Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað merkir það að þreyja þorra og hvaðan er það komið?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Sögnin að þreyja merkir 'þrauka, bíða e-s með eftirvæntingu' og er skyld sögninni að þrá. Þorrinn er fjórði mánuður vetrar og hefst á föstudegi á bilinu 19. til 25. janúar. Þegar þorra lýkur tekur góan við en hún hefst á sunnudegi á bilinu 18. til 24. febrúar. Þetta eru venjulega köldustu og erfiðustu mánuðir ársins.

Áður fyrr, þegar fólk bjó ekki jafn vel og nú, kalt var í húsum og matur og hey oft af skornum skammti, gátu þorrinn og góan reynst mörgum erfiðir mánuðir. Þá þurftu menn að þreyja þorrann og góuna en eftir það fór daginn að lengja verulega og styttast tók í sumarið. Síðar er farið að nota orðasambandið í yfirfærðri merkingu um að 'þola tímabundna erfiðleika'.

Sjá einnig Hvaða mánaðanöfn voru notuð samkvæmt gamla íslenska tímatalinu og yfir hvaða tímabil náðu þau?



Mynd: HB

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

13.7.2001

Spyrjandi

Eggert Jónsson, f. 1984

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað merkir það að þreyja þorra og hvaðan er það komið?“ Vísindavefurinn, 13. júlí 2001, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1786.

Guðrún Kvaran. (2001, 13. júlí). Hvað merkir það að þreyja þorra og hvaðan er það komið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1786

Guðrún Kvaran. „Hvað merkir það að þreyja þorra og hvaðan er það komið?“ Vísindavefurinn. 13. júl. 2001. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1786>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað merkir það að þreyja þorra og hvaðan er það komið?
Sögnin að þreyja merkir 'þrauka, bíða e-s með eftirvæntingu' og er skyld sögninni að þrá. Þorrinn er fjórði mánuður vetrar og hefst á föstudegi á bilinu 19. til 25. janúar. Þegar þorra lýkur tekur góan við en hún hefst á sunnudegi á bilinu 18. til 24. febrúar. Þetta eru venjulega köldustu og erfiðustu mánuðir ársins.

Áður fyrr, þegar fólk bjó ekki jafn vel og nú, kalt var í húsum og matur og hey oft af skornum skammti, gátu þorrinn og góan reynst mörgum erfiðir mánuðir. Þá þurftu menn að þreyja þorrann og góuna en eftir það fór daginn að lengja verulega og styttast tók í sumarið. Síðar er farið að nota orðasambandið í yfirfærðri merkingu um að 'þola tímabundna erfiðleika'.

Sjá einnig Hvaða mánaðanöfn voru notuð samkvæmt gamla íslenska tímatalinu og yfir hvaða tímabil náðu þau?



Mynd: HB

...