
Orðasambandið að segja eitthvað eða tala undir rós merkir að ‛víkja að einhverju óbeinum orðum, gefa eitthvað í skyn’. Meðal Rómverja til forna var rósin tákn þagmælsku og ástar.
Í borðsölum á heimilum í Rómaveldi og víðar var rósaskreyting í lofti yfir matborði, sömuleiðis í samkomusölum klaustra. Rósin var tákn þeirrar þagmælsku, sem drottna átti um það, er um var talað.Síðar sagði hann: „Orðasambandið undir rós er þannig runnið frá gömlum, fögrum sið, eins konar áminningu um þagmælsku um það, sem sagt er eða gert innan veggja heimilisins.“ Síðar fékk orðasambandið víðari merkingu sem er sú sem notuð er í dag. Mynd:
- is.wikipedia.org - Rós. Sótt 2.3.2012.
Hvað er að tala undir rós? Hvaðan kemur orðasambandið?