?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Nokkur munur er á málsháttum og orðatiltækjum. Málsháttur er vanalega fullmótuð setning sem felur í sér einhverja fullyrðingu eða jafnvel lífspeki eins og víða má finna í hinu forna kvæði Hávamálum. Þaðan eru til dæmis málshættirnir maður er manns gaman, halur er heima hver, þjóð veit ef þrír eru og margur verður af aurum api. Málshættir hafa oft að geyma siðareglur eða varnaðarorð, til dæmis betra er að iðja en biðja og oft ilmar eitruð rót.

Málshátturinn getur staðið einn og skilst án samhengis. Engin regla er til um það hvenær setning telst málsháttur. Ljóðlína, sem oft er gripið til, og verður sjálfstæð utan ljóðsins getur talist málsháttur. Sama gildir um fleygar setningar í ritverkum, fornum og nýjum, ef þær geta staðið sjálfstæðar án fyrra umhverfis. Þannig standa til dæmis eftirfarandi setningar úr Njáls sögu sjálfstætt án þess samhengis sem þær voru upphaflega hluti af: illa gefast ill ráð, allt orkar tvímælis, þá er gert er, köld eru kvenna ráð og fjórðungi bregður til fósturs.

Orðatiltæki er víðara hugtak en málsháttur. Undir það flokkast einkum orðtök, talshættir, fastar líkingar og fleyg orð. Orðtök geta verið fullmótaðar setningar sem fela í sér fullyrðingu en standa ekki algerlega sjálfstæðar, þær skiljast af samhenginu. Dæmi um þetta er: allt ber að sama brunni 'allt bendir í sömu átt'. Þarna verða menn að vita hvað átt er við með brunnur til að skilja hvað við er átt.

Algengara er að orðatiltæki sé ekki fullgerð setning heldur fast orðasamband og merking þá venjulega breytt. Dæmi um þetta er að hafa eitthvað til brunns að bera 'vera gæddur einhverjum eiginleika' (Stúlkan hefur margt til brunns að bera). Samband af þessu tagi kalla sumir talshátt.

Með föstum líkingum er átt við orðatiltæki sem hafa beina merkingu og felst gjarnan í þeim samanburður eða líking við eitthvað. Dæmi: hafa einhvern að blóraböggli (þ.e. sem blóraböggul) 'hafa einhvern til að kenna um eitthvað', gera einhverjum bjarnargreiða (þ.e. greiða eins og björn) 'valda einhverjum óvart tjóni eða meini'.

Hér á landi tíðkast það að inni í páskaeggjum sé málsháttur á blaði. Málsháttur er vanalega fullmótuð setning sem felur í sér einhverja fullyrðingu eða jafnvel lífspeki.

Fleyg orð eru setningar sem geta vel skilist þótt þær standi einar. Oft er um að ræða setningar eða hluta úr setningum sem einhver hefur sagt við ákveðið tækifæri sem menn jafnvel þekkja ekki lengur. Dæmi. Vissi ég ekki bankabygg!, veit ég það Sveinki, þetta á nú við hana Vindu, og þetta á nú við lífið hans Láka.

Um þetta efni má lesa t.d í:
  • Bjarni Vilhjálmsson og Óskar Halldórsson. 1966 og síðari útgáfur. Íslenzkir málshættir. Bls. vii -xii. Almenna bókafélagið, Reykjavík.
  • Halldór Halldórsson. 1968 og síðari útgáfur. Íslenzkt orðtakasafn. Bls. v.-viii. Almenna bókafélagið, Reykjavík.
  • Jón Friðjónsson. 1994. Mergur málsins. Bls. v - vii. Örn og Örlygur, Reykjavík.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

2.3.2004

Síðast uppfært

12.7.2018

Spyrjandi

Helgi Baldvinsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hver er munurinn á orðatiltæki og málshætti?“ Vísindavefurinn, 2. mars 2004, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4033.

