Frá jafndægri er haust, til þess er sól sezt í eykðarstað. Þá er vetr til jafndægris. Þá er vár til fardaga. Þá er sumar til jafndægris. Haustmánuðr heitir inn næsti fyrir vetr, fyrstr í vetri heitir gormánuðr, þá er frermánuðr, þá er hrútmánuðr, þá er þorri, þá gói, þá einmánuðr, þá gaukmánuðr ok sáðtíð, þá eggtíð ok stekktíð, þá er sólmánuðr ok selmánuðr, þá eru heyannir, þá er kornskurðarmánuðr.Páll Vídalín lögmaður greinir frá einmánuði í bók sinni um skýringar við fornyrði lögbókar og segir (1849–1854: 576):
Það sýnist mér líkast, að einmánuður heiti svo að því, að hann er þá einn eptir vetrarins, en tvímánuður, af því þá eru tveir eptir af sumrinu.Tvímánuður var fimmti mánuður sumars (22.–29. ágúst). Páll Vídalín segir enn fremur (577):
Eins get eg að tvímánuður hafi sitt nafn fengið til varnaðar búmönnum, að þá væri tveir einir mánuðir til vetrar, og bæri því nauðsyn til, að gæta sumarútréttínga. Einmánuður þar í mót til huggunar í vetrarstríði bænda, að sumarið færi þá í hönd að einum mánuði liðnum.
Bent er á pistil um einmánuð á heimasíðu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Hvaða mánaðanöfn voru notuð samkvæmt gamla íslenska tímatalinu og yfir hvaða tímabil náðu þau? eftir Terry Gunnell og Eyju Margréti Brynjarsdóttur
- Hvers vegna notum við ekki lengur gömlu íslensku nöfninn á mánuðunum og hvenær var því hætt? eftir Guðrúnu Kvaran
- Ritmálssafn Orðabókar Háskólans
- Edda Snorra Sturlusonar. 1949. Guðni Jónsson bjó til prentunar. Íslendingasagnaútgáfan, Reykjavík.
- True Color Earth. Sótt 5.2.2009.
Er hugsanlegt að Einmánuður í gömlu íslensku tímatali sé upphaflega Eirmánuður, kenndur við gyðjuna Eir, og þá af sama uppruna og Eostur-monath í forngermönsku tímatali?