Þótt latnesku mánaðaheitin hafi lengi þekkst á Íslandi fór almenningur ekki að nota þau fyrr en seint á 18. öld og elstu dæmi Orðabókar Háskólans eru flest frá því snemma á 19. öld. Sum gömlu mánaðaheitin lifðu þó enn í munni manna og gera reyndar enn, einkum nöfnin á vetrarmánuðunum. Flestir vita að bóndadagur er fyrsti dagur þorra, þorramatur er á boðstólum í matarbúðum og enn fara menn á þorrablót. Talað er um að þreyja þurfi þreyja þurfi þorrann og góuna, erfiðustu vetrarmánuðina, og eins vita menn að konudagur er fyrsti dagur góu. Góðan fróðleik má fá um mánaða- og dagaheiti í bók Árna Björnssonar Saga daganna. Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Hvaða mánaðanöfn voru notuð samkvæmt gamla íslenska tímatalinu og yfir hvaða tímabil náðu þau? eftir Terry Gunnell og Eyju Margréti Brynjarsdóttur
- Hvað merkir forna mánaðarheitið ýlir? eftir Guðrúnu Kvaran
- Af hverju lét Júlíus Sesar árið byrja á janúar? eftir Jón Gunnar Þorsteinsson
- Af hverju kallast einmánuður þessi nafni? eftir Guðrúnu Kvaran
- Árni Björnsson. 1993. Saga daganna. Mál og menning, Reykjavík.
- Ritmálssafn Orðabókar Háskólans.
- True Color Earth. Sótt 5.2.2009.