Guðrún Kvaran. (2004, 2. mars). Hver er munurinn á orðatiltæki og málshætti? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4033

Guðrún Kvaran. „Hver er munurinn á orðatiltæki og málshætti?“ Vísindavefurinn. 2. mar. 2004. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4033>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á orðatiltæki og málshætti?
Nokkur munur er á málsháttum og orðatiltækjum. Málsháttur er vanalega fullmótuð setning sem felur í sér einhverja fullyrðingu eða jafnvel lífspeki eins og víða má finna í hinu forna kvæði Hávamálum. Þaðan eru til dæmis málshættirnir maður er manns gaman, halur er heima hver, þjóð veit ef þrír eru og margur verður af aurum api. Málshættir hafa oft að geyma siðareglur eða varnaðarorð, til dæmis betra er að iðja en biðja og oft ilmar eitruð rót.

Málshátturinn getur staðið einn og skilst án samhengis. Engin regla er til um það hvenær setning telst málsháttur. Ljóðlína, sem oft er gripið til, og verður sjálfstæð utan ljóðsins getur talist málsháttur. Sama gildir um fleygar setningar í ritverkum, fornum og nýjum, ef þær geta staðið sjálfstæðar án fyrra umhverfis. Þannig standa til dæmis eftirfarandi setningar úr Njáls sögu sjálfstætt án þess samhengis sem þær voru upphaflega hluti af: illa gefast ill ráð, allt orkar tvímælis, þá er gert er, köld eru kvenna ráð og fjórðungi bregður til fósturs.

Orðatiltæki er víðara hugtak en málsháttur. Undir það flokkast einkum orðtök, talshættir, fastar líkingar og fleyg orð. Orðtök geta verið fullmótaðar setningar sem fela í sér fullyrðingu en standa ekki algerlega sjálfstæðar, þær skiljast af samhenginu. Dæmi um þetta er: allt ber að sama brunni 'allt bendir í sömu átt'. Þarna verða menn að vita hvað átt er við með brunnur til að skilja hvað við er átt.

Algengara er að orðatiltæki sé ekki fullgerð setning heldur fast orðasamband og merking þá venjulega breytt. Dæmi um þetta er að hafa eitthvað til brunns að bera 'vera gæddur einhverjum eiginleika' (Stúlkan hefur margt til brunns að bera). Samband af þessu tagi kalla sumir talshátt.

Með föstum líkingum er átt við orðatiltæki sem hafa beina merkingu og felst gjarnan í þeim samanburður eða líking við eitthvað. Dæmi: hafa einhvern að blóraböggli (þ.e. sem blóraböggul) 'hafa einhvern til að kenna um eitthvað', gera einhverjum bjarnargreiða (þ.e. greiða eins og björn) 'valda einhverjum óvart tjóni eða meini'.

Hér á landi tíðkast það að inni í páskaeggjum sé málsháttur á blaði. Málsháttur er vanalega fullmótuð setning sem felur í sér einhverja fullyrðingu eða jafnvel lífspeki.

Fleyg orð eru setningar sem geta vel skilist þótt þær standi einar. Oft er um að ræða setningar eða hluta úr setningum sem einhver hefur sagt við ákveðið tækifæri sem menn jafnvel þekkja ekki lengur. Dæmi. Vissi ég ekki bankabygg!, veit ég það Sveinki, þetta á nú við hana Vindu, og þetta á nú við lífið hans Láka.

Um þetta efni má lesa t.d í:
  • Bjarni Vilhjálmsson og Óskar Halldórsson. 1966 og síðari útgáfur. Íslenzkir málshættir. Bls. vii -xii. Almenna bókafélagið, Reykjavík.
  • Halldór Halldórsson. 1968 og síðari útgáfur. Íslenzkt orðtakasafn. Bls. v.-viii. Almenna bókafélagið, Reykjavík.
  • Jón Friðjónsson. 1994. Mergur málsins. Bls. v - vii. Örn og Örlygur, Reykjavík.

Mynd:...